Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 52

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 52
Einar Hannesson Laxá í Leirársveit í samanburði við lög annarra þjóða, t.d. norsk lög, hefur veiðilöggjöf okkar í veiga- miklum atriðum reynst heilladrjúg fyrir viðhald og vöxt íslenska laxastofnsins. I þessu efni skulu nefnd tvö atriði, sem skera sig úr við slíkan samanburð. Hið fyrra er bann við laxveiði í sjó og það síðara félagslegi þátturinn, veiðifél- ögin. Veiðifélög komu fyrst til sögunnar í löggjöfmni árið 1934, og frá 1970 hefur það verið lagaskylda að stofna veiðifélög um allar ár og vötn í landinu. Heimastjórn veiðimála. Veiðifélag er heimastjórn á hlutaðeig- andi svæði. Það skipuleggur og ráðstafar veiði og því er skylt að stunda fiskrækt. í veiðifélagi um Laxá í Leirársveit, sem ætlunin er nú að gera að umtalsefni, hefur verið unnið heilladrjúgt starf að þeim verkefnum, sem slíku félagi ber að sinna. Óhætt er að segja, að árangurinn hafi ekki látið á sér standa; þröskuldar hafa verið yfirstignir, svo sem í sambandi við hagsmunaátök um lagnetaveiði á leiru- svæði árinnar fyrr á árum og myndun heildarfélags um allt svæðið, og laxveiðin hefur aukist mjög mikið. Veiðimálastjóri og aðrir starfsmenn Veiðimálastofn- unar hafa á grundvelli laga veitt leiðbein- ingar og aðstoð við uppbyggingu félagsins og framkvæmdir á vegum þess, eins og í veiðifélagsstarfi almennt í landinu. Veiðifélag um Laxá í Leirársveit var stofnað árið 1934, og er það annað elsta veiðifélag í landinu, en félagið um Einar Hannesson Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu er árinu eldra en Laxárfélagið. Blöndufélagið er reyndar með eldri rætur, því það hafði áður verið fiskræktarfélag allt frá árinu 1929. Þrjátíu og fímm veiðijarðir. Þegar veiðifélagið um Laxá var sett á lagg- irnar, náði það aðeins til árinnar frá efri hluta leirusvæðis (ósasvæðis) hennar og að Eyrarfossi og tók einungis til laxveiði. Stofnjarðir félagsins voru 19 talsins, en síðar var félagið stækkað í báðar áttir, þ.e. 1954 voru teknar inn í það jarðir, sem land eiga að ám og vötnum ofan Eyrar- foss, og síðar, 1958, bættust því allar jarðir að ósasvæðinu. Tvöfaldaðist jarða- fjöldi innan félagsins, og nú var félagið búið að taka á sig nær endanlega mynd, miðað við vatnakerfi Laxár. Það nær yfir jarðir í þremur hreppum; Hvalfjarðar- strandarhreppi, Skilmannahreppi og Leirár- og Melahreppi. 50 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.