Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Qupperneq 19
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 19 veruleikann í íslenskt byggða- og bæjaskipulag. Skýringuna tel ég vera þá að þeim er starfað hafa að gerð skipulagsáætlana hefur ekki tekist að sannfæra stjórnmálamenn um ágæti skipulagsins. Hingað til hafa skipulagsgreinargerðir því ver- ið í ætt við heimildasöfnun sagn- fræðinga, - þar er lögð meiri áhersla á það sem var heldur en það sem hugsanlega gæti orðið þ.e. vanga- veltur um framtíðina og að hverju skuli stefnt varðandi þróun byggð- ar. Það hlýtur að vera til hagsbóta fyrir sveitarfélög sem ætla sér að starfa saman að skipulagsmálum að geta séð meginlínurnar í byggðaþróun þess svæðis sem sveitarfélögin mynda. „Stórt aðalskipulag" er ekki rétta aðferðin til þess. Pétur Jónsson TRJÁRÆKTARSTEFNA Á HÖFUÐBORG ARSVÆÐIN U í JÚNÍMÁNUÐI 1982 kom stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu vinnuhóp á laggirnar er annaðist samræmingu áætlana og aðgerða í trjárækt. Vinnuhópur þessi er kallaður trjáræktarnefnd. í henni sitja Þórður Þ. Þorbjarnar- son formaður, Birgir H. Sigurðs- son, Snorri Sigurðsson, Auður Sveinsdóttir, Steinþór Einarsson. í mars s.l. tók Magnús Jónasson sæti Steinþórs Einarssonar. Nefndin hefur haldið fjölda fuda og varð- andi störf nefndarinnar þá vísast í ársskýrslu og áfangaskýrslu, auk greina í Skipulagsmálum (2/83). Á fundum trjáræktarnefndar var framan af mikið rætt um stjórnun og skipulag framkvæmda. Síðan hefur verið fjallað um íslenskan plöntustaðal sem tryggt gæti að vissum gæðakröfum yrði fylgt. Sú umræða hefur leitt til þess að hafin var vinna að staðlinum og liggja nú fyrir drög að honum. Bygging- arleyfisumsóknir hafa verið teknar fyrir og betrumbættar með það í huga að tekið sé tillit til þess gróðurs sem vex á staðnum og garð- yrkjumanni bæjarins sé gefin kost- ur á að líta eftir að honum sé ekki spillt. Einnig hefur verið rætt um að merkja trjágróður á uppdrætti aðal- skipulags og fjallað hefur verið um þær aðgerðir sem mættu verða til þess að trjáræktun yrði meira stunduð. Komið hefur til tals að leggja kvaðir um gróðursetningu á trjám á iðnaðarfyrirtæki, þannig að eitt tré yrði gróðursett fyrir hver 5 bifreiðastæði á lóðum þeirra. Talað hefur verið um að kanna í innri byggð og útmörk hve mikið lifir af þeim trjám sem gróðursett hafa verið og hvort megi kenna nú- tímaaðferðum við gróðursetningu um trjádauðann. í febr. var Pétur Jónsson ráðinn sem starfsmaður trjáræktarnefndar og Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins og er sú vinna komin á lokastig. Má gera ráð fyrir að skýrslan ásamt kortum verði tilbúin haustið 1984. En erum við tilbúin að auka trjá- rækt til muna? Höfum við næga fagþekkingu, reynslu, fjármagn? Þrífast tré og runnar svo vel hér að gera megi ráð fyrir gróðursetningu þeirra sem föstum þætti í skipulagi bæja? Þessum spurningum getum við svarað játandi. Við sæmilegar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu hafa trjálundir náð 6-8 m hæð á 40 árum. Gerir nokkur sér grein fyrir því hvernig höfuðborgarsvæði liti út í dag ef trjám hefði verið plantað skipulega. Enn er þó ekki komin reynsla á einstaka trjátegundir. Teikningin sýnir göngustíg og gróðurbelti umhverfis. Hugsum okkur slíkt belti miðað við vaxtar hraða trjáa og runna eftir 1) - skömmu eftir útplöntun. 2) - eftir 20 ár. IOM ~5« ULéJL- "lOM “5M

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.