Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 5
a
SKIPULAGS-
HÖFUÐSOAGARSVÆÐ4SIMS MAL
1 TBL 4 ÁRG. 1983
Fréttablaðiö SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS er
gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins. Hamraborg 7, 200
Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson.
Pjetur Stefánsson
Efnisyfirlit:
* Yfirstjórn umhverfismála 6
Gestur Ölafsson
* Umhverfisvernd ogskipulagningbyggðar 7
BirgirH. Sigurðsson
* Friðlýsing—notkun lands 10
Jón Gauti Jónsson
* Fornleifaskráning 11
Guðmundur Ölafsson
* Minjavernd á höfuðborgarsvæðinu 14
Nanna Hermannsson
* Vanhugsuðfélagsverkfræði 16
Þorbjörn B roddason
* Matááhrifum framkvæmda 17
Gestur Ólafsson
* Efnistaka á höfuðborgarsvæðinu 23
Sverrir Sch. Thorsteinsson
* Efnistaka og umhverfisvernd 25
Jón Jónsson
* Umhávaða 26
Harald Holsvik
* Umloftmengun 31
' Olafur Pétursson
* HÖLRÆSI — mikilvægustu hreinsivirkin 35
eða mengunarvaldur
Halldór Gíslason
* Förguneiturefnaoghættulegraefna 36
Ólafur Pétursson
* Sölukynning 39
Forsíðumynd, „PÖNKSPÓI OFVERNDAÐUR AF MÓÐUR”
gerði Pjetur Stefánsson. Pjetur er fæddur 9. nóvember 1953.
Hann lauk námi í grafikdeild Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands vorið 1982. Pjetur hefur haldið nokkrar einkasýningar og
tekiðþáttísamsýningum, þ.á.m. F.I.M. sýningum 1979og 1981.
Umhverfismál _____________
A undanförnum árum og ára-
tugum hefur átt sér stað mikil
umræða um umhverflsmál, bæði
hér á landi og erlendis Víða hafa
einstaklingar og félög unnið
mikið og gott starf við að vekja
athygli á ýmsum þáttum þessara
mála, og margir opinberir aðilar
hafa einnig sýnt umhverfismál-
um verðskuldaða athygli. Við
umræður um þessi mál hefur
komið í ljós að þessi mál eru oft
nátengd og mun ílóknari en virð-
ist við fyrstu sýn. Margar fram-
kvæmdir hafa einnig orðið stærri
í sniðum og haft víðtækari og oft
afdrifaríkári áhrif en áður. Hraði
framkvæmda og breytinga hefur
einnig aukist mikið með tilkomu
stórtækra vinnuvéla og aukinna
umsvifa. Þar sem gamli tíminn og
nútíminn mætast, hefur reynst
erfitt að samræma sjónarmið —
tryggja annars vegar æskilega
verndun og friðun, en gera okkur
hinsvegar kleift að breyta
umhverfi okkar á menningar-
legan hátt, og ná sífellt nýjum
markmiðum sem við viljum setja
okkur.
Fullyrða má, að með aukinni
samvinnu þeirra aðila sem vinna
að byggðamálum, skipulagsmál-
um, verndun og öðrum umhverf-
ismálum á höfuðborgarsvæðinu
megi ná miklum árangri á þessu
sviði, en mótun þessa santstarfs
og tengsli við stjórnsýslu ríksisins
getur haft afgerandi áhrif á það
hvernigtil tckst.
Miklu skiptir því að sveitar-
stjórnarmenn á höfuðborgar-
svæðinu, og aðrir sem láta sig
þessi mál varða, fylgist vel með
framvindu þessara mála, þar sem
ákvarðanir um þau geta haft af-
gerandi áhrif á skipulag, fram-
kvæmdir og hcildarumhverfi á
þessu svæði.
Gestur Olafsson
5