Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 13

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 13
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 13 Bjarki Jóhannesson STJÓRN OG SKIPULAG BORGARSVÆÐA Á undanförnum áratugum hafa komið fram ný vandamál við stjórn- un og skipulag borga. Vandamál þessi tengjast nýrri tegund borga, sem nefna mætti fleirkjarna stór- borgir (polycentric metropolis). Þær þekja oft mikið landsvæði og eru orðnar til við samruna smærri borga. Dæmi um slíka fleirkjarna „stórborg“ er höfuðborgarsvæðið okkar, oft nefnt „Stór-Reykjavík“. Upphaflega voru allar borgir ein- kjarna (monocentric). Þær uxu út frá einni miðju, voru venjulega smáar og þjónuðu ákveðnum til- gangi, voru t.d. miðstöðvar hernað- ar eða verslunar. Atvinnurekstur var í smáum stfl, einkum verslun og handiðnaður. Með iðnbyltingunni varð sú breyting að stærri fram- leiðslueiningar urðu hagkvæmar, og borgirnar urðu miðstöðvar fram- leiðslu. Við þetta fækkaði sjálfstæð- um atvinnurekendum, en ný og fjölmenn stétt fólks varð til, launþegastéttin. Þetta leiddi til þess að fólksfjöldi jókst gífurlega í borg- unum, og þær stækkuðu og þéttust. Samt sem áður uxu þær áfram út frá einni miðju, miðborginni, sem inni- hélt stjórnsýslu, verslanir og all- flesta vinnustaði. Flatarmál borg- anna takmarkaðist við þá vega- lengd sem hægt var að fara fótgang- andi til vinnu, eða ferðast með frumstæðum farartækjum. Allt þetta breyttist með tilkomu bílsins, borgir tóku víða að vaxa stjórnlaust og gleyptu þá sveitir og minni bæi eða runnu saman við aðr- ar borgir. Ný tegund borga leit dagsins ljós, fleirkjarna stórborgir. Þær eru allt annars eðlis en ein- kjarna borgir. Þær eru yfirleitt orðnar til úr mörgum sjálfstæðum bæjum og sveitarfélögum, hvert með sinn miðbæ, verslanir og stjórnsýslu, byggðin er dreifð og blönduð, og borgirnar eru flóknar. í slíkri stórborg geta líka verið ótal lögsagnarumdæmi. Oft leiðir þetta til skorts á samræmingu á stjórn og skipulagi. Mörg ráð hafa verið reynd til að bæta úr þessu og skuiu þau helstu nefnd hér. Fyrst má nefna þá leið að yfirfæra stjórnkerfi einkjarna borga yfir á fleirkjarna borgir, þ.e. að slá ólík- um lögsagnarumdæmum saman í eitt stórt. Þetta hefur m.a. verið gert í Stokkhólmi og fleiri borgum á Norðurlöndunum. Það hefur þann kost í för með sér að samræming á skipulagi ólíkra svæða verður ein- föld, þar sem einn aðili sér um allt verkið. Stjórnun verður að sama skapi auðveldari, og oft sparar þetta bæði fé og tíma. Gallarnir eru hins vegar einnig margir. Einn af hornsteinum lýðræðis er að hinn almenni borgari geti haft viss áhrif á ákvarðanatöku, og þar með geti hann haft áhrif á nánasta umhverfi sitt. Reynslan sýnir að betri árang- ur næst, ef stjórnunareiningar eru smáar, og ef fólk skynjar samfélag sitt sem tiltölulega smátt. M.a. má nefna að reynsla Dana af þátttöku almennings í skipulagi er mjög á þennan veg. Þar sem slík sameining hefur verið reynd á Norðurlöndun- um hafa þessir annmarkar komið í ljós, og er nú víða reynt að færa ákvarðanatöku aftur út til íbúa borgarhlutanna. í öðru lagi má nefna frjálsa sam- vinnu sveitarfélaganna, t.d. um skipulagsmál. Þetta hefur víða ver- ið reynt, og er það t.d. algengasta formið í Bandaríkjunum, þar sem mikil andstaða er gegn hvers konar miðstýringu valds. Útkoman hefur orðið nákvæmlega þveröfug við fyrsta tilfellið, einstaklingurinn hef- ur víða mikil áhrif á umhverfi sitt og ákvarðanatöku, en samræming er oft í molum, og slíkt frjálst sam- starf hefur nær aldrei skilað tilætl- uðum árangri. Þetta stafar bæði af því að hagsmunir sveitarfélaganna rekast oft á, og einnig er fjármagn til framkvæmda takmarkað, en stjórnmálamenn vilja einkum verja fé í framkvæmdir sem skila at- kvæðum í þeirra eigin sveitarfélagi. í þriðja lagi má svo nefna þá leið að hluti ákvarðanatöku færist yfir á sameiginlega borgarstjórn, en flest- ir málaflokkar séu áfram í höndum hinna einstöku sveitarfélaga. Þetta form getur því aðeins skilað árangri að í upphafi sé málaflokkum skipt þannig milli sameiginlegu stjórnar- innar og sveitarfélaganna að engir árekstrar verði, og mörk séu hvergi óljós. Þetta form hefur m.a. verið reynt á Kaupmannahafnarsvæðinu (Hovedstadsraadet), og í nokkrum bandarískum borgum, t.d. í Indianapolis, þar sem það hefur gefist vel. Breska svæðisskipulag- skerfið (Structure Plans) líkist þessu að ýmsu leyti, en áhrif ríkis- valdsins eru þar mun meiri. Þetta stjórnarform sameinar kosti fyrri formanna beggja og virðist vera at- hyglisvert, þar sem það er sérsniðið að fleirkjarna borgum. T.d. mætti athuga þessa leið hér á höfuðborg-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.