Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 54

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 54
Eyrarfoss í Laxá í Leirársveit í vetrarskrúða. (Ljósm. E.H.). láglendi Svínadals vestan fyrrgreindra vatna og um Leirársveit og fellur á ósa- svæðið í Leirárvogi. Þessi vegalengd er 13 km, og á þeirri leið myndar áin fleiri fossa og flúðir, svo sem Laxfoss á móts við Lambhagabæina, sem laxinn stiklar léttilega. í vatnakerfi Laxár eru allir vatnafiskar okkar; lax, urriði og bleikja. Silungur er þar bæði staðbundinn í stöðuvötn- unum og sem göngusilungur. Aður komst laxinn og annar göngufiskur aðeins að Eyrarfossi, en eftir að gerður var físk- vegur um fossinn opnaðist leið fyrir hann á efri hluta svæðisins. Veiðifyrirkomulagið. Róttækar breytingar hafa átt sér stað í veiðiskap á Laxársvæðinu. Aður fyrr var netaveiði og ádráttur stundaður í ánum, en með stofnun veiðifélagsins var þeirri veiði hætt í ánni sjálfri. Hins vegar voru netalagnir á ósasvæðinu allt fram til ársins 1963 en þá var öll slík veiði lögð af. Eftir það hefur eingöngu verið veitt á stöng. Undanfarin ár hefur hópur bandarískra stangveiðimanna haft drjúgan hlut lax- veiðinnar á leigu og íslenskir veiði- menn hinn hlutann. Silungsveiði hefur verið leigð í stöðuvötnunum í Svínadal, og hefur yfirleitt verið unnt að kaupa stangveiðileyfi þar, svo að segja um leið og farið er til veiða. Um 35 veiðistaðir eru í Laxá sjálfri. Veiðifélagið hefur byggt stórt og rúmgott veiðimannahús og er það skammt frá Laxfossi. Fiskræktin. Töluverð fiskrækt hefur verið stunduð á vatnasvæði Laxár. A vegum félagsins var þegar í upphafí reist klakhús að Tungu í Svínadal, sem mun hafa verið starfrækt í fímm ár. Þar var klakið út laxaseið- um, sem sleppt var í árnar. Síðar voru 52 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.