Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 26

Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 26
26 klárir og að hægt sé að nýta tímann því tíminn fram að hrygningu er stuttur,“ segir hann. Flottrollið sundrar loðnutorfunum Fyrr á árum voru loðnuveiðar í flottrolll óþekktar en með tilkomu stærri skipa og öflugra flottrolla hefur æ meira verið veitt af loðnunni í flottroll, sérstaklega þegar loðnan er að ganga austur með Norðurlandi suður með Austfjörðum. Bjarki er ekki hrifinn af flottrollsveiðum á loðnu sem hann segir eitt þeirra atriða í fiskveiðum og veiðitækni sem þurfi að rannsaka mun meira. Loðnuveiðar í flottroll geti gert meiri skaða en hitt. „Ég veit að um þetta atriði eru skiptar skoðanir en við sáum t.d. í fyrra að Norðmennirnir kvörtuðu sáran yfir því að þeir máttu ekki nota flottroll og fengu lítinn afla í nótina. Þegar loðnan er kom- in í gönguform út af Langanesi og suður með Austfjörðum þá tvístrast torfurnar undan flottrollunum og verða aldrei eins þéttar fyrir sunnan land eins og ella væri. Hér áður fyrr gátum við verið að fylgja þéttum göngum og stórum torfum en þetta er öðruvísi í dag og að mínu mati er skýringin sú að flottrollið sundr- ar göngunum sem nótin gerir ekki. Þessu til viðbótar sjáum við líka að flott- rollsveiðar á loðnu fara mun verr með hráefnið, það ánetjast mikið af fiski í flottrollinu en það gerist ekki á nótinni. Notkun flottrollsins á loðnuveiðum þarf þess vegna að rannsaka miklu meira. En hvað loðnuvertíðan varðar sem fram- undan er þá er alveg klárt að sá litli kvóti sem hefur verið gefinn út verður nýttur til manneldis en allir vona auð- vitað að mun meira finnist. Það væri óskandi,“ segir Bjarki Kristjánsson að lokum.  Stýrimaðurinn kominn út á dekk að stjórna blökkinni í drætti á nótinni.  FRÉTTIR Niðurstöður nýrrar vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs sem ætlað er til mann- eldis sýna að staðan á síðasta ári er í samræmi við niðurstöður fyrri vöktunarverkefna á árunum 2003- 2012 og 2013-2021. Vöktunin leiddi í ljós að íslenskar sjávarafurðir inni- halda óverulegt magn þrávirkra líf- rænna efna s.s. díoxín, PCB og varn- arefni. Matís annast mælingarnar og er markmiðið með verkefninu að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis og heilnæmis og nýta gögnin við gerð áhættumats á mat- vælum til að tryggja hagsmuni neyt- enda og lýðheilsu. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi sjávar- útvegsráðuneytis sem þá hét og sá Matís ohf. um að safna gögnum og út- gáfu á skýrslum vegna þessarar kerf- isbundnu vöktunar á tímabilinu 2003- 2012. Vegna skorts á fjármagni í vöktun- arverkefnið var gert hlé á gagnasöfn- uninni sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjáv- arfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH, PBDE og PFC efnum. Vöktun á óæskilegum þrávirkum efnum í sjávarafurðum Hreinleiki sjávarafurða staðfestur  Íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra efna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.