Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Síða 31
ins. Rit. 111/1981. Umferðarhávaði og hugsanlegar aðgerðir í skipulagi. 11. Öryggisseftirlit ríkisins 50 ára. Skýrslaumstarfsemina 1928- 1978. 12. Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri. Rit Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðun. nr. 1/1980. 13. Bifreiðaskýrsla Hagstofu íslands og Bifreiðaeftirlitsrík. l.janúar 1982. 14. Skýrsla Bifreiðaeftirlits rík. 1981. 15. Lennart Persson, Miljöskydd Publica, Stockholm. 16. OECD Publications. Conference on Noise Abetement Policies 7th - 9th May 1980. 17. OECD Publications. Reducing Noise in OECD Countries. Harald Holsvik UM LOFTMENGUN Inngangur: I þessari stuttu grein er engin leið að gera sviðinu loftmengun nein tæmandi skil. Þannig verður hér á eftir ekki minnst á eitt einasta loftmengunarefni, né áhrif þess í umhverfinu, heldur reynt að ræða almennt um loft- mengun og kerfi til að hafa stjórn áhenni. Um stjórnun loftgæða. Með nýjum lögurn nr. 50/1981 eru Mengunarvarnir settar á stofn sem sérstök deild í Holl- ustuvernd ríkisins. Undir Meng- unarvarnir falla skv. lögunum öll svið mengunar, þ.e. mengun lofts, vatns og lands, auk meng- unar af völdum hávaða og geislunar. Lögin gera ráð fyrir, að samin verði sérstök mengunar- varnareglugerð. Útagáfa reglu- gerðarinnar hlýtur að marka Mengunarvörnum ákveðna starfsfarvegi, og er því samning hennar brýnt verkefni. Um loft- mengun er tiltekið í lögum nr. 50/ 1981, að liður í væntanlegri mengunarvarnareglugerð skuli vera um varnir gegn loftmengun, þar sem fram skulu koma viðmið- unarreglur fyrir leyfilega loft- mengun. I aðalatriðum eru tvær leiðir færar til þess að hafa stjórn á gæð- um lofts. a) Að nálgast það, sem „best er hægt að gera”, tekið mið af tæknilegum og efnahags- legum aðstæðum. b) Að setja staðla fyrir hvers kon- ar loftmengun, sem ckki sé heimilt að fara yfir. Best er að sameina báðar þessar leiðir, og raunar verður það að teljast allt að því nauðsyn. Leið a) er ekki fullnægjandi vegna þess að hún leyfir aukningu loftmeng- unar án þaks. Fyrr eða síðar kem- ur að því, að mengun á ákveðnu svæði, þar sem t.d. iðnaður er mikill, nái óviðunandi stigi, jafnt þótt „besta” mengunarvörn sé notuð. Leið b) er ófullnægjandi að minnsta kosti af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi rýrir hún notagildi lands, því í síðasta lagi þegar stöðlun er náð, verður að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir aukna mengun, t.d. með því að skipuleggja ekki frekari um- svif á svæðinu. Stöðlun verður að sjálfsögðu náð fyrr, ef ekki eru viðhafðar „bestu” mengunar- varnir. í öðru lagi er það takmarkið með mengunarvörnum að halda í lágmarki loftmengun frá allri starfsemi á ákveðnu svæði um leið og þess er gætt, að hvergi innan svæðisins sé mengun yfir stöðl- um. Takmarkið með mengunarv- örnum er aldrei að leyfa loft- mengun að ná gildi rétt neðan staðla á öllu svæðinu. A myndinni hér að ofan hafa þessir 2 stjórnunarþættir loft- gæða, þ.e. nálgun þess sem „best er hægt að gera” og setning staðla verið teiknaðir inn. Mengunin fylgir línum A og B við misgóðar, en línu C við „bestu mengunar- varnir”. I punkti D er staðli náð, og eftir það ætti ekki að leyfa aukningu á mengandi þáttum nema að gera kröfur til meng- Staðall aukinnar mengunar. unarvarná, sem er umfram það, sem „best er hægt að gera”. Slikt verður hins vegar ekki gert nema með opinberri aðstoð. Þegar stjórnun loftgæða er sl /. þessum tveim grundvallar- atriðum, er talið áhrifaríkt að vinna á eftirfarandi hátt: 1) Að starfsemi allra nýrra mengunarvalda sé háð leyfi í hverju séu gerðar mengun- arvarnarkröfur til starf- seminnar, sem byggi á nálgun að því, sem „best sé hægt að gera”. 2) Að öllum starfandi en leyfís- lausum mengunarvöldum verði gefinn ákveðinn tími til að uppfylla mengunarvarna- kröfur svipaðar þeim, sem ge.rðar eru til nýrra meng- unarvalda. 3) Loftgæði í þéttbýli verði stjórnað með viðmiðun við staðla. Nokkur almenn atriði um loft- mengun. íslendingar hafa lengi verið stoltir af hrcinu andrúmslofti og tæru vatni, og víst er um það, að mengun þessara umhverfisþátta hér er ekki í líku mæli og víða annars staðar. En það táknar ekki það, að við höfum ekki okkar mengunarvandamál. Nær-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.