Ægir - 01.01.2023, Blaðsíða 25
25
ur upp og þegar þetta er svona mikill
massi þá eru mikil læti þegar pokinn
kemur upp, svo mikil að jafnvel þó að við
séum að draga á um 3 mílum þá stoppast
skipið. Jafnvel getur veiðarfærið dregið
skipið afturábak þegar það kemur upp
með mikinn afla. Þetta getur oft verið
mikið sjónarspil og en er sannarlega ekki
skemmtilegt ef eitthvað slitnar. Slíkt ger-
ist, sérstaklega á Rockall svæðinu þar
sem fiskurinn er stór og þéttar torfur. Þá
er togað stutt og mikið magn sem kemur
í trollið. Þá kemur fyrir að pokinn hrein-
lega slitnar af belgnum þegar er híft,“
segir Bjarki.
Reynslumikil áhöfn
Í áhöfn Sigurðar VE eru átta menn og
það segir Bjarki að sleppi til þegar ekk-
ert kemur uppá. Erillinn sé mikill á nóta-
veiðunum en rólegra á mannskapnum á
flottrollinu.
„Verkefnin um borð eru alltaf næg.
Það þarf stöðugt að þrífa, bæði úti á
dekki og svo allar vistarverur. Þetta er
okkar vinnustaður og annað heimili þar
sem við dveljum stóran hluta úr árinu.
Það skiptir miklu máli að halda skipinu
snyrtilegu og hugsa vel um það. Í dag-
legri vinnu um borð skiptir miklu máli að
hafa reynda menn og hjá okkur hefur
t.d. nánast engin breyting orðið á hópn-
um síðustu 4-5 árin. Allir vita að hverju
þeir ganga. En þegar talað er um breyt-
inguna frá eldri skipunum til nútímans
þá eru samskiptakerfin í hjálmunum
gríðarlega mikið framfaraskref, allir með
hlustunarbúnað tengdan í eitt kerfi og
hljóðnema. Það er af sem áður var þegar
kallað var úr brúarglugganum út á dekk
og fæstir heyrðu almennilega það sem
skipstjórarnar voru að reyna að koma til
skila. Ég er ekki í nokkrum vafa um að
hjálmakerfin hafi líka fækkað slysum á
skipum. Þau eru klárlega framfaraskref,“
segir Bjarki.
Meiri verkefni fyrir
uppsjávarskipin en áður
Eftir að Bjarka snerist hugur með neta-
gerðarnámið á sínum tíma fór hann í
stýrimannsnám í Vestmannaeyjum og
hefur síðan verið í stýrimannshlutverk-
inu. Reyndar hefur hann líka verið í
skipstjórastólnum, var til að mynda skip-
stjóri á uppsjávarskipinu Suðurey VE á
síðustu loðnuvertíð. Skipstjórnin segir
hann að sé aðeins öðruvísi hlutverk en
stýrimennskan en allt sé þetta honum
kunnuglegt eftir langan tíma í brúnni.
Bjarki segir að stóri munurinn í upp-
sjávarsjómennskunni í dag miðað við
fyrri tíð sé sú að nú hafi skipin mun
meiri verkefni sem geri þeim kleift að
vera á sjó árið um kring. Algengt sé að á
uppsjávarskipunum sé tvöfalt kerfi, þ.e.
tvær áhafnir sem skiptist á.
„Þegar ég var að byrja í þessu á sín-
um tíma þá voru nótaskipin bara á loðnu
og svo var eitthvað gutlað í síld á haust-
in. Síðan þá hafa kolmunnaveiðarnar
bæst við, norsk-íslenska síldin á sumrin
og svo makríllinn á síðustu árum. Í dag
eru sjómenn á uppsjávarskipum ekki al-
mennt líka í öðrum störfum inn á milli
eins og algengt var á sínum tíma og ég
gerði sjálfur. Menn eru bara í fríi ef ein-
hver stopp eru á skipinu. Sem dæmi
stoppuðum við eftir kolmunnatúrinn nú
í byrjun janúar en síðan reikna ég með
að eftir loðnuveiðarnar nú í vetur verð-
um við með næg verkefni fram í desemb-
er,“ segir Bjarki.
Loðnuvertíðin mikið
spurningamerki
Aðspurður segist Bjarki ekki alltof bjart-
sýnn á loðnuveiðarnar nú í vetur í ljósi
umræðunnar um stöðu loðnustofnsins
framan af vetri á síðustu vikum.
„Ég skal alveg viðurkenna að ég er
svolítið smeykur hvað varðar loðnuver-
tíðina núna. Mælingin á ungloðnu lofaði
mjög góðu í fyrra og maður var bjart-
sýnn en það er sérkennilegt að öll sú
loðna komi hvergi fram í mælingum
núna. Í gegnum árin hefur maður hins
vegar séð það gerast að loðnan sjáist lít-
ið fyrr en hún birtist skyndilega í stórum
torfum hér fyrir suðaustan landið. Slíkt
gæti alveg gerst og væri ekki í fyrsta
skipti. Og þá er eins gott að menn séu
Í brúnni á miðunum. Bjarki í stýrimannsstólnum og Hörður Már Guðmundsson, skipstjóri, fylgist með út um brúarglugg-
ann.