Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 29

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 29
starfsfólks á vinnustöðum niður af hálfu heilbrigðisnefnda og færðist yfir til Vinnueftirlits ríkis- ins. Að öðru leyti falla reglur þessar undir viðkomandi heilbrigðisnefnd og heilbrigðis- eftirlit. Úr umferðarlögum nr. 40/1968. II. Akvæði um ökutæki. A. Gerð og búnaður öku- tækja. 4. gr. Sérhvert ökutæki skal svo gert og haldið þannig við, að af not- kun þess leiði hvorki óþarfa hættu né óþægindi, þar með tal- inn hávaði, reykur eða óþefur eða hætta á skemmdum vegi. — Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á, að ökutæki sé í lögmætu ástandi. 5. gr. A útblásturspípum hreyfla skulu vera tæki, er dragi úr hávaða. Nú kann einhver að spyrja: — Af hverju stafar allur þessi um- ferðarhávaði, sem stöðugt fer vaxandi. Einföld svör við því eru sennilega ekki til. En hér skal reynt að nefna einhverjar orsakir þessa vanda, þó það sé alls ekki fullnægjandi. I bifreiðaskýrslu Hagstofu Is- lands og Bifreiðaeftirlits ríkisins frá E janúar 1982 (13) kemur m.a. fram að — árið 1959 eru 83.7 bifr./lOOO íbúa, eða alls 20.256 bifreiðar í landinu, en árið 1981 eru 394.3 bifr./lOOO íbúaeðaalls 100.936 bifr. í umferð á Islandi. Þessi seinni tala er ekki endilega raunveruleg tala þess fjölda, sem er í umferð hverju sinni, en hlut- fallið milli þessara tveggja talna skýrir vel þróunina. Aukin bif- reiðaeign er því stor hluti vand- ans. Er þá eftirlit með bifreiðum ekki nægilegt? — Sennilega eru flestir bifreiðaeigendur, sem bera beinan kostnað af viðgerðum og viðhaldi bifreiða til að standast al- mennar öryggiskröfur og það eftirlit sem nú þegar fer fram, sammála um, að ekki sé öllu meira ábætandi. í skýrslu Bif- reiðaeftirlitsins 1981 (14), kemur fram, að um 21 % af fjölda skráð- ra ökutækja fékk ekki skoðun í fyrstu umferð. Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvörnum, er kunnugt um, að Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur fyrir nokkru byrjað að skoða og hávaðamæla bif- reiðar, sem virðast skera sig úr með mikinn hávaða. Ennfremur eru létt biflijól og vélhjól, sem valda fólki óþægindum skoðuð. Lögreglustjórar og lögreglu- menn hafa einnig tekið hávaða- söm ökutæki úr untferð. Allt þetta stuðlar vissulega að áfanga í rétta átt. Almenn viðmiðunarmörk um hávaða eru ekki til, en nú er í undirbúningi mengunarvarna- reglugerð, skv. nýjum lögum nr. 50/1981. I þeirri reglugerð er áætlað að komi fram viðmiðunar- reglur fyrir leyfilegan hávaða og titring með hliðsjón af umhverft. Reglugerðin verður sett af Heilbr.- og tryggingarmálaráðu- neytinu að höfðu samráði við önnur ráðuneyti, sem fara með umhverfismál. Þau viðmiðunar- mörk eða reglur, sem hér um ræðir, verða sniðin eftir megin hlutverki laganna, sem kemur m.a. fram í gr. 1.4.: — Mengun tekur einnig til óþæginda vegna ólyktar, hvers konar hávaða og titrings, geislunar og varmaflæð- is. Ef litið er til laga og reglna um þessi málefni hjá grannþjóðum okkar, þá er það hávaðamengun- in frá viðkomandi akbraut sem heild, sem er mengunarvaldur- inn en ekki einstaka ökutæki, því um þau gilda sérstök lög eða um- ferðarlögin (15). Sama á við um flugumferðarhávaða, þar er það flugumferðin sem heild og óþæg- indin, sem viðkomandi flugvöllur kann að skapa fyrir sitt næsta ná- grenni, sem koma til álita. Nánari skilgreining á þcssum atriðum mun væntanlega koma fram í mengunarvarnareglugerð. í skýrslu Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins (10) kemur rétti- lega fram, að hingað til hafa ckki verið gerðar neinar meirháttar rannsóknir á hávaða, sem geta gefið til kynna, hversu mikið vandamál umferðarhávaði á höf- uðborgarsvæðinu er um þessar mundir. Hins vegar hefur heilbrigðiscftirlit hvers byggðar- lags ætíð forgöngu um að sinna öllum kvörtunum, scm því berast, og cftir atvikum hafa hönd í bagga með að viðeigaandi ráð- stafanir séu gerðar, ef þess er nokkur kostur. Hávaðamælingar við Laugaveg í Reykjavík29.og30. okt. 1981. Undirritaður framkvæmdi há- vaðaskammtamælingar milli kl. 1605 - 1740 þ. 29. októbcr. Mæl- ingin var framkvæmd samhliða því, sem gcngið var frá Hlemmi til Aðalstrætis og lil baka að Hlcmmi, síðan frá Hlemmi að Lækjartorgi og aftur að Hlcmmi. Mælitæki var af gerðinni Metro- sonics db-306. Hljóðnemi í um 1,4 m hæð. gengið var á gang- stéttinni N-megin götunnar. Niðurstaða: Leq eða jafngildis- hljóðstig 76 dB (A) (95 mín). Lmax 93 (A), mestu hemlaískur S.V.R. Daginn eftir 30. október, milli kl. 1652 -1820, S-megin götunnar. Niðurstaða: Leq 75dB (A) (gg mín). Lmax 95dB(A),ís- kur úr hemlum S.V.R. Veður: Breytileg átt eða andvari oglogn, þurrt. Hiti vm. 2-3,5° C, þm. 4,5-5° C háða dagana. Þau umhverfis hávaðamörk, sem flest OECD ríkin hafa sam- einast um að keppa beri að, eru LCq 65 dB (A) yfir daginn (16). Astæðan cr sú, að um þcssar mundir er talið, að um 15% allra þegna OECD ríkjanna búi við meiri hávaðamengun en Leq 65 dB (A). Hins vegar er áætlao, að 50% þegnanna búi við Leq 55 dB (A) hávaðamengun eða hærra mæltyfír daginn. Menn hafa einnig þungar áhyggjur af áframhaldandi þró- un, svipaðri og hingað til, en þ.e. að hávaðamcngunin, og þá sér- staklega frá bifreiðaumferðinni, breiðist í auknum mæli yfir á þau tímabil sólarhringsins, sem fólk þarnast hvíldar og svefns. En slík er þróunin orðin víða erlendis, og

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.