Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Blaðsíða 23
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 23 Helgi Jónasson UM SKÓLA OG SKIPULAGSMÁL í lögum um skólakerfi frá 1974 er kveðið á um að skólakerfið skiptist í þrjú stig: grunskólastig, fram- haldsskólastig og háskólastig. Ríki og sveitarfélög reka sameigin- lega grunnskóla og suma fram- haldsskóla. Lög um grunnskóla voru sett árið 1974. Frumvarp til laga um fram- haldsskóla hefur nokkrum sinnum verið lagt fyrir Alþingi án þess að það hafi hlotið afgreiðslu. í lögum um grunnskóla er sveitarfé- lögum falið að sjá til þess að jafnan sé fyrir hendi í viðkomandi skóla- hverfi nægjanlegt húsnæði fyrir grunnskóla. Þessi skipan er rökrétt með hliðsjón af verkefnum sveitar- félaga í skipulagsmálum og annarri þjónustu. Engin samfélagsþjónusta snertir fleiri þegna þjóðfélagsins en sú sem veitt er í skyldunámsskólum. Það skiptir því höfuðmáli hvernig til tekst með þá þjónustu. Virk yfir- stjórn, gott starfslið, vel hönnuð og heppilega staðsett skólamannvirki eru mikilvægustu forsendur þess að vel takist til með þessa þjónustu. í lögum um grunnskóla er landinu skipt í fræðsluumdæmi. í hverju fræðsluumdæmi er fræðsluskrif- stofa. Sérfræðileg þjónusta og virkt rekstrarlegt aðhald fræðsluskrif- stofu hefur tvímælalaust leitt til veru- legra umbóta í rekstri grunnskóla. Bæði að því er varðar rekstrar- kostnað og þjónustu skólanna við samfélagið. Um skipulagsmál skóla gilda sömu lögmál og önnur skipulagsmál að vinnu við þau er aldrei að fullu lokið. Þótt búið sé að reisa skóla- hús er nýting þess ekki bundin um aldur og ævi. Húsnæðisþarfir skóla breytast eftir því sem viðfangsefni skólans, viðhorf til skólastarfs og kröfur um aðstöðu breytast. Með hliðsjón af því er mikilvægt fyrir þá sem annast skipulagsmál að hafa á hverjum tíma aðgang að upplýsing- um og starfskröftum sem geta gefið nauðsynlegar upplýsingar og lagt fram þá vinnu sem skipulagsyfír- völd þurfa á að halda til þess að geta tekið ákvarðanir varðandi þá skipulagsþætti sem snerta þjónustu skólanna. Fræðsluskrifstofur þurfa því einnig að koma inn í myndina þegar fjall- að er um skiplagsmál skóla. Nokk- ur reynsla er þegar komin á slíka vinnu hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis. Allmörg sveitarfélög í umdæminu hafa leitað til fræðsluskrifstofunnar með að- stoð á þessu sviði. Sú aðstoð sem þar hefur verið veitt hefur fyrst og fremst verið úttekt á því skólahús- næði sem fyrir er og mat á bygging- arþörf með hliðsjón af áætluðum nemendafjölda með tilliti til vænt- anlegrar byggðaþróunar á viðkom- andi stað. Þau skólamannvirki sem hafa verið reist eða ákveðin koma að sjálf- sögðu til með að þjóna sínu hlut- verki um langa framtíð. Hins vegar getur hlutverk þeirra breyst við breyttar aðstæður. Sums staðar er nú þegar þörf breytinga af þessum sökum. Þegar staðsetning skóla í þéttbýli er ákveðin er nauðsynlegt að taka m.a. tillit til eftirfarandi atriða: 1. Að upptökusvæði skóíans sé hæfilega stórt svo að nemendafjöldi verði hæfilegur miðað við uppeldis- og kennslufræðilegar forsendur svo og fjárhagslega hagkvæmni. 2. Að skólahúsið sé miðsvæðis á því skólasvæði sem skólinn á að þjóna. 3. Að gönguleiðir nemenda milli heimilis og skóla séu greiðar og að nemendur þurfi ekki að fara yfir miklar umferðaræðar á leið í skóla. 4. Að þéttbýli sé skipulagt með þeim hætti að íbúðagerðir verði það fjölbreyttar að á hverju skólasvæði verði sem jöfnust dreifing íbúa eftir aldurshópum. 5. Að fjarlægð frá ystu mörkum skólasvæðisins verði ekki lengri en sem svarar hæfilegri gönguleið. Hér að framan er ekki minnst á neinar stærðir eða fjarlægðir í tölum. Öllum hugleiðingum um það er sleppt hér, enda eru slíkir þættir afstæðir og þurfa að skoðast í samhengi við ýmsa aðra þætti sem hér er ekki fjallað um.. Þessi atriði eru sett hér fram i þeim tilgangi einum að vekja athygli á nauðsyn þess að taka tillit til þjónustu skól- anna þegar unnið er að skipulagi sveitarfélaga. Sú samstaða sem náðst hefur um skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins er vissulega mikið fagnaðarefni. I

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.