Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 15

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 15
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 15 Skúli G. Johnsen. Framtíðarþróun heilsugæslu á höfuðborgar- svæðinu 1974 varð merk breyting á skipulagi heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa hér á landi. Meginþættir hennar, heilsu- vernd og heimilislækningar höfðu verið aðgreindir frá fyrstu tíð og önnuðust heilsu- verndarstöðvar heilsuvernd og heimilislæknar á stofum sínum heimilislækningar. Með lögum um heilbrigðis- þjónustu voru þessi svið sam- einuð og jafnframt stefnt að því, að þjónusta utan sjúkra- húsa yrði efld til muna til samræmis við nýjungar í læknisfræði og læknisfræði- kennslu. Ákveðið var, að um allt land skyldi reisa heilsugæslustöðv- ar, stofnanir þar sem heilsu- gæsla yrði starfrækt. Pá var og skilgreint hugtakið heilsu- gæsla og er það sá hluti heilbrigðisþjónustunnar, sem fer fram utan sjúkrahúsa (þetta hugtak hefur fengið ranga merkingu aðallega hjá fjölmiðlum og í munni stjórn- málamanna og látið taka til allrar heilbrigðisþjónustu). Heilsugœsla felur í sér: Heimilislœkningar, vitjanir og vaktþjónustu. Sérfræðilega lœknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heimahjúkrun. Heilsuvernd, sem tekur til: heilbrigðisfræðslu í fyrir- byggjandi tilgangi, mæðra- vernd, ungbarna- og smá- barnavernd, heilsugæslu í skólum, ónæmisvarna, berklavarna, kynsjúkdóma- varna, geðverndar, áfengis-, tóbaks- og fíkniefnavarna, sjónverndar, heyrnarvernd- ar, heilsuverndar aldraðra, hópskoðana og skipulagðar sjúkdómaleitar, félagsráð- gjafar, þar með er talin fjöl- skyldu- og foreldraráðgjöf, umhverfisheilsuvernd og at- vinnusjúkdómavernd. Heilsugæslan sinnir mjög víð- tæku starfssviði, sem varðar sérhvern íbúa miklu. Milli 60- 70% íbúanna eiga erindi við heilsugæslu á hverju ári. Að meðaltali er árlegur fjöldi samskipta við heilsugæslu- stöð 4-5 á íbúa. Áratugalöng umræða hefur átt sér stað um nauðsyn úr- bóta í læknisþjónustu utan sjúkrahúsa í Reykjavík og umhverfi. Skipulag þessarar þjónustu og fyrirkomulag var fyrir löngu orðið úrelt og þjónustan svaraði ekki kröf- um tímans. Starfræksla heilsugæslustöðva hér á svæð- inu hófst árið 1977 í Árbæjar- hverfi og hafa síðan bæst við þrjár stöðvar í Reykjavík og Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellssveit, ein á hverjum stað. Ekki er húsnæði þessara stöðva allra þó fullnægjandi og í mörgum tilvikum er not- ast við bráðabirgðahúsnæði. Heilsugæsla verður hverfis- bundin þjónusta og eru til þess ýmsar ástæður. Til að unnt sé að sinna heimilisþjón- ustu svo sem vitjunum í heimahús, ungbarnaeftirliti og heimahjúkrun þarf starfs- liðið að vera nálægt íbúðar- hverfum. Það er ekki síður mikilvægt að tryggja góðan aðgang þeirra sem oftast þurfa á þessari þjónustu að halda, barna og gamalmenna og er nálægð þjónustunnnar við íbúann því höfuðatriði. Jafnframt hefur komið í ljós, að stofnanir, sem hafa svona víðtækt starfssvið mega ekki vera stórar því þá verður starfsskipulagið flókið og þjónustan ópersónuleg. Það er því talið æskilegast, að stærð heilsugæslustöðvar sé miðuð við að þjóna 6-8.000 manns. Heilsugæsla samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1973. Hornklofi merkir að hluti þjónustunnar geti farið fram á heilsugæslustöð. [ SLYSADEILD ) LYFJABUÐ [SÉRFR/EÐINGAR ] [ RONTGENRJÓNUSTA SJÚKRAHÚS [ TANNLÆKNIR ] heilsugæslustöð] ]

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.