Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Side 38
greina, hvað sé umhverfishættu-
legur úrgangur, en á því er eng-
inn einföld skilgreining til. Oft er
samsetning úrgangsins óþekkt,
og tiltölulega hættulaus úrgangur
getur verið mengaður með eða I
innihaldið eiturefni í litlu mæli.
Einfaldasta leiðin er að senda út
spurningaeyðublöð, en reynsla
erlendis sýnir að slík könnun gef-
ur oft ekki áreiðanlegar upplýs-
ingar. Mjög oft vita aðilar, sem á
þann hátt gefa skriflegar upplýs-
ingar, ekki hvaða eiginleika úr-
gangur frá þeim hefur. Sérstak-
lega á þetta við í smærri fyrirtækj-
um. A hinn bóginn er ekki raun-
hæft að gera ráð fyrir, að lærður
efnafræðingur eða efnaverk-
fræðingur geti heimsótt hvert
j fyrirtæki, þar sem líklegt sé, að til
| falli umhverfishættulegur úr-
gangur. Áreiðanlegar upplýs-
ingar er aðeins hægt að fá með því
að nota báðar leiðir, þ.e. heim-
sókn faglærðra aðila til ákveðinna
staða og fyrirspurnir, sem studd-
ar yrðu lögum og reglum um
upplýsingaskyldu aðila.
Til að aðstoða við val á heppi-
legustu förgunarleið úrgangs, er
nauðsynlegt, að til staðar sé listi
yfir úrgang, sem verið getur um-
hverfishættulegur. Hægt er að
gera slíkan lista á tvennan hátt.
a) Með því að útbúa lista yfír úr-
gang, þar sem ekki þarf að
gæta sérstakrar varúðar.
b) Með því að útbúa lista yfir úr-
gang, þar sem sérstakrar var-
úðarer þörf.
Aðferð a) er einfaldari og hefur
innbyggt visst öryggi, þar sem
ljóst er, að mikið af úrgangi, sem
ekki kæmi fyrir á listanun, hefði
einungis lámarks þýðingu með
tilliti til mengunar. Þetta
innbyggða öryggi er raunar tví-
eggjað sverð, þar sem það býður
í mörgum tilvikum upp á mat á,
hvað við viðkomandi úrgang
skuli gera, og veitir því ekki þeim
aðilum, sem úrgangurinn fcllur
til hjá, eða eftirlitsaðilum það
öryggi, sem þeir þurfa. Aðferð b)
er því víðar notuð. Sem dæmi má
nefna Belgíu, Holland, Dan-
mörku, Svíþjóð, Frakkland,
Þýskaland, Bretland og Banda-
ríkin. Með henni er auðvelt að
tengja saman tegund úrgangs og
magn. Á hinn bóginn er engan
■ veginn tryggt, að viss úrgangur,
sern ekki kemur fyrir á listanum,
geti ekki innihaldið umhverfis-
hættuleg efnií einhverju mæli.
Þær aðferðir, sem nú eru not-
aðar við förgun á eiturefnum og
hættulegum efnum, er hægt að
draga saman i eftirfarandi 5 höf-
uðflokka:
1) Meðhöndlun í þeim tilgangi
að endurnýta verðmæt efni
eða gera úrganginn skað-
lausan umhverfinu.
2) Urðun.
3) Að sökkva efnunum á miklu
dýpi á rúmsjó.
4) Förgun í neðanjarðarnámum.
5) Brennsla.
Meðhöndlun úrgangs í þeim
tilgangi að draga úr skaðsemi í
umhverfinu er mikilvæg og ætti
að notast, þar sem það er hægt,
áður en til förgunar kemur. Sem
dæmi úm úrgang, þar sem þessi
aðferð er einföld og mikilvirk,
eru sterkar sýrur og basar. Ef í
sýrum eru uppleystir þungmálm-
ar, þarf að gæta sérstakrar var-
úðar við förgun botnfallsins.
Endurnýting er sjálfsögð alls
staðar, þar sem hægt er að koma
henni við af kostnaðarlegum
ástæðum. Endurvinnsla er
auðveldari í úrgangi frá sérstök-
um iðngreinum, ef honum er
haldið aðgreindum frá öðrum,
Sem dæmi um endurnýtingu má
nefna margs konar málma, þar
með talið járn, endurvinnsla á
lífrænum leysiefnum, endur-
vinnsla á smurolíum eða nýting
varmans, sem í þeim og öðrum
lífrænum efnum er bundinn.
Urðun er algengasta förgunar-
aðferðin. Vandlegt val á urðunar-
stöðum er augljóslega nauðsyn-
legt. Mesta hættan við slíka förg-
unaraðferð er, að sigvatn geti
mengaðjarðvatn. Ekkert er því til
fyrirstöðu, að urðun geti átt sér
stað á sama stað og urðun venju-
legs sorps, ef staðsetning er talin
örugg. I nýlegu riti sem gefið er
út sameiginlega af WHO og
UNEP er sagt, að það geti jafnvel
haft kosti í för með sér, þar sem
rannsóknir hafi sýnt, að hreyfan-
leiki ýmissa eiturefna takmarkist
verulega, þegar þau séu urðuð
með sorpi. Urðun er sennilega
ódýrasta förgunaraðferðin og
ekki ólíklegt, að mest af umhverf-
ishættulegum úrgangi hér á landi
verði fargað á þennan hátt.
Förgun eiturefna í sjó er sér-
stakur kapituli. Um það efni hafa
verið gerðar margar fjölþjóð-
legar samþykktir. Má þar nefna
Oslo-, London- og Parísar-sam-
þyktina. Fyrstu tvær fjölluðu að-
eins um förgun eiturefna frá
skipum, en Parísar-samþykktin
um varnir gegn mengun af völd-
um tiltekinna efna frá landstöð-
vum. Siglingamálastofnun ríkis-
ins hefur verið falið eftirlit með
slíkum alþjóðasamþykktum.
Yfirgefnar námur hafa verið
notaðar til að farga sérlega hættu-
legum úrgangi. Dæmi eru gamlar
saltnámur í Vestur-Þýskalandi og
kolanámur í Englandi. Slíkar
námur geta verið öruggar, ef þær
eru vatnsþéttar og vel fyrir neðan
grunnvatn. En öryggi gegn
jarðraski er ekki hægt að tryggja.
Brennsla er í sumum tilfellum
eina viðunandi förgunaraðferð-
in, en hafa verður ávallt stjórn á
slíkri brennslu. Sérstakar brenn-
slustöðvar eru nú víða starfandi,
búnar góðum mengunarvörnum.
Það sem ekki brennur, er oft
bundið í gler og uðað síðan. Viss
efni, sem erfítt er að verjast
mengun frá, þegar þau eru
brennd, hafa verið brennd í
skipum úti á rúmsjó. Þetta á t.d.
við um klóreruð kolvetni. Brenn-
sla er mjög dýr aðferð og ekki lík-
legt, að hún verði mikið notuð
hér á landi. Ef ákveðið verður að
brenna einhverjum litlurn hluta
úrgangsins, má hugsa sér að gera
samning við brennslustöðvar er-
lendis.
Ólafur Pétursson, forstöðumað-
ur.
38