Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 31
eiganda, því að veiðin komst í hendur enskrar konu, frú Kennard, um 1920. Þetta ástand með eignarréttinn ríkti síðan lengst af allar götur fram undir 1958, sem fyrr segir, og það ár féllu öll veiðiréttindi á ný undir jarðirnar, þegar leigumála í sambandi við innlausn veiðiréttinda lauk. Félagsmálin. Jafnskjótt og veiðin komst á ný í hendur landeigenda, var hafinn undirbúningur stofnunar fiskræktarfélags um Langá og Urriðaá, sem síðar stóð fyrir sumum þeim framkvæmdum, sem tíundaðar hafa verið hér að framan, en annað hefur verið unnið á vegum einstakra landeigenda, svo sem bygging fiskvegar í margnefndan Sveðju- foss, hjá Grenjum og Litla—Fjalli. Auk þess hafa landeigendur sjálfir verið að „breyta og bæta“ ána fyrir landi sínu sem fyrr greinir. Veiðifélag var hinsvegar sett á laggirnar árið 1972 og leysti af hólmi fiskræktar- félagið eftir 12 ára starf þess. Veiðifélagið starfar, eins og fiskræktarfélagið gerði, á grundvelli laga um lax- og silungsveiði. Það skipuleggur veiði og ræktun á félags- svæðinu, er tekur til Langár sjálfrar frá ósi í sjó að Langavatni, ásamt Urriðaá, þver- ár Langár. Innan vébanda félagsins eru 16 jarðir og tvö afréttarlönd, sem liggja að ánni neðan Langavatns. Jarðirnar eru allar í Alftaneshreppi og Borgarhreppi í Mýra- sýslu, en Langá er merkjavatn hreppanna. Það verkefni bíður úrlausnar, að koma á fót veiðifélagi um Langavatn og árnar, sem í það falla, en það yrði væntanlega deild í heildarfélagi um vatnasvæði Langár. Eingöngu stangveiði. Veiðieigendur við Langá hafa verið sam- mála um, að hver einstakur landeigandi ráðstafi veiði fyrir sínu landi og eingöngu Við Langá Ljósm. RH sé stunduð stangveiði á félagssvæðinu. Um tíma var í tíð fiskræktarfélagsins beitt net- um á neðsta hluta svæðisins, en sl. 10 ár hefur eingöngu verið veitt á stöng. Fyrst (1949) voru ákvarðaðar fjórar stengur til veiða í Langá. Stangveiðiálag hefur aukist smám saman með netaupptöku og aukinni ræktun, og nú er leyfð alls 13 V2 stöng í Langá og Urriðaá. Veitt er í fimm pörtum eða svæðum í Langá, en Urriðaá er leigð út í einu lagi. Langármenn annað hvortleigja út veiði eða stunda sjálfir veiði fyrir sínu landi. Sumir landeigendur hafa samvinnu um útleigu, en aðrir eru einir á báti. Stöng- um er skipt upp milli jarða í samræmi við arðskrá. Þá hafa aðilar að stangveiðisvæð- inu keypt arðshluti jarðeigenda við ósa- svæðið (netaðastaða). Gera má ráð fyrir, að heildarverðmæti veiði á Langársvæðinu muni hafa numið um 40 milljónum gkr. á sl. ári. VEIÐIMAÐURINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.