Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 35

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Qupperneq 35
HOLRÆSI — MIKILVÆGUSTU HREINSI VIRKIN EÐA MENGUNARVALDUR í kjölfar hinnar hröðu tækni og vísindaþróunar síðari ára hefur mönnum stöðugt orðið ljósari hin mikla nauðsyn hreinlætis og góðra hollustuhátta á öllum svið- um mannlegs lífs. I víðtækari merkingu einnig nauðsyn þess, að nútímamaðurinn með öllu því athafnalífi, sem honum fylgir, valdi ekki óbætanlegu tjóni á umhverfi sínu, jurta- og dýraríki ásamt sjálfum sér. Því er það eðli- legt, að mikið hefur verið ritað og rætt um bætta hollustuhætti og mengun, og er það vel. FYRSTU HOLRÆSIN. Allt frá dögum forn-Grikkja hafa menn á skipulegan hátt leitast við að fjarlaægja skólp úr þéttbýli, og mun skólp fyrst hafa verið notað til áveitu í Aþenu fyrir kristsburð. Elstu holræsi, sem sögur fara af, eru hin frægu holræsi Rómaborgar hinnar fornu, en segja má að Rómverjar hafi fyrstir manna hannað og byggt fullkomnar vatnsveitur og holræsi. Fyrstu holræsin voru þó einkum ætluð til að flytja regn- vatn frekar en skólp, en menn tóku síðar að leiða skólp frá hús- um sínum í þessu regnvatns- holræsi. Gífurleg stöðnun í þróun heilrigðismála og hollustuhátta einkennir tímabilið frá dögum Rómverja og þar til endur- reisnartímabilið hefst í Evrópu. Það er t.d. fyrst árið 1815 að skólp er tengt inn í holræsi Lundúna- borgar, og ekki fyrr en 1880 er skólp leitt í holræsi Parísar, en árið 1902 var fyrsta götuholræsi lagt í Reykjavík. Árið 1842 brann stór hluti Hamborgar. Við endurupp- byggingu borgarinnar var þar í fyrsta skipti sögunnar hannað al- gjörlega nýtt holræsakerfi fyrir heilan borgarhluta. Var þetta í fyrsta skipti, sem holræsakerfi var hannað á vísindalegan hátt frá byrjun og með tilliti til samfélags- legra þarfa. Athyglisvert er, að enn þann dag í dag eru notaðar margar sömu hönnnarforsendur og tæknilausnir og þá voru fyrst notaðar við holræsagerð. Vissulega hafa orðið gífurlegar breytingar á sviði tækni og samfé- lagslegra þarfa á þcssum liðlega 100 árum, og því er nú svo komið, að nauðsynlegt er að fylgjast vel með í nýjustu þróun þeirra vísinda, sem fjalla um öflun og dreifingu heilnæms vatns og íjar- lægingu og/eða eyðingu skólps og úrgangs, en þessi atriði eru ein- hver þýðingarmestu grundvallar- skilyrði fyrir velferð og þróun nú- tímaþjóðfélags. TÆKNILEG STAÐA ÍS- LENDINGA Á SVIÐI HOLRÆSA OG VATNSMÁLA. Ef litið er á ástand þessara mikilvægu mála hér á Islandi, þá verður því miður að viðurkenn- ast, að það er ekki sem skyldi. Að vísu má segja, að stór hluti þjóðar- innar njóti góðs drykkjarvatns, og eru það einkum þéttbýlissvæðin á SV-horni landsins, sem njóta góðs af landfræðilegum aðstæð- um til vatnsöflunar. Stór hluti landsbyggðarinnar er hinsvegar mjög illa á vegi staddur, hvað þessi mál varðar. Ef litið er á holræsa og frárennslismál, þá eru þau vafalaust í mun meiri ólestri ef á heildina er litið. Ekki þarf að fjölyrða um þýðingu þess fyrir þjóð, sem lifir að langmestu leyti á matvæla- framleiðslu og útflutningi þeirra, að einmitt þessi frumskilyrði góðra hollustuhátta séu í sem bestu lagi. Því er það nú löngu orðið tímabært, að gengið verði skipulega til verks til að leysa þessi miklu vandamál á fullnægjandi hátt. í þessari stuttu grein mun ekki veðra fjallað um einstök tæknileg atriði eða lausnir, enda eru þau atriði vel þekkt. Hins- vegar takmarkast lausn þessara mála frekar af fjármögnunar og stjórnmálalegum ástæðum. Með nýjum lögum frá Alþingi í fyrra um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit hefur Alþingi leitast við að samræma reglur og stjórnun þeirra mála, er mest varða velferð og heilnæm lífs- skilyrði þjóðarinnar. Hollustu- vernd ríkisins er skv. lögum m.a. falið að annast samræmingu eftir- lits samkvæmt nýrri mengunar- varnarreglugerð, en í þeirri reglugerð verður meðal annars Qallað ýtarlega um frárennsli og skólp. Þá er stofnuninni enn- fremur falið að undirbúa veit- ingu starfsleyfa fyrir allan atvinnurekstur, sem haft getur í för með sér mengun. það er ljóst, að með aukinni tæknivæðingu og þéttbýli fer magn og mengun frárennslis og skólps stöðugt vaxandi. Það er því þýðingarmikið, að þeir aðilar, sem fjalla um þessi mál, fylgist vel með auknum og nauðsynlegum kröfum þar að lútandi og taki þessi mál sem allra fyrst til heildar endurskoðunar og úrlausnar. Hafa ber í huga, að líta verður til framtíðarinnar, þegar tæknilegar lausnir eru valdar, því samsetn- ing og magn frárennslis breytist og eykst ört á tímum hraðfara tækni og búsetuþróunar. Þannig hefur t.d. efna og gerla- mengun skólps aukist á síðari árum, og stöðugt verður örðugra að gera skólpið skaðlaust, áður en það er endanlega losað út í lífrík- ið. Með sívaxandi iðnaði hefur fjöldi og magn margvíslegra eiturefna einnig aukist mjög. Mörg þessara efna eru þess eðlis, að ekki má losa þau í hafið og þau eyðast ekki í hefðbundnum skólphreinsibúnaði. Hin endan- lega losun hreinsaðs skólps, forar og eiturefna, sem hreinsuð hafa verið úr skólpi, er og verður vandamál skólphreinsitækninn- ar. Sá tími er liðinn, þegar hægt var að hleypa skólpinu stystu leið í á eða framí fjöruna. Skólphreinsitækni í hinum þróuðu löndum, en þau valda mestri umhverfismengun, beinist nú einkum í þá átt að setja strang- ar reglur um hámark eiturefna, sem leyfilegt er að losa í holræsa- kerfin. Ennfremur að hafa tvöf- öld holræsakerfi, þ.e. sérstakt

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.