Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Síða 21
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
21
Birgir H. Sigurðsson
ÚTIVIST OG FRÍTÍMAIÐJA -
TILLAGA AÐ STEFNUMÖRKUN
INNGANGUR
í byrjun júní 1983 var send út til
umsagnar greinargerð Skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðisins „UTI-
VIST OG FRÍTÍMAIÐJA.
DRÖG AP STEFNUMÖRKUN“.
Var óskað eftir athugasemdum og
ábendingum við greinargerðina, -
einkum við umræðutillögur þær
sem í greinargerðinni voru settar
fram.
Nokkur fjöldi athugasemda barst
Skipulagsstofunni á því ári sem lið-
ið er síðan greinargerðin var send
út. Hin upphaflegu drög að stefnu-
mörkun í útivistar- og frítímamál-
um höfuðborgarsvæðisins hafa því
tekið nokkrum breytingum.
TILLAGA AÐ
STEFNUMÖRKUN
I. ALMENN ATRIÐI
1. Aðstaða allra íbúa höfuðborgar-
svæðisins til útivistar og frítímaiðju
verði gerð sem jöfnust m.t.t. greina
eða áhugasviða. Sérstaklega verði
að því stefnt að börn, unglingar og
hreyfihamlaðir geti nýtt þessa að-
stöðu til jafns við aðra.
2. Sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu samræmi og/eða stuðli að
því að komið sé upp sameiginlegri
aðstöðu í ákveðnum flokkum/grein-
um útivistar og frítímaiðju á svæð-
inu. Að jafnaði yrði þeim flokkum/
greinum veittur forgangur sem
flestir stunda.
3. Greitt verði fyrir frjálsum fé-
lagasamtökum sem hafa hug á að
koma sér upp sameiginlegri að-
stöðu á höfuðborgar- svæðinu að
svo miklu leyti sem það er unnt.
Skulu framkvæmdir félagasamtaka
sem og opinberra aðila vera í sam-
ræmi við samþykkt heildarskipulag
þessa málaflokks svo og aðra þætti
landnotkunar á höfuðborgarsvæð-
inu.
4. Upplýsingar um útivistar- og frí-
tímamál höfuðborgarsvæðisins
verði auknar, samræmdar og gerð-
ar aðgengilegri. Á það verði litið
sem nauðsyn að upplýsa almenning
um þá möguleika sem bjóðast bæði
með bæklingum og sömuleiðis í
fjölmiðlum. Jafnframt sé almenn-
ingur fræddur um nátturuvernd og
mikilvægi góðrar umgengni.
5. Útivistar- og frítímamálum verði
gerð gleggri og ítarlegri skil í skipu-
lagsáætlunum hlutaðeigandi sveit-
arfélaga.
6. Við gerð skipulagsáætlanna verði
sérstaklega hugað að því að gera
útivistarsvæðin sem aðgengilegust.
II. EINSTÖK ATRIÐI
1. AÐSTAÐA FYRIR SIGL-
INGAR OG SPORTBÁTA
(HRAÐBÁTA)
TILLAGA
a. Sportbátar: Komið verði upp í
Reykjavík og Hafnarfirði sameigin-
legri sportbátahöfn.
b. Siglingar: Aðstöðu fyrir siglinga-
menn verði komið upp í hverju
sveitarfélagi fyrir sig, þó einkum í
Reykjavík.
2. HESTAMENNSKA
TILLAGA
a. Hestamennska sem í búfjár-
stefnu fyrir höfuðborgar- tóm-
stundagaman: svæðið, verði tekið
tillit til þess að vinsældir hesta-
mennskunar sem tómstundagaman
fólks á öllum aldri hafa aukist.
b. Jarðnæði: Jarðnæði s.s. hag-
lendi, verði ráð- stafað til hesta-
manna með hliðsjón af öðrum þátt-
um landnotkunar á höfuðborgar-
svæðinu svo og beitarþols.
c. Hesthús, 1. Hesthús í sveitarfé-
lögunum reiðgötur, verði á skipu-
lögðum svæðum. skeiðvellir: Hest-
hús utan þeirra verða ekki leyfð.
2. Á stöðum innan þéttbýlisins sem
eru aðgengilegir fyrir börn og ungl-
inga, verði gert ráð fyrir nokkrum
hesthúsum ásamt hesthúsagerðum,
ákjósanlegast í tengslum við annað
unglingastarf í sveitarfelögunum.
3. Stefnt verði að því að tengja
hesthús sem best saman við reið-
götur; aðalreiðgötum verði haldið
sem mest utan þéttbýlis.
4. Sveitarfélög og hestamannafélög
á höfuðborgarsvæðinu sameinist
um að koma upp skeiðvelli á svæð-
inu með fullkominni sýningarað-
stöðu. Æfingavellir verði á fleiri
stöðum.
3. AÐSTAÐA FYRIR BÍLA- OG
VÉLHJÓLAÍÞRÓTTIR
TILLAGA:
a. Æfinga- og Komið verði upp
sameiginlegri aðkeppnisvæði: stöðu
á höfuðborgarsvæðinu fyrir bíla- og
vélhjólaíþróttir. Ennfremur æfinga-
svæði vegna ökukennslu, hugsan-
lega í tengslum við fyrrgreindar
íþróttir.
b. Æfingasvæði Komið verið upp
æfingasvæði fyrir fyrir vélhjóla- vél-
hjólaakstur innan þeirra akstur:
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu, þar sem aðstæður leyfa.
4. AÐSTAÐA TIL SPORT-
FLUGS
TILLAGA: