Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Page 25

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Page 25
Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 25 Þorsteinn Þorsteinsson. Hraða- takmarkanir INNGANGUR Norræna vegtæknisambandið (Nordisk Vegteknisk For- bund) stofnaði á árinu 1978 sérstaka nefnd til að fjalla um umferðaröryggismál. Nefnd- in hefur síðan komið á fót starfshópum um einstök verk- efni og er ætlunin hér að greina frá niðurstöðum starfs- hóps um hraðatakmarkanir, hraða og öryggi í umferðinni. Starfshópinn skipuðu þeir N. R. Jörgensen, M. Saslusjarvi, G. Nilsson, S. Sandelien og Muskaug, hinir ágætustu fræðimenn á sviði umferðar- mála. Því miður tóku íslend- ingar ekki þátt í rannsókn þeirri sem hér greinir en ætla má þó að nýta megi niður- stöður frændþjóðanna. Rannsóknir hafa sýnt að greinilegt samband er milli hraða bifreiða á tiltekinni götu eða vegi og slysahættu þegar aðrar aðstæður eru þær sömu. Bæði mikill hraði og mismunur á hraða einstakra vegfarenda auka slysahætt- una. Nægir að nefna að bremsuvegalengd eykst með hraðanum í öðru veldi. Því er ljóst að nægileg rök eru fyrir því að ákveða hámarks- hraða umferðar bæði á götum og vegum. Hitt er aftur á móti álitamál hvort hraðatak- markanir dragi úr hraða, minnki hraðadreifingu og leiði til færri og ekki eins al- varlegra slysa. Hraði hefur einnig áhrif á önnur atriði en umferðarör- yggið. Ferðatími, orkunotk- un, hávaði, mengun o.fl. eru atriði sem taka þarf tillit til og vega og meta. Ákvörðun um hraðatakmarkanir hljóta að miðast við öll þessi atriði þar sem slysahættan er aðeins einn þáttur í málinu. HRAÐATAKMARK- ANIR Á NORÐUR- LÖNDUM Á Norðurlöndum er há- markshraði ákvarðaður á mismunandi vegu eftir ein- stökum þáttum sbr. mynd 1 svo og hver ákveður hraða- mörkin (stjórnmálamenn, embættismenn eða lögregl- an). Þegar ákvarða á hámarks- hraða fyrir veg má líta á mál- ið frá tveimur grundvallar- reglum og er farið eftir báðum á Norðurlöndunum. Önnur meginreglan miðar við að vegfarendur velji sjálfir hraðann, sem þeir telja ör- uggan m.t.t. umhverfisins (vegar, umferðar, veðurs o.s.frv.) en þó innan einhvers tiltekins hámarkshraða sem gildir fyrir alla vegi. Hin regl- an er sú að yfirvöld ákveði með reglugerð eða jafnvel lögum hver skuli vera leyfi- legur hámarkshraði á tiltekn- um vegarköflum og sé þannig um leið tilkynning um hvað megi teljast forsvaranlegur hraði. Fyrri reglan er aðal- regla í Danmörku og Noregi (og að mestu hérlendis). Reyndar er það svo að víða í Noregi, og reyndar hér á landi líka er næstum ómögu- legt að aka á hámarkshraðan- um 80 km/klst. í Svíþjóð og Finnlandi er vegurinn sjálfur þ.e. veglína, sjónlengd, gerð yfirborðs o.fl., látinn ráða leyfilegum hámarkshraða á einstökum vegköflum um- fram almennar hraðatak- markanir, 70 km/klst. í Sví- þjóð og 80 km/klst í Finn- landi. Auðvitað eru í öllum löndunum undantekningar frá þessum aðalreglum og má nefna að á árunum 1980-81 var í Noregi breytt á u.þ.b. 10% ríkisvega úr almennum hraðatakmörkum 80 km/klst. í ýmist 60 eða 70 km/klst. hámarkshraða og sett upp skilti. Ástæðan fyrir þessari lækkun var umhverfi vegkafl- anna þ.e. byggð, bflastæði o.þ.h. Meðal þeirra spurninga, sem leitað var svara við af starfs-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.