Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 9
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 9 Guðjón Petersen. Framtíðarþróun almannavarna á höfuð- borgarsvæðinu Hlutverk almannavarna er að skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því, eftir því sem unnt er, að al- menningur verði ekki fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum hernaðaraðgerða, náttúruhamfara eða af ann- arri vá, og veita líkn og að- stoð eftir að tjón hefur orðið. Er verkum skipt milli ríkis- valds og sveitarfélaga við úr- lausn almannavarna, sam- kvæmt lögum og fer almanna- varnaráð með umboð ríkis- valdsins á þessu sviði, en al- mannavarnanefndir sveitarfé- laganna með þann þátt sem að þeim snýr. Á höfuðborgarsvæðinu starfa fimm almannavarnanefndir fyrir öll sveitarfélögin. Sam- starf er um almannavarnir milli Bessastaðahrepps, Kjós- arhrepps og Mosfellshrepps hins vegar. Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes starfrækja hver sína almanna- varnanefnd. Hafa allar þessar almannavarnanefndir gengið frá neyðaráætlunum til við- bragða gegn vá miðað við ríkjandi aðstæður, að und- antekinni almannavarna- nefnd Seltjarnarness. Almannavarnir höfuðborgar- svæðisins hafa mikla sérstöðu vegna fólksfjölda og stærðar, gagnvart öðrum byggðum sem liggja utan sama áhættu- svæðis og það. Verða al- mannavarnir svæðisins að miða sínar varnir við eigin getu þar sem mjög takmark- aða aðstoð er að fá utanfrá auk þess sem flótta- og brott- flutningsmöguleikar höfuð- borgarbúa eru verulega skertir vegna lítillar móttöku- getu annarra byggða og nauð- syn á mikilli dreifingu flótta- fólks af þeim sökum. Krefst þessi staða mun markvissari heildarskipulagningar og þró- un almannavarna á höfuð- borgarsvæðinu, en í nokkurri annarri byggð landsins. Mun ég nú víkja nánar að einstökum þáttum í æskilegri framtíðarþróun almanna- varna á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn almannavarna Samkvæmt lögum um al- mannavarnir fara lögreglu- stjórar með stjórn almanna- varna hver í sínu umdæmi. Veldur skipting höfuðborgar- svæðisins í fimm lögreglu- umdæmi því að alvarlegar stjórn- og skipulagsveilur geta orðið í almannavörnum svæðisins. Höfuðborgar- svæðið er það nátengd varn- arheild, að samræmd heildar- stjórn almannavarna á svæð- inu við vá er mjög brýn. Mið- að við núverandi stjórnarfyr- irkomulag almannavarna geta ákvarðanir um neyðar- aðgerðir í einu lögregluum- dæmi svæðisins rýrt eða haft mótverkandi áhrif á varnar- aðgerðir í öðru. Hjálparlið Reglugerð um skipan, þjálf- un og búnað hjálparliðs al- mannavarna gerir ráð fyrir að almannavarnir Hafnarfjarð- arsvæðis hafi á að skipa 100 hjálparliðum hið minnsta, Kópavogur 100, Mosfellssveit 60, Reykjavík 800 og Sel-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.