Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 7
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
7
þetta hlutfall höfuðborgarsvæðisins
af íbúatölu landsins haldast nokkuð
stöðugt a.m.k. fram að næstu alda-
mótum.
Milli þessara tveggja tímabila eru
vissulega skörp skil. Hluta af skýr-
ingunni er efalaust að leita í hinni
svo kallaðri byggðastefnu, - þegar
fjármagni úr opinberum sjóðum er
veitt í allrílcum mæli til ýmissa
byggðalaga út um land og þá til
framkvæmda er veittu aukna at-
vinnu, þannig að byggðalögin héld-
ust áfram í byggð.
Það er einnig athyglisvert hve hlut-
fallsleg skipting íbúa höfuðborgar-
svæðisins eftir atvinnugreinum hef-
ur breyst síðustu 20 árin eða svo
(sjá mynd 3).
%
Hlutfallsleg skiptlng íbúa höfuð-
borgarsvæðisins eftir atvinnu-
greinum.
Ef miðað er við heildarfjölda starf-
andi á svæðinu, þá hefur fjöldi
mannára (starf eins manns í eitt ár)
í iðnaði, samgöngum, byggingar-
iðnaði og sjávarútvegi farið fækk-
andi. Aftur á móti hefur orðið mikil
aukning á sviði viðskipta og þjón-
ustu, sérstaklega á því síðartalda.
Er nú svo komið að í þessum grein-
um atvinnulífsins starfa 57% allra
virkra framteljenda á höfuðborgar-
svæðinu. En í frumgreinum svoköll-
uðu landbúnaði og sjávarútvegi
starfa nú aðeins milli 4 og 5%. Á
öllu landinu er þetta sama hlutfall
32%.
Efalaust eru til margar skýringar á
áðurnefndum breytingum. Kannski
er hluta þeirra að leita í fram-
kvæmd byggðastefnunnar og þá
þannig að fólk sem hefur flutt til
höfuðborgarsvæðisins síðustu 20
árin hefur fyrst og fremst hafið störf
í þjónustu og viðskiptagreinum. At-
vinnutækifærin hafa einnig verið
hvað flest þar. Aftur á móti hefur
fólk sem starfar sérstaklega í iðnaði
og byggingarstarfsemi á áður-
nefndu tímabili fluttst út á land í
kjölfar „byggðapeninganna“. En
þess skal einnig getið að hluti af
skýringunni eru hin svokölluðu
„margfeldisáhrif". Felst hún í því
að aukin atvinna úti á landi orsakar
enn fleiri atvinnutækifæri á höfuð-
borgarsvæðinu og þá einkum í
þjónustu- og viðskiptagreinum. Er
nú talið að þessar fjölmennustu
greinar atvinnulífsins á höfðborgar-
svæðinu, geti vart tekið við fleirum
til starfa og bent er á áð vaxtar-
broddinn sé í staðinn að finna í
iðnaðargreinum og þá einkum
framleiðsluiðnaði með útflutning í
huga.
Á Skipulagsstofu höfuðborgar-
svæðisins hefur verið reynt að meta
atvinnuþátttöku íbúa svæðisins og
hvernig fjöldi starfandi manna gæti
hugsanlega breyst á komandi árum.
Þessari athugun var gerð nokkur
skil í síðasta hefti Skipulagsmála (1.
TBL. 5. ÁRG. APRÍL 1984). En
þar kom m.a. fram að um 15.000
manns muni að líkindum bætast við
atvinnumarkað höfuðborgar-
svæðisins næstu 20 árin.
Aldursskipting íbúa höfuðborgar-
svæðisins hefur einnig tekið breyt-
ingu síðustu 20 árin, því meðalaldur
þeirra hefur hækkað (sjá mynd 4).
Árið 1960 voru t.d. 6% íbúanna 65
ára og eldri,en nú er hlutfall þeirra
um 10%. íbúar svæðisins yngri en
15 ára voru 36% en eru 25% í dag.
Sem ástæðu má nefna betri lífskjör,
eitthvað lækkandi fæðingartíðni, og
aldraðir hafa í ríkari mæli flust til
höfuðborgarsvæðisins, vegna góðr-
ar þjónustu á vegum hins opinbera,
- heimili fyrir aldraða hafa víða ver-
ið reist á svæðinu og fullkomin
%
100
90
70
60
50
40
30
20
10
0
1960 1980 2000 AR
Aldursskipting íbúa
höfuðborgarsvæðisins
heilbrigðisþjónusta er jafnframt til
staðar. Ein skýringin á því hve
meðalaldur íbúa höfuðborgarsvæð-
isins hefur hækkað síðustu árin
kann einnig að felast nokkuð í því
að til svæðisins hafi á sínum tíma
frekar flutt ungt fólk í leit að at-
vinnu eða til að setjast í skóla og
síðan sest þar að. Með tíð og tíma
hafa foreldrarnir síðan fylgt á eftir.
65 ára og eldri
Yngri en 15 ár?.
Samfara mikilli fólksfjölgun síðustu
áratugi m.a. hefur byggð á höfuð-
borgarsvæðinu þanist út. Mynda-
röðin hér til hliðar ætti að bera því
best vitni, en með henni er reynt á
stflfærðan hátt að sýna þróun
byggðarinnar frá síðustu alda-
mótum. Elsta byggðin er í „hafnar-
bæjum“ Reykjavík og Hafnarfirði.
Utan þessara bæja tók þéttbýli vart
að myndast fyrr en um miðja öldina
og þá fyrst í Kópavogi, Garðabæ og
á Seltjarnarnesi, en síðar í Mosfells-
sveit og á Álftanesi. Fyrst í stað
voru þessir þéttbýliskjarnar nánast
svefnbæir, en nú hin síðari ár hefur
atvinnustarfsemi einnig náð að
blómstra á þessum stöðum þannig
að nokkurt jafnvægi virðist vera að
nást milli sveitarfélaganna hvað
þetta varðar.