Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Page 32
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
32
ingatæknibyltingin hefur breytt
forsendum framleiðslu og þjón-
ustu, svo og samgangna. Straumur
nýjunga byggður á þessari þekk-
ingu hefur komið fram á sjónarsvið-
ið, nýjar vörur og tæki sem móta
hversdagslífið með margvíslegum
hætti. Framundan er önnur bylting
af völdum nýrrar þekkingar á sviði
líf- og lífefnatækni, sem margir
telja að muni á næstu áratugum
fara að hafa jafnvíðtæk áhrif á
framleiðsluaðferðir í iðnaði og
landbúnaði, svo og heilbrigðisþjón-
ustu og hin nýja upplýsingatækni.
Til að hagnýta sem skjótast þá
möguleika sem ný tækniþekking
opnar, hefur í mörgum löndum ver-
ið tekin sú stefna að hvetja til nán-
ari samskipta en áður hafa tíðkast
milli fyrirtækja, háskóla og rann-
sóknastofnana, m.a. með því að
stofna eins konar „tæknigarða“ eða
vísindaborgir. Hafa þá verið skipu-
lögð stór svæði þar sem gert er ráð
fyrir að fyrirtæki, háskólar eða
háskólastofnanir, svo og aðrar
rannsóknastofnanir og æðri skólar
fái aðsetur og reynt að skapa um-
hverfi sem er hagstætt fyrir sam-
skipti milli manna sem standa á líku
þekkingarstigi, en með mismun-
andi reynslu og viðfangsefni. Þann-
ig gefst kostur á víxlfrjóvgun hug-
mynda og gagnkvæmri aðstoð sem
reynst hefur mjög hvetjandi fyrir
framfarir.
Fyrirmyndin er fengin frá tæknibæj-
um, sem risið hafa upp í kringum
háskólana í Bandaríkjunum, MIT,
CIT, Stanford, o.fl., og víða er nú
verið að stuðla að sams konar upp-
byggingu. Japanir eru nú að byggja
vísindaborgina Tsukuba utan við
Tokyo. í smáríkinu Singapore (sem
er um 630 ferkm. að stærð og íbúa-
talan er 2,5 millj.) hafa verið lagðir
7000 ha lands undir iðngarða, en í
nánum tengslum við það er 72 ha
„vísindagarður“, þar sem rann-
sóknastofnanir og þjónustufyrir-
tæki við hátækniiðnað fá aðsetur. Á
þessum svæðum eru nú 3000 fyrir-
tæki starfandi og starfsmenn yfir
220 þús. í Lundi og Gautaborg í
Svíþjóð er hliðstæð uppbygging í
gangi í tengslum við tæknihá-
skólana á þessum stöðum.
Hugmyndir þessar eru að því leyti
sérstaklega áhugaverðar fyrir ís-
lendinga að með þessu væri hugsan-
legt að þjappa betur saman því hug-
viti og tækniþekkingu sem íslend-
ingar ráða yfir, en vegna mann-
fæðar og takmarkaðra fjármuna, en
yfirfljótandi verkefna, hafa kraft-
arnir dreifst mikið og ekki tekist
nægilegt samstarf og samskipti milli
manna, milli stofnana og milli at-
vinnulífs fyrirtækja og stofnana.
Hinir takmörkuðu kraftar eru raun-
ar eitt aðalvandamál íslenskrar
rannsókna- og þróunarstarfsemi.
Samvinnunefnd Ríkis og Reykja-
víkurborgar um skipulag á Keldna-
og Keldnaholtssvæðinu hefur
ákveðið að stuðla að þróun í þessa
átt í deiliskipulagsáætlun fyrir svæð-
ið. í þessu skyni efndi nefndin til
ráðstefnu um svæðið sem haldin var
hinn 11. maí s.l. Á ráðstefnunni,
sem um 80 manns sóttu, kom fram
mikill áhugi á málinu, ef til vill
meiri en búast mátti við, og já-
kvæður vilji til að stuðla að upp-
byggingu svæðisins í þessum anda.
Fram komu ábendingar um fjöl-
þætta möguleika til að nýta náttúru-
lega kosti svæðisins, svo og mögu-
leika til samskipta atvinnulífs, há-
skóla og rannsóknastofnana at-
vinnuveganna á svæðinu, og skiln-
ingur á gildi þess að þjappa saman
hinum ýmsu þekkingargreinum.
Bent var á að nauðsyn væri á að
skapa hvata til aukins samstarfs, og
sérstaklega þyrfti að breyta til um
fjármögnun rannsóknaverkefna
þannig að fé rynni meira til ein-
stakra verkefna, en í minnkandi
mæli í heildarsummu til stofnana.
Ennfremur yrði þáttur atvinnufyrir-
tækja í fjármögnun og framkvæmd
rannsókna að aukast til að fyrirtæki
og stofnanir skynjuðu gagnkvæman
hag af samksiptunum og mætu
hann að verðleikum.
Á ráðstefnunni komu einnig fram
fyrirvarar um að nýting vestursvæð-
is háskólans yrði að fylgja með, og
ekki mætti gleyma þörfum grund-
vallarrannsókna, þar sem ekki yrði
komið við þátttöku fyrirtækja og
ekki mætti eingöngu hugsa um
skammtímaávinning af rannsókn-
um. Pá væru látnar í ljósi áhyggjur
af áhrifum samþjöppunar á byggða-
jafnvægi í landinu. Slíkt hverfi
kynni að laða til sín fyrirtæki og
framtak, sem aftur kynna að draga
úr vexti annars staðar.
Varðandi áhyggjur af byggðaáhrif-
um af slíkri skipulagðri samþjöpp-
un þekkingarstarfsemi og iðnaðar
er þó það að segja, að allar líkur
eru á að þau geti allt eins orðið
jákvæð. í fyrsta lagi er ljóst að án
samþjöppunar af þessu tagi er alls-
endis óvíst að nokkur umtalsverð
þróun hátækniiðnaðar verði. Fyrstu
skrefin eru erfið og við þurfum á
öllu að halda til að koma þróuninni
af stað. í öðru lagi er eins líklegt að
samþjöppunin leiddi fyrst og fremst
til þróunar á nýjum fyrirtækjum og
nýrri framleiðslu, sem að líkindum
hefði annars ekki komið til og tekur
þannig ekkert frá öðrum. í þriðja
lagi er líklegt að með þessum hætti
gætu risið upp mun öflugri stofnan-
ir og betri aðstaða til að veita ráð-
gjöf og aðstoð við fyrirtæki út um
landið. í þessu sambandi skal minnt
á að Iðntæknistofnun íslands hefur
nýlega verið falið að samræma og
veita aðstoð við störf iðnráðgjafa í
hinum ýmsu landshlutum og stefnir
að því að bæta þjónustu sína við
fyrirtæki úti á landi, m.a. í gegnum
þessa tengiliði. Til umræðu er einn-
ig stofnun útibúa. Öflugur bakhjarl
í aðalstöðvum á Keldnaholti er al-
gjör forsenda góðrar þjónustu við
landsbyggðina. Vísa má til reynslu
hjá tæknistofnununum tveimur í
Danmörku, sem hafa miðlunar-
skrifstofur í flestum héruðum Dan-
merkur, en höfuðstöðvar annars
vegar í Kaupmannahöfn og hins
vegar í Árósum.
Okkar eigin reynsla sýnir að með
vexti rannsóknastofnana atvinnu-
veganna á síðustu 10 árum hafa af-
köst þeirra í gagnlegum rann-
sóknaniðurstöðum og upplýsingum
til atvinnuveganna stóraukist, raun-
ar langt umfram fjölgun starfsliðs á
stofnunum. Lykilatriðið er að nú er
hægt að taka upp eðlilegt samstarf
og hafa gagnkvæman stuðning við
lausn vandasamra verkefna, en
áður hafði hver sérfræðingur sitt
víðfeðma ábyrgðarsvið og gat lítið
leitað til annarra né sinnt öðrum
verkefnum og naut því heldur ekki
stuðnings þegar vandamál bar að
höndum. Þannig einangruðust
menn oft á tíðum í verkefnum sín-
um.
Margar athuganir hafa verið gerðar
á forsendum nýsköpunar og lykilat-
riðin hafa reynst vera greið og tíð