Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 5
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 5 Skipulag og uppbygging opinberra þjónustukerfa Skipulag og uppbygging opinberra þjónustukerfa er einn mik- ilvægasti þáttur svæðaskipulags. Með opinberu þjónustukerfi er hér m.a. átt við heilsugæslu, brunavarnir, menntakerfi, löggæslu, félagslega þjónustu, almenningssamgöngur o.fl. Öll lúta þessi kerfi svipuðum lögmálum, en skipulag og uppbygg- ing þeirra ræður miklu um það hvernig lífi okkur tekst að lifa á viðkomandi svæði. Ef við skilgreinum markmið þessara þjónustukerfa vel og endurskoðum þau stöðugt,- ef við verjum fjármagni í fjárfest- ingu og rekstur þessara kerfa samkvæmt þessum markmiðum og hikum ekki við að endurskipuleggja þau með tilliti til breyttra aðstæðna, getum við búist við að þau veiti okkur þá þjónustu sem við viljum á sanngjörnu verði. Ef við hins vegar veigrum okkur við að laga þessi kerfi að breyttum kröfum og aðstæðum, þá getum við búist við að þau fari að lúta eigin lögmálum, veiti okkur aðra þjónustu en við viljum og vaxi okkur yfir höfuð. A mörgum sviðum hafa markmið þjónustukerfa á höfuðborg- arsvæðinu hvergi nærri verið fyllilega skilgreind þannig að þeim sem reka þessi kerfi getur ekki verið fyllilega ljóst til hvers er ætlast af þeim. Pessi stefnumótun er síður en svo auðveld. Að hluta til er þessi stefnumörkun og skilgreining markmiða stjórnmálalegs eðlis og því nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar taki þátt í henni af fullri einurð. Að hiuta til er hér um skipulagsfræðilegt vandamál að ræða, þar sem nauðsynlegt er að taka tillit til stefnumótunar á öðrum sviðum og fjölmargra annarra atriða. Þessi stefnumótun og ákvarðanataka snertir margskonar hagsmuni og ólík markmið bæði þeirra sent veita viðkomandi þjónustu og þeirra sem njóta hennar. Alla þessa þjónustu er hægt að veita á mjög mismunandi hátt, bæði hvað viðvíkur t.d. mannafla og innra skipulagi þjónustunnar, staðsetningu eða dreifingar þessarar þjónustu, tækjabúnaði o.fl. A höfuðborgarsvæðinu, þar sem byggð er nú óðum að vaxa saman í eina heild er einnig nauðsynlegt að taka afstöðu til þess, hvort við viljum sætta okkur við að íbúar þessa svæðis búi við mjög mismunandi þjónustustig á ýmsum sviðum eftir því hvar þeir búa, eða hvort við viljum stefna að því að þeir búi við sem líkasta þjónustu, hvar sem þeir eiga heima. Kostnaður við uppbyggingu og sérstaklega við rekstur þessara kerfa er mjög mismunandi, eftir því hvernig þau eru skipu- lögð, byggð upp og rekin. í flestum þessum kerfum getum við fengið mun betri þjónustu fyrir það fjármagn sem við verjum til þeirra, en það sem ef til vill skiptir mestu máli er að við séum nógu vakandi fyrir nýrri þekkingu sem stöðugt bætist við, þeim breytingum sem eru að eiga sér stað og nýjum möguleikum sem eru stöðugt að opnast. ^feSKIPULAQS- Höfuáborgarsvæðisins 2. TBL. 6. ÁRG 1985 Fréttablaðið SKIPULAGSMÁL HÖFUÐBORGARSVÆÐ- ISINS er gefið út af Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins, Ham- raborg 7, 200 Kópavogi, sími 45155 og kemur út fjórum sinnum á ári Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Ólafsson Útlit: Hreinar línur Setning: Oddi Fjölritun: Offsetfjölritun hf Um skólahald á höfuðborgarsvæðinu Ragnar Júlíusson 7 Framtíðarþróun almannavarna á höfuðborgarsvæðinu Guðjón Petersen 9 Um skipan löggæslu og rannsóknarvalds á höfuðborgarsvæðinu Frá rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. 11 Sameining löggæslu á höfuðborgarsvæðinu. Hjalti Zóphóníasson 13 Framtíðarþróun heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Skúli G. Johnsen 15 Hvernig má nýta einkarekstur og beita aðferðum hans til að bæta opinbera þjónustu Ámi Árnason 18 Gönguleiðir yfir helstu akbrautir á höfuðborgarsvæðinu Gestur Ólafsson 23 Hraðatakmarkanir Þorsteinn Þorsteinsson 25 Hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls 30 Bent hefur verið á að með fyrirbyggjandi starfi megi á mörgum sviðum ná betri árangri en með aðgerðum eftir á, en oft eru slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir ekki eitt af markmiðum viðkom- andi þjónustukerfis. Þegar innbrotum í Reykjavík fjölgar t. d. um 69% milli ára hljótum við að spyrjast fyrir um orsakirnar á svipaðan hátt og við getum ekki unað því að menntakerfi okkar standi langt að baki menntakerfum þeirra þjóða sem við eigum í beinni og óbeinni samkeppni við. Á næstu mánuðum mun verða leitast við að Ijúka áfanga í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Með þeirri vinnu verð- ur reynt að tryggja möguleika á hagkvæmri uppbyggingu þess- ara þjónustukerfa, en nauðsynlegum árangri verður ekki náð an virkrar þátttöku þeirra sem skipuleggja þessi kerfi, þeirra sem reka þau og þeirra sem njóta þeirrar opinberu þjónustu sem veitt er á höfuðborgarsvæðinu. Gestur Ólafsson.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.