Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 17
17
sem migið hafði í saltan sjó, bæði unn-
ið í fiski og verið á sjó,“ segir Hjörtur
sem býr nú í Grindavík ásamt konu
sinni Helgu Þórarinsdóttur.
Blóðugur niðurskurður
og togarar á uppboð
Svört skýrsla Hafrannsóknastofnunar
um stöðu þorskstofnsins kom út í kjöl-
far upptöku kvótakerfisins og óhætt er
að segja að það hafi hrikt í mörgum
stoðum hjá útgerðarfyrirtækjunum
þegar við blasti að skera þurfti niður
aflann um tugi prósenta.
„Stjórnvöld hlýddu samt ekki ráð-
gjöf Hafró að fullu og ákváðu að veiða
meira en ráðlagt var og vegna gata í
kerfinu, sóknarmarks, veiða smábáta
og fleiri þátta, þá var áfram gengið of
hart að stofninum sem leiddi til að
þorskkvótinn fór á endanum alveg
niður í 130 þúsund tonn. Þá streymdi
togaraflotinn í Smuguna í Barentshafi.
Og það er merkilegt að hugsa til þess
að þrátt fyrir kvótakerfið og alla um-
ræðuna um það þá fóru stjórnvöld ekki
fyllillega eftir ráðleggingum fiskifræð-
inga fyrr en árið 2009 og hafa síðan
fylgt þeirra ráðgjöf,“ rifjar Hjörtur
upp.
Áhrifin af því á sínum tíma þegar
draga þurfti úr þorskveiðinni, jafnvel
þó að ekki hafi verið nóg að gert voru
veruleg. Skuttogararnir voru alltof
margir og fyrirtækin veikburða.
„Á árunum í kringum upptöku
kvótakerfisins var sjávarútvegurinn
rekinn heilt yfir með tapi. Eitt dæmi
um það var að fjórir skuttogarar fóru
á uppboð og að minnsta kosti tvær út-
gerðir, önnur á Snæfellsnesi og hin á
Tálknafirði, misstu skipin sín. Staðan
var því ferlega slæm. Það þurfti að úr-
elda flotann, minnka sóknina og allt
var þetta á herðum fyrirtækjanna
sjálfra í greininni. Auðvitað höfðu
menn áhyggjur af því hvernig byggð-
arlögunum reiddi af en í sumum tilfell-
um var það samt þannig að lítil byggð-
arlög réðu ekkert við að reka stóran
togara, stóra fiskvinnslu og þurfa al-
farið að treysta á aðkomufólk til að
vinna við útgerðina og vinnsluna.
Þessi stefna um togara í öll byggðarlög
var óraunhæf í mörgum tilfellum,“
segir Hjörtur.
Deilur um sjávarútveginn
ekki ný af nálinni
Hjörtur segir að deilur um sjávarút-
veginn séu ekki nýjar af nálinni. Þær
hafi fylgt greinni allan þann tíma sem
hann hafi fylgst með og fjallað um
sjávarútvegsmál.
„Þegar ég var að byrja í sjávarút-
vegsblaðamennskunni sat ég Fiskiþing
sem voru hagsmunasamkomur allra
helstu aðila í sjávarútvegi. Þar rifust
menn eins og hundar og kettir; neta-
bátarnir vildu veiða meira, togara-
menn vildu þetta og línubátanir hitt.
Það var eiginlega fyrst með tillögunni
um kvótakerfið sem menn stóðu
frammi fyrir að verða að ná samkomu-
lagi. Á þessum tíma voru til útgerðar-
kóngar víða um land og var um þá tal-
að. Síðan hétu þeir kvótakóngar eftir
tilkomu kvótakerfisins. Það eru verð-
mæti í húfi, miklir hagsmunir undir og
þegar svo háttar til þá verður alltaf
deilt en ég held að grundvallaratriðið
sé að það er pólitík sem ræður ferð-
inni. Einhverra hluta vegna þá hefur
mér fundist eins og mest sé deilt á
kerfið þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í
ríkisstjórn en minna þegar vinstri-
flokkarnir sitja við ríkisstjórnarborðið.
Við fengum reyndar tímabil rétt fyrir
hrun þegar allt snerist um útrásina og
sjávarútvegurinn hreinlega hvarf í
umræðunni en þegar greinin fór aftur
að skipta miklu máli eftir hrun þá juk-
ust deilur um hana á nýjan leik. Gjarn-
an finnst mér umræðan um sjávarút-
veg byggð á vanþekkingu og einhvers
konar óskhyggju um að ef hærra auð-
lindagjald verði tekið af þessari grein
þá geti öllum liðið svo miklu betur á Ís-
landi. Þetta er auðvitað firra því auð-
lindagjald getur aldrei orðið nema lítið
brot ríkisrekstrarins í heild og skiptir
litlu í stóra samhenginu, ef út í það er
farið,“ segir Hjörtur.
Sótti sýningar víða um heim
Hjörtur segist meðal annars hafa
fengið innsýn í sjávarútveginn víða í
heiminum í gegnum sjávarútvegssýn-
ingar sem hann sótti. Árið 1984 var
fyrsta íslenska sjávarútvegssýning
haldin en einnig voru sýningar haldn-
ar í Noregi, Danmörku, Bretlandi,
Bandaríkjunum, Belgíu, Spáni og meira
að segja á Nýfundnalandi.
„Það var mikið um ferðalög á þess-
um árum og ég heimsótti fiskmarkaði í
Bretlandi og Þýskalandi og kynnti mér
starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis.
Ég heimsótti líka einnig töluvert af er-
lendum fyrirtækjum beggja vegna Atl-
antshafs, allt frá Svalbarða til Nýja
Sjálands og Japans og kynnti mér fisk-
veiðistjórnun í Mexíkó, Perú og Chile,“
segir Hjörtur.
Árið 1992 var sett á þorskveiðibann
í lögsögu Nýfundnalands en helstu
miðin eins og Mikli Banki, höfðu verið
gjöfulustu þorskveiðimið heims öldum
saman. Ofveiði, meðal annars af hálfu
Evrópusambandsins, keyrði þorsk-
stofninn í þrot. „Ég var fyrsti blaða-
maðurinn utan Nýfundalands til að
fara þangað og kynna mér og lesend-
um Morgunblaðsins stöðuna, orsakir
og afleiðingar. Það var mjög lærdóms-
ríkt,“ segir Hjörtur.
Þrátt fyrir mikla vinnu við blaða-
mennskuna vann hann einnig að
bókaskrifum og þar var sjávarútveg-
urinn sömuleiðis oftast í aðalhlutverki.
Þó ekki í öllum tilvikum. Hjörtur skrif-
aði þrjár viðtalsbækur við sjómenn og
útgerðarmenn undir heitinu Aflakóng-
ar og athafnamenn á árunum 1987 til
1989, viðtalsbókina Trillukarla og
einnig var hann í hópi tíu þýðenda
Perestrojku Gorbatjovs úr ensku en sú
bók var þýdd á einum sólarhring! Síð-
an skrifaði Hjörtur ævisögu Soffanías-
ar Cecilssonar, sem og sögu Fiskifélags
Íslands sem hann skrifaði ásamt Jóni
Ævistarfið
Starfsstöð Hjartar hefur undanfarin ár verið á heimili hans og Helgu Þórarins-
dóttur, konu hans, í Grindavík. Hjörtur fagnaði 71 árs afmæli í árslok 2022 og
segir kominn tíma til að setja punkt í leitinni að sjávarútvegsfréttum.