Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Síða 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Síða 23
að Hamranes er ekki neinn framtíðarstaður fyrir sorphauga, enda er gert ráð fyrir íbúðarbyggð sunnan Reykjanesbrautar í framtíðinni. 23 Ráðstöfun sorps á hðfuðborgarsvæðinu. Á ofangreinda sorphauga eru flutt u.þ.b. 90 þús. tonn af sorpi á ári. Þar af eru flutt um 40% með sorpbílum á vegum sveitarfélaga en 60% með hreinsunar- bílum á vegum sveitarfélaga eða frá einkaaðilum. Á báðum ofangreindum sorphaugum er gengið frá sorpinu með svokallaðri urðun, þ.e. jarðvegi er jafnað yfir sorp nokkurn veginn jafn óðum og það berst. Urðun er ódýrasta aðferðin til að ganga frá sorpi. Með réttu staðarvali og ýmsum öðrum ráðstöfunum er unnt að ganga frá sorpi á viðunandi hátt frá sjónarmiði heilbrigðis- og umhverfisverndar. Sorpbrennsla yrði t.d. um 4 sinnum dýrari en urðun £ Gufunesvogi. Erlendis er urðun algengasta aóferðin til að ganga frá sorpi (80-90% í U.S.A.). Þess má geta að til skamms tíma var framleiddur skarni úr matarúrgangi £ sorpeyðingarstöð á Ártúnshöfða. Rekstur hennar var lagður niður vegna hins mikla rekstrarkostnaðar, en hann var nálægt 3 sinnum meiri pr. tonn en kostnaður við urðun í Gufunesvogi. Um 10% sorps fóru í gegnum skarnastöðina. Framtíðarhorfur. Ljóst má vera að urðun 90 þús. tonna á ári krefst tiltölulega mikils land- rýmis, enda er eins og fyrr greinir ekki gert ráð fyrir því, að Gufunes- vogur endist mikið meir en 10 ár. Með því að mala sorp má lengja þennan tíma um u.þ.b. 30%. Með mölun sorps eykst kostnaður pr. tonn um ca. 25%. Þetta gæti komið til greina ef sorphaugar framtíðarinnar yrðu mun dýrari í rekstri en núverandi sorphaugar í Gufunesvogi. Þjöppun bílhræja myndi einnig lengja þennan tíma. ÞÓ að núverandi sorphaugar endist ef til vill til 1995 eða 2000, er ljóst, að æskilegt er að kanna og skipuleggja framtxðarhaugastæði með góðum fyrir- vara. Að öðrum kosti gæti t.d. staðsetning þeirra og nýrra byggðasvæða stangast á. Dæmi eru um það viða erlendis frá, að grípa hafi orðið til dýrari aðferða við frágang á sorpi vegna skorts á fyrirhyggju í þessum efnum. Við staðarval fyrir sorphauga þarf einkum að taka tillit til eftirfarandi atriða: a) hætta á mengun grunnvatns og yfirborðsvatns b) umhverfisvernd c) óþægindi og hætta vegna lyktar, foks, fugla, rotta og rotnunargass d) fjarlægð frá sorpsöfnunarsvæði og aðkoma að sorphaug e) aðrar aðstæður á staðnum. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið gerð könnun á heppilegum stöðum til ráðstöfunar á sorpi fyrir höfuðborgarsvæðið. Á mynd á bls. 25 má sjá yfirlit yfir þá staði sem einna helst eru taldir koma til greina. A = Selalda B = Breiðdalur C = Geldinganes (t.d. fylling við eiðið) D = Álfsnes E = Malargryfjur við Köldukvísl

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.