Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 31

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 31
eiganda, því að veiðin komst í hendur enskrar konu, frú Kennard, um 1920. Þetta ástand með eignarréttinn ríkti síðan lengst af allar götur fram undir 1958, sem fyrr segir, og það ár féllu öll veiðiréttindi á ný undir jarðirnar, þegar leigumála í sambandi við innlausn veiðiréttinda lauk. Félagsmálin. Jafnskjótt og veiðin komst á ný í hendur landeigenda, var hafinn undirbúningur stofnunar fiskræktarfélags um Langá og Urriðaá, sem síðar stóð fyrir sumum þeim framkvæmdum, sem tíundaðar hafa verið hér að framan, en annað hefur verið unnið á vegum einstakra landeigenda, svo sem bygging fiskvegar í margnefndan Sveðju- foss, hjá Grenjum og Litla—Fjalli. Auk þess hafa landeigendur sjálfir verið að „breyta og bæta“ ána fyrir landi sínu sem fyrr greinir. Veiðifélag var hinsvegar sett á laggirnar árið 1972 og leysti af hólmi fiskræktar- félagið eftir 12 ára starf þess. Veiðifélagið starfar, eins og fiskræktarfélagið gerði, á grundvelli laga um lax- og silungsveiði. Það skipuleggur veiði og ræktun á félags- svæðinu, er tekur til Langár sjálfrar frá ósi í sjó að Langavatni, ásamt Urriðaá, þver- ár Langár. Innan vébanda félagsins eru 16 jarðir og tvö afréttarlönd, sem liggja að ánni neðan Langavatns. Jarðirnar eru allar í Alftaneshreppi og Borgarhreppi í Mýra- sýslu, en Langá er merkjavatn hreppanna. Það verkefni bíður úrlausnar, að koma á fót veiðifélagi um Langavatn og árnar, sem í það falla, en það yrði væntanlega deild í heildarfélagi um vatnasvæði Langár. Eingöngu stangveiði. Veiðieigendur við Langá hafa verið sam- mála um, að hver einstakur landeigandi ráðstafi veiði fyrir sínu landi og eingöngu Við Langá Ljósm. RH sé stunduð stangveiði á félagssvæðinu. Um tíma var í tíð fiskræktarfélagsins beitt net- um á neðsta hluta svæðisins, en sl. 10 ár hefur eingöngu verið veitt á stöng. Fyrst (1949) voru ákvarðaðar fjórar stengur til veiða í Langá. Stangveiðiálag hefur aukist smám saman með netaupptöku og aukinni ræktun, og nú er leyfð alls 13 V2 stöng í Langá og Urriðaá. Veitt er í fimm pörtum eða svæðum í Langá, en Urriðaá er leigð út í einu lagi. Langármenn annað hvortleigja út veiði eða stunda sjálfir veiði fyrir sínu landi. Sumir landeigendur hafa samvinnu um útleigu, en aðrir eru einir á báti. Stöng- um er skipt upp milli jarða í samræmi við arðskrá. Þá hafa aðilar að stangveiðisvæð- inu keypt arðshluti jarðeigenda við ósa- svæðið (netaðastaða). Gera má ráð fyrir, að heildarverðmæti veiði á Langársvæðinu muni hafa numið um 40 milljónum gkr. á sl. ári. VEIÐIMAÐURINN 29

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.