Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 17
Það eru þessar öfgar sem okkur
ber að varast. í raun ætti aldrei að
skipuleggja hverfi án þess að
reiknað væri með einhverjum
hluta þess fólks sem stjórnvöld
telja ástæðu til að leggja sérstaka
rækt við, en um Ieið að sjá til þess
að aldrei sé tekið fyrir óeðlilega
stórt hlutfall einhvers þeirra í
einu lagi. Að mörgu leyti er sú
leið sem farin hefur verið í elli-
málum til mikillar fyrirmyndar.
Byggðar hafa verið tiltölulega litl-
ar einingar á eftirsóknarverðum
lóðum, á stundum inni í grónum
hverfum. Og nú er svo komið að
gamla fólkið auðgar Hlíðarnar,
Gerðin og Laugarásinn að lífi og
fjölbreytni í áðúr óþekktum mæli.
Það skal viðurkennt að ófram-
kvæmanlegt er að segja til um
hvert sé eftirsóknarverðasta hlut-
fall hinna ýmsu þjóðfélagshópa,
ef frá er talin aldurs- og kynskipt-
ing þjóðfélags í vaxtarjafnvægi.
Hins vegar er deginum ljósara að
okkar þjóðfélag, líkt og flest önn-
ur, er sett saman af ungum og
öldnum, ríkum og snáuðtnn, fötl-
uðum og heilbrigðum, skrifstofu-
mönnun og verkamönnum. Og
þetta fólk býr ýmist eitt sér, í hjú-
skap, með börnum, eða jafnvel í
stórfjöldkyldu. Nýleg könnun í
Reykjavík varpar ljósi á þetta, en
samkvæmt henni er mannfjöldi á
heimilum í höfuðborginni með
þessum hætti:
Einn í heimili
tveir
þrír
fjórir
fimm
sex
sjö eða fleiri
9,3 af hundraði
19,4
23.8
24.8
14,2
6,0
2,5
Skipulagsstjórnmál eru vand-
meðfarnari og ákvarðanir á
vettvangi þeirra afdrifaríkari en
marga grunar. Leiðarljós þeirra
sem eru kölluð til að taka þær ætti
umfram allt að vera að auka ekki
á þann aðskilnað og einangrun
þjóðfélagshópanna sem þéttbýlis-
þjóðfélagið leitast við að skapa,
htldur leita allra ráða til að draga
úr honum.
Þorbjörn Broddason
MAT Á AHRIFUM FRAMKVÆMDA
Undanfarna tvo áratugi hafa
menn í vaxandi mæli verið að
gera sér grein fyrir ýmsum nei-
kvæðum áhrifum sem fram-
kvæmdir gætu haft í för með sér,
bæði á umhverfl og líf manna, ef
ekki væri að gáð. Þeir sem hafa
lýst áhyggjum sínum af þessari
þróun mála hafa ekki eingöngu
verið úr hópi sérfræðinga og
stjórnmálamanna, heldur hefur
almenningur víða um heim látið
þessi mál mjög mikið til sín taka.
I þessu efni eins og mörgurn
öðrum, hafa menn haft til-
hneigingu til að skipa sér í tvo
gagnstæða hópa, annars vegar
eru verndunar og friðunarmenn
sem magrir hverjir hafa lítinn
áhuga á framkvæmdum — hins
vegar eru framkvæmdamenn
sem oft hafa ekki sinnt nægilega
áhrifum cða afleiðingum af sín-
um gerðum. Fáir hafa gerst til að
bera friðarorð á milli.
Engu að síður hafa alltaf verið
einhverjir þeirrar skoðunar að
hagsmunir ofangreindra aðila
þyrftu ekki nauðsynlega að stang-
ast á. Hægt væri, t.d. að finna
nauðsynlegum framkvæmdum
stað, þannig að þær spilltu
umhverfi mjög lítið. Hægt væri að
hafa áhrif á gerð, útlit og hugsan-
lega mengun, sem stafaði af
framkvæmdum, með ekki alltof
miklum tilkostnaði. Með ákveðn
um athugunum, gerð líkana og
ljósmynda mætti gera sér mjög
góða grein fyrir væntanlegum á-
lirifum og útliti viðkomandi
framkvæmdar áður en í hana
væri ráðist. Hér væru yfirleitt all-
taf til staðar ýmsir kostir, sem
sjálfsagt væri að ræða og hafa
mætti áhrif á. Þannig ætti enginn
að þurfa að ganga gruflandi til
leiks, og mótmæli gegn mannvir-
kjum á framkvæmdastigi, eins og
nú hefur orðið reyndin á með
Seðlabankann í Reykjavík, ættu
löngu að vera úr sögunni.
En þrátt fyrir þessar hugmynd-
ir, og þrátt fyrir alla þá umræðu
sem hefur átt sér stað á undan-
förnum áratugum um þessi mál
þá hafa mörg þjóðlönd ennþá
ekki tekið þessi mál föstum
tökum og þróað markvissar að-
ferðir til þess að meta hin marg- _
víslegu áhrif framkvæmda, áður
en í þær er ráðist. Allt of oft hafa
þröng þekkingarsvið, eins og
hagkvæmnismat eitt saman, ráðið
ferðinni og margar meiri háttar
framkvæmdir verið ákveðnar án
þess að nokkur gaumur væri gcf-
inn að öðrum mjög mikilvægum
atriðum.
Reynsla undanfarinna áratuga
hefur samt sýnt okkkur fram á,
svo ekki verður um villst, að mat
á hagkvæmni framkvæmda eitt
sér hefur leitt okkur upp margar
villigötur. Svipuðu máli gegnir
líka ef cinhver ein fræðigrein t.d.
dýrafræði, verkfræði eða veiru-
fræði ræður of miklu við slíkar
ákvarðanir. Það sem menn hafa
verið að gera sér betur og betur
grein fyrir er að stjórnmálamenn
sem þurfa að taka ákvarðanir um
þessi mál og almenningur, ser.i
vill kynna sér þau, þurfa
heildstætt mat á þeim kostum sem
koma til greina við viðkomandi
framkvæmd eða stefnu og jafn-
framt mat á heildaráhrifum hvers
kosts fyrir sig, áður en endan-
legar ákvarðanir eru teknar.
Flestir sérfræðingar hafa eðli-
lega tilhneigingu til þess að leggja
mælikvarða sinnar fræðigreinar á
viðkomandi framkvæmd, oft á
kostnað annarra þekkingarsviða.
Þegar um framkvæmdir er að
ræða sem koma inn á mjög mörg
þekkingarsvið, eins og algengt er
um stórframkvæmdir, koma
17