Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 13
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
13
Hjalti Zóphóníasson, Dómsmálaráðuneytinu.
Sameining löggæslu
á höfuðborgar-
svæðinu
Minnisatriði varðandi sameiningu lögreglunnar í Reykjavík, á
Seltjarnarnesi og þriggja hreppa Kjósarsýslu: Mosfells-. Kjal-
arnes- og Kjósarhrepps.
1. í framangreindum 5 sveitarfélögum sem ná yfir 860 km2
svæði búa 91.500 íbúar, þar af um 85.000 í Reykjavík.
2. Byggðin er orðin samofin heild með tilliti til búsetu, at-
vinnu, viðskipta og þjónustu. Próun byggðarinnar hefur mót-
ast af nábýli við Reykjavík, aðallega hvað snertir atvinnu.
3. Mörk sveitarfélaganna eru víða óglögg og óregluleg og
mjög óheppileg sem mörk löggæsluumdæma. Leiðir þetta til
óþæginda um starfsskiptingu þar sem hvert lögreglulið starfar
yfirleitt aðeins innan marka síns umdæmis.
4. Lögreglan í Hafnarfirði annast löggæslu í Mosfells, Kjalar-
nes- og Kjósarhreppum og verður að fara um Garðabæ, Kópa-
vog og Reykjavík til þess að sinna löggæslu í hreppunum. En
þar er engin staðarleg löggæsla. Á Seltjarnarnesi er ekki föst
næturvakt hjá lögreglunni. Lögreglan í Reykjavík er því oft
kvödd til aðstoðar í þessum sveitarfélögum einkum í neyðartil-
vikum. Meiri hluti útkallanna er á Seltjarnarnesi. Lögreglan í
Reykjavík annast einnig fangaflutninga og geymir ölvaða
menn fyrir hin sveitarfélögin svo og fyrir Kópavog.
5. Engin samræming er á framkvæmd löggæslu og afgreiðslu
lögreglumála á höfuðborgarsvæðinu og samskipti lögreglunnar
í Reykjavík við lögreglu nágrannabyggðanna mótast af því að
hver sér um löggæslu í sínu umdæmi.
6. í Reykjavík eru 235 lögregluþjónar. Aðaldeildir lögregl-
unnar eru almenn deild, umferðardeild, rannsóknardeild, út-
lendingaeftirlit, fjarskiptamiðstöð, lögregluskólinn og skrif-
stofa embættisins. Lögreglustjórinn í Reykjavík gegnir einnig
ýmsum störfum sem ná til allra umdæma landsins. Eru þessi
helst: Lögregluskóli ríkisins, þjóðvegalöggæsla, útlendingaeft-
irlit, fíkniefnamál og almannavarnir, en lögreglustjórinn í
Reykjavík á lögum samkvæmt sæti í Almannavarnaráði.
7. Lögreglan í Reykjavík er hvað mannafla, húsnæði, tækja-
kost og skipulag snertir vel í stakk búin til að sjá um löggæslu á
stærra svæði en Reykjavík nær yfir.
8. Fjarskiptamiðstöðin er mjög fullkomin og þolir mun meira
álag og getur þjónað stærra svæði en hún gerir nú, hún getur
gagnað öllu höfðuborgarsvæði og raunar öllum Reykjanes-
skaganum ef því væri að skipta. Öll samtöl í talstöðinni og um
neyðarsíma Iögreglunnar eru tekin upp á segulband. Ljóst er
að tæknilega er unnt að sameina alla fjarskiptaþjónustu lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og taka upp sama neyðar-
símanúmer fyrir allt svæðið og er að því unnið.
9. Sameining lögreglunnar ætti að auðvelda rekstur ökutækja
og annars búnaðar. Lögreglan í Reykjavík rekur bifreiðaverk-
stæði sem annast að mestu leyti allt viðhald lögreglubifreiða og
bifhjóla og er stækkun þess í undirbúningi.
10. í reynd annast fíkniefnadeild lögreglustjórans í Reykjavík
að verulegum hluta löggæslustörf á öllu höfuðborgarsvæðinu á
því sviði.
11. Nauðsynlegt getur verið að lögreglan beiti á stundum öllu
afli sínu hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. T.d. vegna hættu-
ástands af völdum óveðurs, náttúruhamfara, styrjalda eða
öðrum háska. Reynir þá á starf lögreglu í þágu almannavarna
og skiptir miklu að stjórn aðgerða og ákvarðanir um ráðstafan-
ir séu miðaðar við hættusvæði í heild.
12. Þess sjónarmiðs gætir æ meir að koma á heildarskipulagi
og sameiningu hjá hinum ýmsu þáttum stjórnsýslunnar í land-
inu og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Sameining lögregl-
unnar í hinum fimm áðurnefndu sveitarfélögum væri í sam-
ræmi við þetta sjónarmið.