Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 11
11 Allt á uppleið nema heilfrystur fiskur Fleiri vöruflokkar sjávarafurða sýna áhugaverða aukningu milli ára. Þannig nam verðmæti frystra flaka um 86 millj- örðum í fyrra og jókst um 21% á föstu gengi. Útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða jókst um 16% milli ára, rækju um 31% og „annarra sjávaraf- urða“ um 20% en í þeim flokki eru til að mynda loðnuhrogn. Sem jafnframt getur skýrt hækkun þessa afurðaflokks að stærstum hluta. Ferskrar afurðir skiluðu hækkun upp á 5% milli ára og sem fyrr segir er það eingöngu vöruflokkurinn frystur heill fiskur þar sem verður sam- dráttur í verðmæti milli ára. Þau drógust saman um 23% milli ára. Sjávarafurðir aldrei lægra hlutfall útflutningsverðmæta Radarinn bendir á að þrátt fyrir þessa þróun í verðmæti sjávarafurðanna og metár þá hafi sjávarafurðir samt sem áður aldrei verið lægra hlutfall af heild- arverðmæti vöruútflutnings frá Íslandi. Það segir sýna sögu um breytingar og þróun í atvinnulífinu. „Augljós skýring er að útflutnings- verðmæti annarra afurða jukust talsvert umfram sjávarafurðir á tímabilinu. Ber hér hæst að nefna afurðir stóriðju, en eins er veruleg aukning á öðrum iðnað- arvörum og afurðum fiskeldis. Þar liggja jafnframt fremur miklar verðhækkanir en magnaukning að baki. Verðmæti vöruútflutnings fór í fyrsta sinn yfir 1.000 milljarða króna á árinu og jókst um 36% frá fyrra ári á föstu gengi. Var hlut- deild sjávarafurða þar með um 35% af verðmæti vöruútflutnings á árinu sam- anborið við 39% árið áður.“  Út úr þessari töflu má með skýrum hætti lesa breytingar í atvinnulífinu á undanförnum árum. Áliðnaður stendur fyrir æ hærra hlutfalli verðmætis vöruútflutnings og með sama hætti sækir fiskeldið nú í sig veðrið hvað þetta varðar. Fyrir vikið hefur verðmæti sjávarafurða sem hlutfall af heildinni aldrei verið minna en í fyrra.  Loðnuveiðar í fyrra voru dýrmæt innspýting fyrir sjávarútvegsgreinina og þjóðfélagið allt. Hvað gerist í ár?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.