Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Qupperneq 11
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
11
Frá rannsóknarlögreglustjóra ríkisins.
Um skipan lög-
gæslu og
rannsóknarvalds
á höfuðborgar-
svæðinu
Hinn 1. júlí 1977 urðu all róttækar breytingar á skipan rann-
sóknarvalds á höfuðborgarsvæðinu, sbr. lög nr. 107-109,1976.
Stofnuð var rannsóknarlögregla ríkisins með lögum nr. 108,
1976, og er henni falið að hafa með höndum lögreglurannsókn-
ir brotamála í Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnarneskaupstað,
Garðakaupstað, Hafnarfirði og Kjósarsýslu, sbr. 1. mgr. 3. gr.
laga nr. 108,1976. Pá er svo kveðið á í 2. mgr. sömu greinar að
rannsóknarlögregla ríkisins skuli hafa með höndum rannsóknir
brotamála í Keflavík, Grindavík, Njarðvíkum, Gullbringu-
sýslu og á Keflavíkurflugvelli þegar dómsmálaráðherra ákveð-
ur.
Löggæsla og lögreglustjórn á svæðum þeim, sem upp eru talin í
1. mgr. 3. gr. laga nr. 108, 1976 skiptist á átta embætti, en sum
embættin eru í höndum eins og sama embættismannsins. Nán-
ar er skiptingin sem hér segir:
Yfirmaður almennrar löggæslu í Kjósarsýslu er sýslumaðurinn
í Kjósarsýslu, en hann er jafnframt bæjarfógeti í Seltjarnar-
neskaupstað, Garðakaupstað og Hafnarfirði og þar með yfir-
maður almennrar löggæslu í þeim kaupstöðum. Bæjarfógetinn
í Kópavogi er yfirmaður almennrar löggæslu í Kópavogi, en í
Reykjavík fer lögreglustjórinn í Reykjavík með yfirstjórn al-
mennrar löggæslu. Rannsóknarlögreglustjóri ríkisins hefur
með höndum stjórn löggæslu og lögreglurannsókn meiri háttar
brotamála á höfuðborgarsvæðinu. Skipting landsins í lögsagn-
arumdæmi, þ.e. sýslur og kaupstaði er lögbundin og svo er
einnig um skipun rannsóknarlögreglu ríkisins.
Löggæslu og lögreglustjórn á svæðinu er skipt með lögum á
tvennan hátt, annars vegar landfræðilega og hins vegar eftir
málefnum þ.e. brotategendum. Almenn löggæsla og lögreglu-
stjórn er staðbundin þannig að lögreglustjórar hver í sínu
lögsagnarumdæmi fara með stjórn hennar. Löggæsla og stjórn
rannsókna og meðferð meiri hátta brota heyrir undir embætti
rannsóknarlögreglustjóra ríkisins og er að því leyti óbundið af
lögsagriarumdæmum, sbr. 4. gr. laga nr. 108, 1976.
Löggæslu og lögreglustjórn í hverju lögsagnarumdæmi er því
skipt milli viðkomandi lögreglustjóra og rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins. í lögum um rannsóknarlögreglu ríkisins nr. 108,
1976 og reglugerð nr. 253, 1977 um samvinnu og starfsskipt-
ingu rnilli lögreglustjóra og rannsóknarlögreglustjóra ríkisins
er í megin atriðum mörkuð verkaskipting á milli staðbundinna
lögreglustjóra og rannsóknarlögreglustjóra ríkisins. Sam-
kvæmt því starfa við embætti hinna staðbundnu lögreglustjóra
rannsóknardeildir sem annast rannsókn umferðarslysa, brota á
umferðarlögum, áfengislögum, veiði-, friðunar-, skotvopna-
og veitingalöggjöf, heilbrigðisreglugerð og staðbundnum
reglugerðum og samþykktum. Málum til brottnáms ólögmætu
ástandi, brotum á ákv. alm. hgl. um nytjastuld á ökutækjum,
ökugjaldssvik, minni háttar líkamsmciðsl og minni háttar
eignaspjöll. Auk þess rannsókn annarra mála og málaflokka,
þar sem viðurlög við broti geta eigi farið fram úr sektum og
rannsóknarlögreglustjóri ríkisins ákveður að höfðu samráði
við viðkomandi lögreglustjóra.