Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 36

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.09.1984, Side 36
SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 36 Árið 1974 var verið að byggja nýtt hverfi merkt A. Gróðri hafði verið rutt af svæðinu og þar voru nýlegir grunnar. Endurvarp var því all mik- ið á þeirri bylgjulengd sem hér er notuð, enþað er rauði hluti litrófs- ins. Fjórum árum síðar var svæðið fullbyggt, gróður komin á grasbietti og tré farin að vaxa. Þá var hinsveg- ar verið að bæta við húsnæði og nýbyggingar að rísa á því svæði sem merkt er B. Nota má ýmsar aðferð- ir á tölvum til að sýna þær breyting- ar sem orðið hafa og eru litir oftast notaðir (Howarth, P.J. and Bóas- son, E., 1982). Þetta hefur verið nefnt sem dæmi um hvernig mætti fylgjast með breytingum á bæjum. Hefðu stjórnvöld viljað athuga hvernig breytingar áttu sér stað, hefði verið farið loftmyndaflug yfir þau svæði sem sýndu breytingar milli áranna fjögurra sem hér svoru nefnd, en ekki yfir allt svæðið. ER MÖGULEGT AÐ GERA ÞETTA Á ÍSLANDI? Til þess að gera samanburð milli ára eða til að gera einföld landnotk- unarkort með aðstoð gervihnatta þarf sérhæfðan tölvubúnað sem enn er ekki til á íslandi. Hinsvegar má kaupa þann búnað fyrir hálfa aðra til þrjár milljónir króna og er þá verið að tala um vandaðan búnað. Ef þessi búaður yrði settur upp hér- lendis mætti með aðstoð hans fylgj- ast reglulega með breytingum á stærð bæja og útlínum landsins, auk þess sem búnaðurinn kæmi að full- um notum við að fylgjast með hafís við landið og rannsaka breytingar á veðri skv. upplýsingum frá veður- tunglum sem senda reglulega frá sér upplýsingar um veðrahvolfið. Hér væri því um að ræða búað sem kæmi mörgum að gagni en ekki ein- um eða tveimur notendum. En sem sagt þessi búnaður er ekki til og því hefur aðeins verið unnið lítillega að því að kanna hvert gagn mætti hafa af gervihnattamyndum og þá aðal- lega við gerð gróðurkorta. En einhverntíma í framtíðinni verð- ur slíkur búnaður til hér í landi, enda telja nágrannaþjóðir íslend- inga sér skylt að hafa slíkan búnað til að geta fylgst sjálfar með á tæknisviðinu. NIÐURSTAÐA Með þessum orðum hefur verið reynt að svara þeirri spurningu hvort fjarkönnun úr gervihnöttum gæti nýst við skipulagsvinnu. Svarið er jákvætt. Gögn frá gervihnöttum má nota sem viðbótargögn, eða gögn til vísbendingar. Pá má ekki gleyma því þó ekki hafi verið um það fjallað hér að sífellt eru að koma fram nýjungar á sviði fjar- könnunar þannig að þó LANDSAT hnettirnir sem miðað hefur verið við í greininni “sjái“ ekki gegnum myrkur og þoku, þá eru komnir á markaðin gervihnettir búnir rat- sjám sem “sjá“ jafnt á nóttu sem degi og í heiðríkju sem þoku. Hitt er það að meðan tæknin verð- ur ekki flutt inn í landið munu ís- lendingar ekki fylgjast með á þessu sviði. Heimildir: Bóasson, E. (1981) Landsat and air- borne radar for land cover/use mapping and change detection in southern Ontario, M.Sc. thesis McMaster University, Hamilton, Ontario. Fleming, E.A. (1980) Change detecti- on by LANDSAT as a quide to planning aerial photography for re- vision on mapping, Paper presented at 14th Congress of the Internatio- nal Society for Photogrammetry, Hamburg, 11 pp. Howarth, P.J. and Bóasson, E. (1982) Landsat digital enhancements for change detection in urban environ- ments, Remote Sens. Environ. 12. Ryerson, R.A., Ahern, F.J. Bóasson, E., Brown, R.J., Howarth, P.J., Prout, N.A.,Rubec, C., Stephens, P., Thomson, K.P.B., Wallace, K.L.E., Yazdani, R. (1981) LANDSAT for monitoring agricult- ural intensification and urbanization in Canada, in LANDSAT for Mon- itoring the Changing Geography of Canada. Sabins, F.F. (1978) Remote sensing, principles and interpretation, W.H. Freeman and Company, San Fran- cisco, 426 pp. Mynd 3 Hluti af athugunarsvæðinu á loftljós- mynd frá því í júní 1978. Myndin var upp- haflega í mælikvarðanum 1:10.000 en hefur verið smækkuð, en hún þekur um 2,3 x 2,3 km. Svæði A og B eru merkt.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.