Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Síða 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Síða 25
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 25 þessum efnum er nauðsylegt að skoða sem flest atriði. í því sam- bandi má m.a. benda á nauðsyn þess að taka upp skipulega sam- vinnu Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins og fræðslustjóranna á svæðinu um skipulagsmál skóla. Fjölmörg verkefni á verkefnasviði þessara aðila eiga samleið í úr- vinnslu. Hér skulu tveir viðfangs- efnaflokkar nefndir sem dæmi: 1. Athugun á upptökusvæðum skóla á sveitarfélagamörkum þar sem svo hagar til að þéttbýli tveggja sveitarfélaga liggur saman. í þeim tilvikum má skoða möguleika á því að upptökusvæði grunnskóla séu ekki bundin við eitt sveitarfélag. 2. Skipulag framhaldsskólamála og fullorðinsfræðslu. í því sambandi má benda á að í Kópavogi, Garða- bæ og Hafnarfirði eru nú fjórir framhaldsskólar sem eru reknir sameiginlega af ríki og sveitarfé- lögum, en samkvæmt lögum um grunnskóla skal fræðslustjóri fylgj- ast með því að gildandi fyrirmælum um fræðslumál sé fylgt í þeim skólum sem kostaðir eru sameigin- lega af ríki og sveitarfélögum. Þessi ákvæði hafa enn ekki komið til framkvæmda. Á þessu sviði er nauðsynlegt að taka upp virka sam- vinnu um verkaskiptingu milli skólanna, eftir því sem við á og hagkvæmt þykir. Verkefni á sviði fullorðinsfræðslu og símenntunar þarf einnig að skoða í þessu sam- bandi. Á þessu sviði má að sjálfsögðu telja upp miklu fleiri verkefni sem eiga samleið í úrvinnslu. Hér skulu ekki fleiri upp talin, en að lokum aðeins lögð áhersla á nauðsyn þess að þjónusta samfélagsins við borg- arana sé skipulögð í samhengi og í samvinnu þeirra aðila sem þjónust- una eiga að veita. Þórir Hilmarsson SKIPULAGSMÁL MEÐ TILLITI TIL BRUNAVARNA BRUNATÆKNILEG HÖNNUN Kostnaður við fyrirbyggjandi brunavarnir, sem hluti nýbygg- ingarkostnaðar, er umtalsverður. Samkvæmt upplýsingum World Fire Statistics Centre, útgefnum í mars 1984, er hlutur brunavarna í byggingarkostnaði, miðað við árin 1979 og 1980, sem hér segir: Noregur 4,5% Bandaríkin 4,2% Ungverjaland 4,3% Frakkland 3,0% Holland 3,0% Sviss 3,0% Japan 2,5% Svíþjóð 2,5% Bretland 2,0% Danmörk 1,8% Talið er að þessi kostnaður hafi farið nokkuð vaxandi á síðustu árum. Ljóst má því vera, að bruna- varnir og skilningur á þeim eru orð- inn þýðingarmikill þáttur í mann- virkjagerð. Tölurnar hér að framan gilda fyrir allar nýbyggingar. Fyrir atvinnuhúsnæði,hótelbyggingar, vistheimili fyrir aldraða og ýmsar aðrar húsgerðir, getur hlutfalls- legur byggingarkostnaður vegna brunavarna orðið mun hærri. Brunatæknileg hönnun verður ekki gerð hér að sérstöku umræðuefni. Brunamálastofnun ríkisins hefur veigamiklu hlutverki að gegna í því efni, sbr. 3. grein laga nr. 74/1982 um brunavarnir og brunamál (a, c, f, g og j liðir). Margir koma við sögu og verkefnið er stórt og marg- brotið. Það fer eftir ýmsu með hverjum hætti hönnuðir og tæknimenn skipta með sér verkefnum við brunatæknilega hönnun. Eftirfar- andi töflu má hafa til viðmiðunar: Tafla 1. BRUNATÆKNILEG HÖNNUN FYRIR NÝBYGGINGAR Merkingar í töflu: Aðalábyrgð • hlutaábyrgð Arkitektar «o 3 C C =0 ■5 R <6 ■o 3 CQ Rafhönnuðir Lagnahönnuðir SAMRÆMING / FRUMKVÆÐI / ÁBYRGÐ + 0 Heildarskipulag + Brunahólfun - stærð oq fyrirkomulaq 0 0 Flóftaleiðir (rýmingarleiðir) + Efnisval + 0 Brunaálag (útreikningar/ákvarðanir) 0 + Byggingarmáti (brunaflokkun bygginga) + 0 Burðarvirki - útreikningar + Kröfur v/tryggingamála og afsláttarmöguleikar 0 0 Reykræsting 0 0 0 + Göt í veggi og hæðarskil / frágangur (þétting) 0 0 • 0 0 Brunaviðvörunarkerfi 0 + 0 Neyðarlýsing 0 + Útgönguljós og merkingar v/flóttaleiða o.fl. + 0 Dyrabúnaður (öryggislæsingar) + 0 Slökkvibúnaður (slöngukefli o.fl.) 0 • + Sprinklerkerfi (vatnsúðakerfi) 0 + CO* - kerfi (kolsýrukerfi) 0 + Halonkerfi 0 + Vatnsból, vatnsveitur, slökkvivatn 0 0 + Aðkomuleiðir til björgunar og slökkvistarfs 0 0 Staðsetning með tilliti til annarra mannvirkja +

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.