Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 27
201.gr. þætti, sem viðkoma hávaða- vandamálum (4). Tæknitíðindi nr. 81 gefið út af Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, en þar fjalla þeir Torfi Guðmundsson og 'frausti Eiríks- son, verkfr., um hávaða og hávaðavarnir í fiskvinnsluhúsum (5) . I Siglingamálum nr. 8 í maí 1977 er einnig að finna ágæta grein um hávaðavarnir í fiskiskip- um eftir Baldur Jónasson, verkfr. (6) ; ^ 1 Iðnaðarmannablaðinu, 2. tbl. I 1978, birtist grein eftir Stefán Guðjóhnsen, tæknifræðing (7). Þar er vel lýst eiginleikum mæli- tækja, ásamt ýmsum grundvallar- atriðum um hávaðavandamál al- mennt. I Iðnaðarmálum, riti Iðntækni- stofnunar Islands, 1. tbl. 26. árg. 1979, er ágæt grein eftir Sigurð Bjarklind, heilbrigðisfulltrúa á Akureyri (8) um hávaða á vinnu- stöðum. Heilbrigðiseftirlit ríkisins tók síðan saman lítilsháttar fróðleik um umhverfishávaða, m.a. frá flugumferð flugvéla við Reykja- víkurflugvöll. Nefnist samantekt- in „Hávaði, mælingar á umhverf- ishávaða, stjórnun hávaðavarna.” Rit Heilbrigðiseftirlits ríkisins 1/ 1981 (9). Nýlega hefur svo Skipulags- stofa höfuðborga’ svæðisins lagt hönd á plóginn með samantekt um „Umferðarhávaða og hugs- anlegar aðgerðir í skipulagi” (10), Rit III, sept. 1981. Eins og sjá má af ofangreindri upptalningu, er því nokkuð búið að fjalla um hávaða og hávaðamál á umliðnum árum. Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkurborgar, atvinnusjúkdómadeild, hefur einnig geflð út ýmsa bæklinga og myndspjöld til varnaðar og fróð- leiks á vinnustöðum. Fyrrverandi Öryggiseftirlit ríkisins og nú- verandi Vinnueftirlit ríkisins hafa gert athuganir á hávaða á vinnustöðum á umliðnum árum. Yfirlit yfir þjónustu Öryggiseftir- litsins á þessu sviði er að finna í skýrslu stofnunarinnar yfir tíma- bilið 1928 - 1978 (1 1). Þessu er hér með komið á framfæri til þeirra, sem áhuga hefðu á að kynnast nánar þeim ritsmíðum á j íslensku, sem vitað er um í dag. ■ Abendingar um ótalið eru vel þegnar. Með yfirsýn yfir ofanrit- að efni verður því talið, að ekki sé þörf á frekari skilgreiningum á eðlisfræðilegum þáttum hávaða að svo komnu máli, heldur bcri að reyna að víkja nánar að ýmsum lögum og lagafyrirmælum varðandi hávaða hérlendis. Söguleg þróun á sviði löggjafar um heilbrigðis- og umhverfis- mál: Fyrstu lög um heilbrigðissam- þvkktir hreppsfélaga eru frá 1905, en lög um heilbrigðis- nefndir eru frá 1940. Skv. lögum var lögreglustjóri lögskipaður formaður nefndarinnar. Héraðs- læknir var ennfremur lögskipað- ur nefndarmaður, þar sem hann var búsettur, annars fulltrúi hans. Aðrir nefndarmenn voru kosnii af hlutaðeigandi sveitarstjórn. Yfirstjórn heilbrigðiseftirlits og hollustuhátta var í höndum þess ráðherra sem fór með heilbrigðis- mál, en á þeim tíma var ekki sér- stakt ráðuneyti, heldur fór Dóms- og kirkjumálaráðuneytið með þá málaflokka (tekið úr riti Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins nr. 1/1980). (12). Úr heilbrigðisreglugerð nr. 45/ 1972: XX. Kafli Uin hávaða ogtitring. 200. gr. 200.1. Forráðamönnum verk- smiðja, stofnana eða annarra fyrirtækja er skylt að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að draga úr eða að koma í veg fyrir heilsu- spillaiuli hávða eða hávaða til óþæginda. 200.2 Nú er ekki, vegna eðlis starfseminnar, hægt að draga úr hávða, og er þá starfsmönnum skylt að nota heyrnarhlífar viður- kenndar af heilbrigðiseft- irlitinu, sem fyrirtækið lætur þeim í té endur- gjaldslaust, enda auki það ekki slysahættu að öðru leyti. 201.1 Þegar meta skal heilsuspill- andi áhrif hávaða fyrir starfsfólk, skal sérstaklega hafaí huga: 1. Styrkhávaðansmældan í desibel (decibel). 2. Tónhæðhávaðans. 3. Hvort hávaðinn er stöð- ugur eða breytilegur. 4. Daglega tímalengd há- vaðans. 5. Heildartímabil, sem ætla má, að hávaðinn vari (dagar-vikur). 202. gr. 202.1 Líta ber á 85 desibel sem hámark leyfilegs hávaða á vinnustöðum sbr. þó 201.gr. (2 -5). 203. gr. 203.1. Heilbrigðisnefnd getur bannað mjög hávaða- sömum flutninga- og far- artækjum umferð um til- teknar götur í íbúðar- hverfum allan sólarhring- inn eða að kvöldlagi og um nætureftir atvikum. 204. gr. 204.1 Flugvelli má ekki staðsetja eða breyta þeim þannig, að heilsuspillandi hávaði hljótist af eða truflun á einkalífi manna, vinnu- friði eða næturró. 204.2 Sérstakt tillit ber hér að taka til sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- stofnana. 204.3 Bannað er að byggja íbúð- arhús í nágrenni flugvalla í aðflugsstefnu flugbrauta. 205. gr. 205.1 Að öðru leyti ber að gæta ákvæða 26. og 36. gr. þess- arar reglugerðar, annarra laga, reglugerða og samþykkta, sem um þetta efni fjalla og gilda fyrir umdæmið eða allt landið. Eftir gildistöku laga nr. 46/ 1980 um liollustuhætti og öryggi á vinnustöðum féll eftirlit með öl- lum hávaða í starfsumhverfi j

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.