Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 18

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 18
Kristján í Crystal segir frá Magnús Ólafsson rceðir við Kristján Sigurmundsson Fyrri hluti Sunnudagur, 17. júní 1962. Skeggjastaðir í Miðfirði. Þar eiga þeir gistingu í sumar, veiðimennirnir í Miðfjarðará, í góðu yfir- læti hjá þeim hjónum Láru og Siggeir. Gamla veiðihúsið við Arndísarhyl liggur ekki á lausu, og nýja húsið gegnt Litla- bakka er ekki einu sinni komið á teikni- borðið ennþá. Við höfum veitt í hálfan annan dag og erum hálfnaðir með tímann, ég og félagar mínir, þeir Gísli Friðrik frændi minn Petersen, yfirlæknir á Landspítalanum, og vinur minn Henrik P. Biering, kaup- maður á Laugaveginum. Það er veitt á sex stengur, með hinar þrjár eru þeir Björn Eggertsson, bóndi í Kópavogi, Gísli Wium, kaupmaður, sem nú er látinn, og Kristján Sigurmundsson, sælgætisfram- leiðandi, oft kenndur við fyrirtæki sitt og kallaður Kristján í Crystal, einn slyngasti laxveiðimaður, sem sögur fara af hérlendis og sjálfsagt þótt víðar væri leitað. Ekki hafði ég áður veitt með Kristjáni Kristján og Magnús rceðast við (ijósm. FDS). í Crystal og þekkti hann ekki neitt. En einhver gárungi skaut því að mér niðrí Austurstræti daginn áður en ég lagði af stað í þessa fyrstu veiðiferð mína í Mið- fjarðará, þegar hann heyrði nefnda veiði- félagana, að ekki yrðu nú margir laxar eftir handa okkur hinum, þegar hann Kristján í Crystal hefði tekið sinn skammt. Klukkan er sex að morgni þennan þjóðhátíðardag. Eg vakna við það, að 16 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.