Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Page 16

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Page 16
16 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 Samkvæmt ákvæðum heil- brigðisþjónustulaga frá 1978 skal borgarstjórn ákveða staðsetningu heilsugæslu- stöðva í Reykjavík í samráði við héraðslækni (borgar- lækni). Árið 1980 var sam- þykkt í borgarstjórn að skipta borginni í 14 heilsugæslu- hverfi (sjá mynd). Pau eru eftirfarandi: 1. Árbæjar- og Seláshverfi. 2. Breiðholtshverfi I. 3. Breiðholtshverfi II. 4. Breiðholtshverfi III. 5. Gerðahverfi. 6. Fossvogshverfi. 7. Heima- og Vogahverfi. 8. Laugarnes- og Klepps- holtshverfi. 9. Háaleitis- og Túnahverfi. 10. Miðbæjarhverfi. 11. Norðurmýrar- og Hlíða- hverfi. 12. Vesturbcgjarhverfi. 13. Melahverfi. 14. Seltjarnarneshverfi. Hafin er starfræksla heilsu- gæslustöðva í fimm hverfum og undirbúningur er hafinn undir starfrækslu stöðva í tveim hverfum til viðbótar. Við skipulagningu nýrra íbúðahverfa á undanförnum árum hefur verið gætt að staðsetningu heilsugæslu- stöðva og þeim ætlað nauð- synlegt rými. Uppbygging heilsugæslu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu hefur gengið mun hægar fyrir sig heldur en í öðrum lands- hlutum. Stofnkostnaður heilsugæslustöðva greiðist að mestu úr ríkissjóði (85%) en sveitarsjóðir greiða af- ganginn. Alþingi markaði þá stefnu í upphafi að þau um- dæmi, þar sem heilsugæslu væri ábótavant skyldu njóta forgangs um fjárveitingar til heilsugæslustöðva. Ástandi heilsugæslumála hér á höfuð- borgarsvæðinu er að ýmsu leyti mjög ábótavant, sem. m.a. kemur fram í því að í Reykjavík einni saman eru hátt í 20.000 manns, sem ekki eiga á vísan að róa um læknis- hjálp þar sem þeir eru án heimilislæknis. Einnig er vaktþjónustu við borgarbúa mjög ábótavant en henni sinnir einungis einn læknir utan venjulegs vinnutíma á kvöldin, um helgar og um nætur. Það er því nauðsyn- legt, að uppbygging heilsu- gæslustöðva hefjist fyrir al- vöru hér á höfuðborgarsvæð- inu. ■> . ’

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.