Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Qupperneq 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Qupperneq 19
ELDVIRKMI A NUTIMA á Reykjanesskaga. 19 Á Reykjanesskaga hefur á nútíma verið mikil eldvirkni, enda er skaginn hluti af sjálfu gosbeltinu, sem liggur um landiá þvert. Þegar talað er um nútíma í jarðfræðilegu samhengi er átt við tímann, sem liáinn er frá því að jökla síðasta kuldaskeiðs leysti af landinu, en talið er að svo hafi orðið fyrir um 10.000 - 12.000 árum. í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa orðið allmörg gos á þessu tíma- bili og nokkur á þeim tíma, sem telst sögulegur, eða eftir að norrænt land- nám hófst hér árið 874. Aldursákvarðanir með svo nefndri geislakolsaðferð eða C*4- aðferð hafa gert mögulegt að finna aldur einstakra jarðlaga, sem innihalda gróðurleifar. Á þann hátt má finna aldur hrauns, takist að ná í leifar gróðurs, sem það hefur runnið yfir, en gróðurinn við það kolast, orðið að viðar- mó- eða mosakolum. Á sama hátt má og finna aldur öskulaga í jarðvegi en þau má síðan oft rekja yfir stór svæði. Verða nú talin nokkur eldgos, sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu á umliðnum öldum og sem hafa verið aldursákvörðuð eftir þessum leiðum. Búrfellshraun við Hafnarfjörð (H-105). Upptök þessa hrauns er í einstökum gíg, Búrfelli, norðaustur af Kaldárbotnum um 7 km austan við Hafnarfjörð. Það hefur runnið í tveim megin kvíslum allt í sjó út í Hafnarfjörð og sunnanverðan Arnarnesvog. Axik þess hverfur hluti af því inn undir yngri hraun vestur af Kaldárseli. Aldur þessa hrauns er um 7.200 C14 ár (7.240 +_ 130 Cl4 ár). Meginbyggð Hafnarfjarðarbæjar stendur á þessu hrauni. Leitahraun (D-25). Upptök þessa hrauns er austanundir Bláfjöllum í gíg, sem nefndur er Leitin. Það hefur runnið i mjóum taumum niður um Sandskeið, Fossvelli og alla leið út í .Elliðavog. í þessu hrauni eru Rauðhólar við Elliáavatn. Aldur Leita- hrauns er um 4.600 ár (4.630 +_ 90 C^4 ár) . Hólmshraunin fimm (H-156, D-24, H-155, H-153, H-150). Mikill hraunabunki er suður af Elliðavatni og Heiðmörk, og meðal þeirra eru fimm mismunandi hraunstraumar, sem komið hafa frá eldvörpum á svæðinu vestan við Bláfjöll, hlaðist hafa hvert ofan á annað og náð út á Leitahraun. Þau eru því öll yngri en það, þ.e. yngri en 4.600 ára það elsta þessara hrauna hefur náð langleiðina þvert yfir Leitahraun vestan við Hólm. Yngst í þessum hraunbunka er hrauntunga, sem fallið hefur austur með Selgjalli að norðan og niður í Lækjarbotna. Þykir næsta líklegt að hraun það sé frá sögulegum tíma, en komið er það úr Eldborg við Bláfjöll. óbrinnishólar (H-99). óbrinnishólar vestan undir Undirhlíðum hafa gosið tvisvar og hefur a.m.k. yngra hraunið runnið í sjó út þar sem nú er álverið. Fjórar aldursákvarðanir á því gáfu um 2.140 ár (2.142 +_ 77 cl4 ár) . Nýjahraun (Kapelluhraun) (H-97). Þetta hraun er komið úr gígaröð eða gígaröðum vestan við Undirhliðar og Vatnsskarð. Af upprunanlegu nafni þess, sem hér er notað er ljóst að það er frá sögulegum tíma. Hraunið hefur runnið í sjó út við Straumsvík og stendur álverið í heild nú á því þar. Aldur þess er um 910 ár (910 +_ 56 C14 ár).

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.