Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 14
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
14
arsvæðinu, þar sem erfitt hefur
reynst að gera samræmt svæðis-
skipulag. Við skulum nú athuga
lauslega hvernig hægt er að ákveða
skiptingu málaflokka milli sam-
eiginlegu stjórnarinnar og sveitarfé-
laganna.
1. ÞJÓNUSTA OG KERFI
Þessi þáttur er undirstaða þess að
borgir geti starfað, og er hann því
afar mikilvægur. Fyrst og fremst
verður að líta á málið frá sjónarhóli
borgaranna, sem njóta góðs af kerf-
inu/þjónustunni, en að sjálfsögðu
einnig með hliðsjón af rekstri kerf-
isins sjálfs. Eftirtalin atriði eru þau
mikilvægustu:
a) Hvað nær sjálfstæð eining yfir
stórt svæði í kerfinu/
þjónustunni?
b) Hvaða skipulags- og stjórnunar-
eining tryggir bestan árangur?
c) Hvaða skipulags- og stjórnunar-
eining tryggir hagkvæmastan
rekstur kerfisins/þjónustunnar?
d) Eru bæði kostnaður og hagnaður
innan sama stjórnunarsvæðis?
Hér má taka gatnakerfið sem
dæmi. Stofnbrautir spanna alla
borgina og samræming innan allrar
borgarinnar er nauðsynleg til að
stofnbrautakerfið þjóni íbúunum
vel. Hugsanlegt er að meiri hag-
kvæmni náist ef einn aðili sér um
skipulag alls kerfisins. Hins vegar
getur eitt sveitarfélag hagnast á
kostnað annars, þar sem vegur er til
hagsbóta þeim sem ekur hann, en
til óþæginda og jafnvel ama þeim
sem býr við hann. Stofnbrautakerf-
ið ætti þannig að vera skipulagt af
sameiginlegu stjórninni, en hvert
sveitarfélag ætti að hafa viss áhrif á
nákvæma legu stofnbrauta um sitt
svæði. - Safnbrauta- og húsagatna-
kerfin spanna hins vegar aðeins eitt
hverfi eða borgarhluta, og sá sem
býr næst svæðinu ætti að vera best í
stakk búinn til að skipuleggja það,
þ.e. viðkomandi sveitarfélag.
Hagnaður og kostnaður eru hér
innan sama borgarhluta, og stórar
einingar leiða ekki nauðsynlega til
hagkvæmni. Skipulag þessara kerfa
ætti því að vera í höndum hinna
einstöku sveitarfélaga.
2. BORGARMYNSTUR
Undir þennan þátt flokkast m.a.a
landnotkun, íbúða- og atvinnu-
dreifing, verslanamynstur, um-
hverfismál o.m.fl. Hér ættu eftirtal-
in þrjú atriði að vera til viðmiðun-
ar:
a) Hvað nær sjálfstæð eining yfir
stórt svæði?
b) Hvaða skipulags- og stjórnunar-
eining tryggir bestan árangur?
c) Falla kostir og ókostir innan
sama skipulags- og
stjórnunarsvæði?
Ekki er hér rúm til að taka ítarleg
dæmi, en nefna má að ef sameigin-
lega stjórnin hefði það verkefni að
ákveða grófa dreifingu íbúðar- og
atvinnusvæða, mætti stytta meðal-
akstursvegalengd til vinnu, og upp-
fylla að því leyti öll þrjú atriðin.
Nákvæm staðsetning svæðanna ætti
hins vegar að vera í höndum hvers
sveitarfélags.
3. JÖFN AÐSTAÐA
BORGARANNA
Hér má t.d. nefna það markmið að
allir eigi kost á atvinnu og húsnæði
við sitt hæfi í hvaða hluta borg-
arinnar sem er, og að allir hafi
sömu aðstöðu til menntunar. Hér-
lendis gæti t.d. gróf dreifing félags-
legra íbúða verið í höndum sam-
eiginlegu stjórnarinnar.
4. ÁHRIF FÓLKS Á UMHVERFI
OG ÁKVARÐANIR
Drepið var á þetta atriði hér að
framan, og þegar skipulags- og
stjórnunareiningin ákvarðast ekki
af áðurnefndum atriðum 1-3, ætti
að miða við að hún sé ekki stærri en.
svo að hinn almenni borgari geti
haft þau áhrif á umhverfi sitt og
ákvarðanatöku sem lýðræðislegt
stjórnskipulag gerir ráð fyrir.
Þessi upptalning sýnir að skipting
verksviðs milli sameiginlegu stjórn-
arinnar og sveitarfélaganna er fylli-
lega möguleg. mis atriði hafa hér
verið látin liggja milli hluta, eins og
skipan hinnar sameiginlegu stjórn-
ar og fjármögnun, en athyglisvert
væri að athuga nánar hinar erlendu
borgir sem reynt hafa þetta
stjórnkerfi í þessu sambandi. Ef
ekki þætti fýsilegt að stíga skrefið
til fulls og taka upp sjálft
stjórnkerfið, mætti a.m.k. nota áð-
urnefnd atriði til að ákveða hvaða
þættir skipulags eiga heima í svæða-
skipulagi, og hverjir eiga alfarið að
vera í höndum einstakra sveitarfé-
laga. Það gæti til dæmis verið raun-
hæfasta leiðin hér á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem fæðing sjálfs
stjórnkerfisins gæti orðið löng og
erfið.
Bjarki Jóhannesson: ílanning and
Administrative Regions in the
Metropolis. University of Illinois,
U.S.A., 1982.
Nordisk plankonferens, Reykjavík
1984, fyrirlestrar og umræður.