Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Qupperneq 7
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
7
RagnarJúlíusson, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur
Um skólahald
á höfuðborgar-
svæðinu
Skólamálin eru áreiðanlega ekki meðal
auðveldari þáttanna þegar unnið er að
skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins í
heild og reynt að undirbúa fyrir framtíð-
ina með sem skynsamlegustum hætti.
Aðalatriðið í því sambandi er þó að um
leið og ný byggð er áformuð verði teknar
frá hentugar skólalóðir á réttum stöðum,
að áhrifum sé beitt til að ný skólahús
verði byggð með þeim hætti að hlutverki
þeirra megi breyta, jafnvel aftur og aftur,
eftir duttlungum skólakerfisins og
sveiflum á nemendafjölda og að við þau
megi auðveldlega auka þvf að lítill vafi er
á að hlutfall þess unga fólks sem kýs að
stunda skólanám a.m.k. fram undir tví-
tugsaldur mun fara hækkandi á komandi
árum.
Stórar sveiflur á nemendafjölda verða
ætíð erfiðar viðfangs og eiginlega má það
kallast hrein heppni að skólahúsnæði var
ekki ofbyggt að neinu ráði þegar fjölgun-
urbylgjan mikla skall á hér á árunum og
hin stórfellda nemendafækkun fylgdi í
kjölfarið um tveimur áratugum síðar.
Að sjálfsögðu var ástæðan sú að engin
tök voru á að fjármagna nýbyggingar
skóla með þeim hraða sem til þess hefði
þurft.
Það sem ofbyggt kann að hafa verið á
grunnskólastigi nýttist fyrir framhalds-
skólar.a þegar fjölgunarbylgjan náði
þangað og vel gæti þetta sama húsnæði
átt eftir að nýtast grunnskólastiginu á ný
síðar ef á þyrfti að halda.
íbúatala Reykjavíkur nær tvöfaldaðist
frá stríðsbyrjun til ársins 1962 og barna-
fjöldinn enn hraðar.
Um 1950 var fjölgun skólabarna svo ör
að sjö ára börnin sem þá urðu skólaskyld
í borginni voru nálægt helmingi fleiri en
hin sem luku skólaskyldunni á sama ári.
Fjölgunin á barnaskólastigi í Reykjavík
nam þá að meðaltali 300 börnum á ári á
tólf ára tímabili og fyrstu árin um 500
börnum á ári.
Þá var t.d. Hlíðaskólinn hannaður og
stærð hans ákveðin af færustu aðilum: 39
almennar kennslustofur fyrir 60 bekkjar-
deildir. Nú eru í þeim skóla 17 bekkjar-
deildir á grunnskólastigi og þjónar hann
þó stærra hverfi en upphaflega var ráð-
gert en eins og kunnugt er var hann
aldrei byggður eins stór og til stóð.
Þessarar fjöldabylgju gætti svo að sjálf-
sögðu víðast í þjóðlífinu. í framhalds-
Bygging Foldaskóla í Grafarvogi í
Reykjavík. Skólinn er byggður úr for-
steyptum einingum br. x hæð 240x690
cm. Einingarnar eru með marmarahúð
og voru settar upp með glerjuðum glugg-
skólunum, á háskólastigi, í húsnæðis- og
atvinnumálum og nú bráðlega aftur á
grunnskólastiginu, því nú eru sem sé
þessir fjölmennu aldursflokkar teknir við
foreldrahlutverkinu og börnum fjölgar
nú verulega - í bili - í yngstu aldursflokk-
um skv. íbúaskrá borgarinnar.
Þessar stóru sveiflur í nemendafjölda eru
lærdómsríkar og hljóta að gera skipulags-
vinnu erfiða.
Flestir framhaldsskólar á höfuðborgar-
svæðinu eru staðsettir í Reykjavík og
hafa nemendur úr nágrannabyggðum
sótt þangað.
Nú hin síðari ár. hefir verið komið á fót
nokkrum slíkum skólum t.d. í Hafnar-
um. Rifjaplötur í loftum svo og bitar og
súlur eru einnig forsteypt. Skólann á að
taka í notkun í haust. Arkitekt er Guð-
mundur Þór Pálsson.