Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 32
32 Simrad hefur í gegnum árin verið þekkt fyrir mjög gangörugga og góða höfuðlínusónara og hefur nú kynnt til leiks nýjan höfuðlínusónar sem ber nafnið FM 90i. Simrad í Kanada, sem framleiðir þessa són- ara, fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli. Ekkert fer framhjá skipstjórnarmönnum Flestir skipstjórnarmenn sem stunda flottrollsveiðar þekkja Simrad FS 70 höfuðlínusónarinn, sem kom á mark- aðinn upp úr 2000 og hefur hann reynst einstaklega áreiðanlegur og endingargóður. Simrad FS 70 höfuð- línusónarinn er byggður á sveifluhaus sem teiknar upp trollopið í skrefum. Það getur tekið upp í 1 mínútu að teikna upp allt trollopið. Nýi sónarinn, FM 90i, sýnir allt troll opið í einni sendingu (omni) og fer þá ekkert framhjá skipstjórnarmönn- um. Auk þess sem sónarinn sýnir allt trollopið á um sekúndu fresti þá sýnir hann einnig mynd beint niður, hita, dýpi, veltu og vagg. Margfaldur samkiptahraði „Samskipti milli höfuðlínusónarsins og skips eru nú orðin margfalt hraðvirk- ari en áður hefur þekkst gegnum kop- arkapal. Nýtist þessi hraði fyrir marg- vísleg önnur samskipti, t.d. er nú í FM90i höfulínusónarnum fullkominn trollnemamóttakari sem getur tekið við öllum trollnemum, þ.e. hleranem- um, aflanemum, straumnemum, belgsjá og fl. Þessi möguleiki er einstaklega góð- ur, sérstaklega þegar togað er með veiðarfæri í yfirborðinu. Þá getur ver- ið mjög erfitt að ná móttöku upp í skip frá nemum á trollinu,“ segir í upplýs- ingum frá Simberg ehf., söluaðila Sim- rad hér á landi. Simberg ehf. Nýr höfuðlínusónar frá Simrad  Hægt er að tengja trollmyndavélar í gegnum FM 90i höfuðlínusónarinn og fá þannig lifandi mynd úr veiðar- færinu á skjá í brúnni. Hér er mynd úr fiskgreini frá Stjörnuodda sem tengdur var í gegnum Simrad sónarinn. Í gegnum Simrad FM 90i sónarinn má einnig stýra toghlerum. Hleraframleiðandinn Tyberon hefur til dæmis stýrt sínum nýjum fjarstýrðu hlerum gegnum FM 90i.  Belgstykki séð í gegnum FM 90i höfuðlínusónarinn. Þarna sést síldin komin aftur í pokann.  Mynd frá FM 90i sem sýnir troll opið og botninn undir. Örlítil síldarlóðn- ing er á leið inn stjórnborðsmegin. Á neðri myndinni sést beint niður úr höfuðlínusónarnum.  Myndir úr trolli þar sem myndavélin er tengd gegnum FM 90i. Tekin eru stýrimerki frá FM90i höfuðlínu- sónaranum til að opna pokann og hleypa þannig óæskilegum afla út og loka síðan pokanum aftur, þegar fiskur á að fara aftur í pokann. Hér sést pokinn annars vegar lokaður til vinstri og hins vegar opinn til hægri. Veiðarfæri & veiðitækni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.