Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 23

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Side 23
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 23 Gestur Ólafsson Gönguleiðir yfir helstu akbrautir á höfuðborgarsvæðinu Undanfarin ár hefur umferð á helstu umferðaræðum á höf- uðborgarsvæðinu aukist til mikilla muna. Þessi aukna umferð hefur gert það að verkum að samgangur fólks sem býr sitt hvoru megin slíkar umferðaræðar hefur orðið bæði erfiður og hættu- legur, hafi ekkert verið að gert. Sérstaklega á þetta við þar sem börn og fólk á öllum aldri þarf að sækja skóla, þjónustu og atvinnu yfir slík- ar götur, milli aðliggjandi umhverfiseininga. Flestar þær þjóðir sem við berum okkur saman við hafa tekið þessi mál föstum tökum undanfarna áratugi og byggt upp a. m. k. á nýjum byggða- svæðum, samfellt kerfi göngu- og hjólreiðastíga sem er aðskilið frá helstu um- ferðaræðum á viðkomandi svæðum. Á höfuðborgarsvæðinu hafa nú myndast þær aðstæður að fyllilega er tímabært að taka afstöðu til uppbyggingar slíks göngu- og hjólreiðastígakerf- is og samræma aðgerðir, til þess að gera það að veru- leika. Drög að hjólreiða- og göng- ustígakerfi fyrir höfuðborgar- svæðið voru sett fram af Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins í júlí 1981. Þessi drög hafa síðan verið til um- fjöllunar hjá hlutaðeigandi aðilum og stefnt er að því að uppbygging slíks kerfis verði hluti af svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins. Göngubrautir yfir og undir heistu akbrautir eru mjög mikilvægur hluti af slíku kerfi göngu- og hjólreiðastíga, en þótt afstaða hafi enn ekki ver- ið tekin til uppbyggingar á slíku samræmdu heildarkerfi hjólreiðastíga og gönguleiða á höfuðborgarsvæðinu gefa þau göng sem þegar hafa ver- ið byggð undir nokkrar götur á höfuðborgarsvæðinu fyllsta tilefni til að staldrað sé við og þessi mál athuguð í sam- hengi, áður en lengra er hald- ið. Ef stefna í þessum málum er mörkuð í svæðisskipulagi, og ef fullt tillit er tekið til vænt- anlegs hjólreiða- og göngul- eiðakerfis þegar deiliskipulag viðkomandi svæðis er unnið, ætti að vera tryggt að það komi að fullum notum. Þar sem ákveðið er að fara með göngubraut undir eða yfir umferðaræð, er nauðsyn- legt að taka fyllsta tillit til aðliggjandi landslags, þannig að gönguleiðin liggi eins eðli- lega og frekast er unnt og tengist vel aðliggjandi mann- virkjum og athöfnum. Einnig er nauðsynlegt að t.d. foreldrar með barnavagna og hreyfihamlaðir komist auð- veldlega um slík undirgöng eða brýr, að halli að þeim sé ekki of mikill, og til þess að koma í veg fyrir hálku sé í hallanum hitalögn. Gönguleiðirnar sjálfar svo og undirgögn og/eða brýr þurfa líka að tengjast alrnennings- samgöngukerfinu á auðveld- an hátt og vera eðlilegur hluti af umhverfi fólks á viðkom- andi svæði. Víða er æskilegt að komið sé upp trjágróðri til að skýla þessum gönguleiðum og einn- ig er athugandi að byggja yfir þær og hita upp að öllu leyti eða að hluta, sérstaklega þar

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.