Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 47
þá byrjaði eftirlit með netaveiðum fyrir
ósum ánna Dee og Don. Með þessum
aðgerðum tókst að koma í veg fyrir ólög-
legar netaveiðar, en erfiðara var að endur-
hæfa veiðiþjófa sem beittu öðrum aðferð-
um. Þeir héldu uppteknum hætti, þótt
fjöldi þeirra væri handsamaður og þeir
dæmdir í þyngstu refsingar. Arinnar
North Esk var vel gætt og vörðum þar tókst
með tímanum að venja alls kyns lausingja-
lýð af þeim ósóma, að krækja laxa, sem
bunkuðu sig í hyljum í þurrkatíð og voru
í sjálfheldu. Allt öðru máli gegndi við ána
Annan og þverár hennar. Þar var lág-
marksgæsla, enda var það ekki óalgengt þar
um slóðir, að þjófar búnir ljóstrum, sem þá
var búið að banna, káluðu allt að sjötíu
riðlöxum á nóttu. Aflinn var saltaður á
staðnum í tunnur, síðan falinn í runnum
þangað til óhætt var að sækja hann.
Arið 1951 voru sett ný lax- og silungs-
veiðilög í Bretlandi. Þau hafa að geyma
ströng ákvæði um veiðiþjófnað. Sem dæmi
má nefna að refsing fyrir ólögmætar
stangveiðar er sekt og afli og veiðarfæri
gerð upptæk. Sé um alvarlegra brot að
ræða, s.s. notkun ólöglegra veiðarfæra eða
eiturefna, varðar það allt að £500 sekt og/
eða tveggja ára fangelsisvist. Þessu til
viðbótar er afli og allur búnaður, þ.m.t.
ökutæki sakborninga gert upptækt.
Verðlaunagripír
SVFR 1978 og 1979
Verðlaunagripurinn Gári. Veittur
þeim, er veiðir þyngstan lax á flugu í
Elliðaánum, í síðasta sinn 1978.
1978: Haukur Magnússon, Tunguvegi 3,
Hafnarfirði. Hann veiddi 13 punda
hæng á Blue Charm nr. 8 í Hundasteinum
7. júlí 1978.
Sportstyttan. Veittur þeirri konu,
sem veiðir þyngstan lax á vatnasvæðum
SVFR á hvaða leyfilegt agn sem er.
1978: Ólöf Stefánsdóttir, Laugalæk 36,
Reykjavík. Hún veiddi 12 punda hæng á
maðk í Víðinesi í Norðurá 8. ágúst 1978.
1979: Guðrún Helga Söderholm, Víði-
grund 61, Kópavogi. Húnveiddi lópunda
hæng á maðk í Lambafossi í Álftá 18.
september 1979.
Sportvalsbikarinn. Veittur fyrir
þyngstan lax veiddan á flugu á vatna-
svæðum SVFR.
1978: Halldór Þórðarson, Gnoðarvogi
56, Reykjavík. Hann veiddi 21 punds
Guðrún Helga Sönderholm með Sportstyttuna og
Þór Guðjónsson með Hlíðagrillshikarinn. Myndin
er tekin á árshátíð SVFR áHótelSögu22.febrúar sl.
VEIÐIMAÐURINN
45