Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Blaðsíða 24
24
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985
Fyrstu göng sem gerö voru undir umferðaræð á höfuðborgar-
svæöinu. Þau liggja undir Miklubraut við gatnamót Lönguhlíð-
ar, í Reykjavík.
Þessi göng undir Breiðholtsbraut liggja tiltölulega vel í landinu
og eru mikið notuð af fólki sem þarna á leið um.
Gönguleið undir Reykjanesbraut við Ellíðaár.
Göng undir Hafnarfjarðan/eg við Arnarneslæk í Garðabæ.
Nýgerð gönguleið undir Reykjanesbraut við Hraunsholtslæk í
Garðabæ. I Stokkhólmí var hætt að nota rör í gönguleiðir undir
akbrautir um '960 vegna þess hvað þau voru dimm og vegna
þess að þar gekk fólk tíðum örna sinna (heim.: Planning for
Man and Motor, P. Ritter, 1964.)
Göng undir Ásbraut i Hafnarfirði.
uðborgarsvæðisins).
(Ljósm.: Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins, júlí 1985).
sem um er að ræða brýr yfir
miklar umferðaræðar á vinda-
sömum stöðum.
Fyrir um aldarfjórðungi síðan
voru gerð fyrstu undirgöng
-undir umferðaræð á höfuð-
borgarsvæðinu, á mótum
Miklubrautar og Lönguhlíð-
ar. Þessi göng eru illfær
hreyfihömluðum, ófær fólki
með barnavagna, og lítið not-
uð m.a. vegna þess hvernig
þeim er fyrir komið.
Á nokkrum öðrum stöðum á
höfuðborgarsvæðinu hafa
einnig verið gerð undirgöng
undir helstu akbrautir á síð-
ustu árum. Þessi göng eru
mjög mismunandi, og telja
verður fyllstu ástæðu til að
gerð þeirra sé samræmd að
meira eða minna leyti. Sér-
stakar göngubrýr yfir um-
ferðaræðar hafa enn hvergi
verið smíðaðar, en einnig er
æskilegt að samræma gerð
þeirra.
Hér nægir ekki að koma fyrir
einhvers konar göngum undir
viðkomandi akbraut, eða brú
yfir hana, heldur er nákvæm
hönnun á gönguleiðinni á
þessum kafla þegar nauðsyn-
leg á skipulagsstigi ásamt
hæðarafsetningu og mótun
lands.
Á núverandi byggðasvæðum
á höfuðborgarsvæðinu er víða
mjög erfitt að koma fyrir
göngum og brúm undir og
yfir helstu akbrautir, svo vel
sé, vegna þrengsla. Þar sem
ekki hefur verið hugsað fyrir
slíkum göngutengslum í upp-
hafi hefur hæðarafsetning að-
liggjandi lands og mannvirkja
líka yfirleitt verið með þeim
hætti, að erfitt er-eftir á að
koma slíkum tengslum fyrir á
eðlilegan hátt.
Nauðsynlegt verður að telja
að þeir sem skipuleggja og
hanna væntanlegt göngu- og
hjólreiðastígakerfi höfuð-
borgarsvæðisins og þeir sem
skipuleggja, hanna og byggja
helstu umferðarbrautir þessa
svæðis hafi með sér mun
betra samráð um þessi mál.
Ef við viljum koma upp stíg-
akerfi á höfuðborgarsvæðinu
sem þjónar íbúum þessa
svæðis eins vel og kostur er,
þá þurfa tillögur að því að
liggja fyrir áður en farið er að
skipuleggja og hanna aðliggj-
andi akbrautir og byggða-
svæði. Á höfuðborgarsvæð-
inu hefur skort hér mikið á
undanfarin ár, en skipuleggj-
endur þurfa líka að taka til-
lit til þessa stígakerfis, þegar
ákveðnum athöfnum er val-
inn staður á byggðasvæðum.
Þótt það sé kostnaðarsamt að
byggja upp slíkt kerfi göngu-
og hjólreiðastíga, með nauð-
synlegum undirgöngum og
brúm, er það hinsvegar eina
leiðin til þess að tryggja æski-
legt og öruggt samband milli
þeirra umhverfiseininga sem
helstu akbrautir á höfuðborg-
arsvæðinu marka.