Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 10

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 10
10 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 tjamarnes 60. eða samtals I 120 mónnum a höfuðborg- arsvæðinu öllu Á liðið að vera þjálfað og búið til björg- unar sjúkrahjálpar, eld- varna. fjöldahjálpar o.s.frv. Er samkvæmt núgildandi skipulagi gert ráð fyrir. að björgunarsveitir og Rauða kross deildir á höfuðborgar- svæðinu annist hjálparliða- starf vegna almannavarna, en fjöldi liðsmanna þeirra í Reykjavík dugar þó hvergi nærri til að fylla þörf fyrir þjálfaðan mannafla þar. Hafa viðræður verið teknar upp við Slysavarnarfélög, hjálpar- sveitir skáta, Flugbjörgunar- sveitir og Rauða kross íslands um skipan. þjálfun og búnað þess hjálparliðs sem þörf er talin fyrir, en áhugi er fyrir að þessi félög haldi áfram sam- starfi við almannavarnir á því sviði. Megin galli við núver- andi skipan björgunar- og hjálparliðastarfsemi á höfuð- borgarsvæðinu, er að björg- unarlið og bækistöðvar þess er ekki hverfaskipt. Þarf að reita höfuðborgarsvæðið nið- ur í björgunarsvæði þar sem hjálparlið, sem að stærð mið- ast við íbúafjölda, getur geng- ið að hjálparbúnaði og bæki- stöð til þjónustu innan við- komandi hverfis á hættutím- um. Fjölda- og félagshjálpar- þjónusta Rauða krossins innan skipulags almanna- varna á höfuðborgarsvæðinu er þó hverfaskipt. Viðvörunarkerfið Hljóðviðvörunarkerfi eru rekin af almannavarnanefnd- um Kópavogs, Reykjavíkur og Seltjarnarness. Er þeim fjarstýrt frá einni viðvörun- armiðstöð. Á seinni árum hefur þó ekki verið haldið í við byggðaþróun á svæðinu, með uppsetningu nýrra við- vörunarflauta, auk þess sem núverandi kerfi er of gisið til að íbúarnir sitji við sama borð með hljóðviövörun. Er talið að koma megi upp við- vörunarkerfi fyrir allt höfuð- borgarsvæðið með þéttleika sem tryggði u.þ.b. 70 db hljóðstyrk utandyra í logni á öllum byggðum svæðum fyrir u.þ.b. 3.5 milljónir króna. Skýling almennings Á árinu 1967-1970 var gert mikið átak í því af hálfu al- mannavarnanefndar Reykja- víkur að skoða. reikna út og spjaldskrárfæra allt það kjall- arahúsnæði í borginni sem veitt gæti fullnægjandi vernd gegn geislun frá úrfalli sem félli vegna hugsanlegrar kjarnorkuárásar á Keflavík- urflugvöll. Athugun var einn- ig gerð á húsnæði í Kópavogi, en mjög lauslega litið á málið í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Niður- staða þeirrar könnunar var að 1970 var húsnæði með full- nægjandi verndarstuðul fyrir u.þ.b. 80% íbúa á svæðinu. Skiptist skýlismöguleikinn mjög eftir hverfum og má sem dæmi nefna að engin skýli fundust í Árbæjarhverfi, mjög fá í Fossvogshverfi, en nokkur í Breiðholti I, sem þá vár nýbyggt. Engar heildar- reglur eða stefnumörkun hef- ur verið gerð varðandi loft- varnarbyrgi eða aðra skýlis- möguleika fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins, þannig að tilviljun ein ræður hvar skýli verða til við nýbyggingar svæða. Er víst að með litlum tilkostnaði (innan við 7% af byggingarkostnaði) mætti stórauka skýlishæft húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þó ekki væri nema með því að tak- marka fyllingu húsgrunna þar sem eðlilegt skýli getur mynd- ast við að nýta kjallarahús- næði, sem ella er fyllt upp. Hér er um skipulagsatriði að ræða, sem taka ætti mið af við skipulag nýrra byggða á höf- uðborgarsvæðinu. Má í þessu sambandi benda á að við skipulag þéttbýlis í Svíþjóð og Noregi er tekið mið að skýlisþörf við hönnun og byggingu opinbers húsnæðis, auk þess sem gerðar eru kröf- ur um skýlisrými nýrra skipu- lagssvæða og hámarks fjar- lægð fyrir íbúa að leita skjóls. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fram að þessu hefur aðeins verið drepið á skipulag nokk- urra frumþátta varnarkerfis- ins vegna almannavarna á höfuðborgarsvæðinu án þess að rætt hafi verið um fyrir- byggjandi aðgerðir og minnkun áhættu fyrir byggð á svæðinu Höfuðborgarsvæðinu eða ein- stökum svæðum þess getur verið ógnað af eldgosum, jarðskjálftum, flóðum og ofsa- veðrum. Það eru tvær grund- vallaraðferðir til að minnka líkur á tjóni í náttúru- hamförum. Annars vegar að stýra landnýtingu og byggða- þróun frá áhættumestu svæð- unum, og hins vegar að gera þær kröfur til mannvirkja að þau standist reikningslega þá áraun sem líkur eru á að nátt- úruhamfarir á svæðinu geti haft í för með sér. Áhættumat við skipulag byggðar, byggingu veitukerfa og annarar brýnnar þjónustu hefur fram á þennnan tíma verið lítið hugleitt á höfuð- borgarsvæðinu sem og í öðr- um byggðum landsins, þar til nú á seinni árum, að Skipu- lagsstofa höfuðborgarsvæðis- ins hefur hvatt til áhættumats fyrir svæðið, og látið gera nokkra frumathugun á því sviði. Áhættumat byggðasvæðis er náttúrufræðilegt, verkfræði- legt og tryggingafræðilegt verkefni, sem helst verður nálgast með eftirfarandi hætti: 1. GERÐ HAMFARAMATS. Hamfaramat eru skilgreindar líkur á náttúruhamförum, tegundum, umfangi og tíðni yfir tiltekið tímabil. 2. GERÐ SKAÐA- MATS. Skaðamat eru skil- greindar líkur á tjóni á lífi, mannvirkjum og öðrum efna- hagslegum forsendum við náttúruhamfarir samkvæmt hamfa/amati. 3. AHÆTTUSTUÐ- ULL svæðisins er síðan margfelldi af niðurstöðum hamfaramats, skaðamats og væntanlegum fólksfjölda á svæðinu. Vandinn við áhættumat er hins vegar að skilgreina hin sættanlegu áhættumörk, en • hafa má áhrif á áhættumarkið með kröfum til mannvirkja- gerðar og breytingu á hugsan- legum mannfjölda. Hugsan- lega má skilgreina sættanleg áhættumörk með afstæðum samanburði milli svæða.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.