Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 5
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
5
Birgir H. Sigurðsson,
ÞRÓUN BYGGÐARÁ
HÖFUÐBORG ARSVÆÐIN U
í þessari samantekt verður reynt að
gera í örstuttu máli grein fyrir þró-
un byggðar á höfuðborgarsvæðinu.
En þessa daganna er einmitt unnið
að lokaundirbúningi fyrir gerð
skipulagsáætlunar, sem kemur til
með að ná til alls höfuðborgar-
svæðisins. Mun áætlun þessi taka til
helstu þátta er snerta byggð á svæð-
inu. Drög að efnisþáttum skipulags-
áætlunarinnar liggja nú frammi á
Skipulagsstofunni. Fyrirhugað er
að þessum ætti starfsins verði lokið
fyrir næstu sveitarstjórnarkosning-
ar, — sumarið 1986.
Höfuðborgarsvæðið er rúmir 1.000
km2 að flatarmáli og nær allt frá
Hvalfirði í norðri og rétt suður fyrir
Straumsvík. Höfuðborgarsvæðinu
tilheyra því eftirtalin sveitarfélög:
Kjósarhreppur, Kjalarneshreppur,
Mosfellssveit, Reykjavík, Seltjarn-
arnes, Kópavogur, Bessastaða-
hreppur og Hafnarfjörður. I þess-
um 9 sveitarfélögum búa nú um
54% þjóðarinnar. Tvö þau fámenn-
ustu; Kjósarhreppur og Kjalarnes-
hreppur verður að telja til strjálbýl-
is þar hefur meirihluti íbúanna
framfæri sitt af landbúnaði.
Síð'ustu árin hefur þó myndast þétt-
býliskjarni í Bergsvík á Kjalarnesi í
næsta nágrenni Vesturlandsvegar-
ins. Önnur sveitarfélög á svæðinu
geta vart talist til strjálbýlis.
Þungamiðja höfuðborgarsvæðisins
miðað við íbúafjölda hefur á þess-
ari öld verið smám saman að færast
úr miðbæ Reykjavíkur austur eftir
Seltjarnarnesinu og er nú í nám-
unda við Borgarspítalann. Nú er
talið að byggð á höfuðborgarsvæð-
inu geti vart haldið áfram að þróast
í austurátt svo afgerandi sé. Miklu
frekar mætti ætla að þungamiðjan
yrði um sinn á þessum stað og færð-
ist síðan annað hvort til suðvesturs
eða norðaustur, — eftir því hvernig
byggðin mun þróast.
Það eru ýmsir þættir sem koma inn
í myndina þegar rætt er um þróun
byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Má
m.a. nefna þætti frá náttúrunnar
hendi s.s. hæð lands yfir sjávarmáli,
halla lands eða brattlendi, hvernig
landið veit á mót sólu, bergsprung-
ur, vatnsverndarmörk og síðan
svæði sem skulu vernduð vegna sér-
stæðrar náttúru, - náttúruverndar-
svæði. Með því að meta þessa þætti
með tilliti til byggðar þá er hægt að
afmarka með nokkuri vissu bygg-
ingarhæft land á svæðinu. En síðan
er það spurningin hvernig byggðin
þróast innan marka þessa bygging-
arhæfa lands. Til að leitast við að
svara þannig spurningu verður m.a.
að skoða núverandi byggð, - þætti
eins og samgöngumöguleika, lóða-
framboð, tegund uppbyggingar eða
tegund húsnæðis, atvinnumögu-
leika og þjónustu s.s. skóla og
verslanir. Síðan meta út frá þeim
hver hraði uppbyggingarinnar verð-
ur á hverju svæði fyrir sig.
Ef þetta hljómar einfalt þá er
reyndin önnur, því það eru fjöldinn
allur af öðrum þáttum sem koma
hér við sögu s.s. landsmálin. Til
dæmis þegar vel árar hjá þjóðarbú-
inu virðist fólk frekar leita út frá
nöfuðborgarsvæðinu, en komi síð-
an aftur þegar málin ganga verr.
Myndun þéttbýlis hefur verið hröð
á höfuðborgarsvæðinu. Hversu
hratt hún gekk fyrir (sjá mynd 1)
minnir á afleiðingu iðnbyltingarinn-
ar á vesturlöndum, - þegar fólkið
flykktist úr sveitum til þéttbýlis-
kjarnanna m.a. í leit að atvinnu.
Hér á landi áttu þessir fólksflutn-
ingar sér einnig stað aðeins einni og
hálfri öld seinna. Um síðustu alda-
mót voru íbúar höfuðborgarsvæðis-
ins um 8.000 talsins eða svipað
þeim fjölda og nú býr í Seljahverf-
inu í Reykjavík. En síðan þá hefur
íbúatalan aukist að meðaltali um
1.500 manns á ári hverju. í lok
síðastliðins árs var íbúatala svæðis-
ins um 128 þús.
Þús.
íbúar
Mannfjöldaþróun á Höfuðborgar-
svæðinu
Hvað varðar hlut höfuðborgar-
svæðisins af íbúafjölda landsins
alls, þá hefur hann einnig tekið
miklum breytingum frá síðustu
aldamótum. í raun er um að ræða
tvö tímabil í þessu sambandi og
sjást þau glöggt á mynd 2.
1900 1920 1940 1960 1980 2000 2020 ÁR
HLUTFALL HÖFUÐBORGAR-
SVÆÐISINS AF ÍBÚATÖLU
LANDSINS.
Hið fyrra varir í um 60 ár eða frá
síðustu aldamótum til ársins 1960,
þegar hlutur höfuðborgarsvæðisins
breyttist úr 10% í um 50%. Eftir
1960 tekur síðara tímabilið við, það
stendur raunar enn; tímabil þar
sem áðurnefnt hlutfall hefur sára-
lítið breyst, verið í kringum 53%.
Samkvæmt mannfjöldaspám mun