Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Síða 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.08.1985, Síða 26
26 Skipulagsmál Höfuðborgarsvæðisins I11985 Land D F s N Starfsemi o.fl. viö veginr. • — O • Slys/hætta • o • • Umferðarþungi • o • o Veglína/sjólengd • • • o Yfirborð vegar — o — — Vegflokkar — • — — Mynd 1: Ákvarðandi atriði við • = ^ru'T á£?rðfd' , , 0=Að nokkru ákvarðandi akvorðun serstakra hraðatak- _ = Teist ekki ákvarðandi markana á Norðurlöndum. Hluti sem ekur yfir leyfðum hámarkshraða © Vegir með hámarkshraða 50 km/kist Mynd 2: Hundraðshluti þeirra sem aka yfir leyfilegum há- markshraða í Noregi. hópnum um hraðatakmark- anirnar, var hvernig fólk tæki hraðatakmörkum og þá aðal- lega vegfarendur svo og hvort þær væru virtar. Hópur- inn komst að því að ýmis atr- iði réðu því hvort virðing væri borin fyrir skiltum sem tak- marka hraða. Nefna má atriði eins og hámarkshraðann sjálfan (enginn færi eftir 10 km/klst. hámarkshraða á hraðbraut sem auð væri og hindrunarlaus!), gerð vegar- ins, eftirlit lögreglu, hugsan- legar refsingar og jafnvel af- stöðu samíálagsins til lög- brota af þeirri tegund, sem of hraður akstur er. Á mynd 2 má sjá niðurstöður norskra athugana á óleyfilega hröðum akstri. Athyglisvert er að svo virðist að 12-13% ökumanna aki meira en 10 km/klst. yfir leyfilegum hraða hver svo sem hámarkshraðinn er. Sams konar athuganir hafa verið gerðar í Svíþjóð en þar reynist hópurinn stærri, sem fer meira en 10 km/klst. fram úr leyfilegum hraða, jafnvel 30-40% ökumanna. Ekki er fyllilega ljóst hvað veldur þessum mun milli Svíþjóðar og Noregs en einhver hluti ástæðunnar er að viðurlög við hraðakstri eru strangari í Noregi, t.d. eru ökumenn þar sviftir ökuleyfi auk hárra sekta ef þeir eru gripnir á meira en 20 km/klst. yfir leyfilegum hraða þar sem Sví- ar beita ekki þeirri hörku fyrr en ekið er 30 km/klst. yfir leyfilegum hámarkshraða. Aftur á móti er álit samstarfs- hópsins að eftirlit lögreglunn- ar sé ekki þýðingarmikið til að halda hraðanum niðri. At- huganir frá Noregi sýna nefnilega að líkur fyrir því að vera tekinn á of háum hraða voru hverfandi; jafnvel á þeim köflum, sem voru best vaktaðir af lögreglu, voru lík- urnar ekki nema u.þ.b. einn á móti þúsund. En hvernig er svo viðhorf fólks til hraðatakmarkana? í Danmörku og Noregi var leitað álits fólks (1.200 í Dan- mörku 1.000 í Noregi) á gild- andi hraðatakmörkum. Norð- menn virtust mjög fylgjandi reglum um hámarkshraða í þéttbýli og sögðu 64% að- spurðra að 50 km/klst. væri hæfilegt en 33% fannst mörk- in of há. Hraðamörk utan þéttbýlis í Noregi eru al- mennt 80 km/klst. og fylgdu þeim 70%; einungis 12% vildu hækka hámarkshrað- ann. í Danmörku var nánast sama uppá teningnum að öðru leyti en því að enn fleiri vildu lækka leyfilegan há- markshraða í þéttbýli, en þar eru leyfðir 60 km/klst. Á árunum 1969-75 voru gerð- ar í Finnlandi ýmsar tilraunir með mismunandi hraðatak- markanir og viðhorf fólks til þeirra. Niðurstöðurnar sýndu að fólk var að jafnaði fylgjandi þeim reglum sem í gildi voru á hverjum stað og tíma. Ætla má að þetta við- horf sé fremur merki um landlæga íhaldssemi en að stjórnvöld hafi tekið mið af skoðunum fólks áður en hraðatakmarkanir voru ákveðnar. HRAÐATAK- MARKANIR - UMFERÐAR- ÖRYGGI Tilgangur hraðatakmarkana er að sjálfsögðu að auka ör- yggi í umferðinni. Með strangari reglum um hám- arkshraða er vonast til þess að ökumenn, sem fyrir hraða- takmörkin óku of hratt og þar með minnkuðu umferðarör- yggið, láti sér segjast og breyti háttum sfnum í um- ferðinni. Jafnframt er vonast til þess að hraðadreifingin verði minni og umferðin jafn- ari; það á einnig að fækka slysum. Þetta álit hefur lengi átt fylgi , að fagna meðal þeirra, sem vildu stjórna umferð á veg- um, en aftur á móti verið dregið í efa af þeim, sem vildu vera frjálsir í umferð- inni. Þessi skoðanaágreining- ur um hraðatakmarkanir og gildi þeirra hefur orðió til þess að í mörgum löndum hefur ekki verið unnt að fylgja neinni heildarstefnu. Finnland er eitt þessara landa og hefur þar verið kostað geysimiklu til að komast að raunverulegum áhrifum hraðatakmarkana. Á árunum 1973-1978 voru gerðar ítar- legar athuganir á samhengi hraðatakmarkana, öryggi og hraða. Hálf milljón hraða- > mælinga voru gerðar og 740.000 slys á finnskum veg- um rannsökuð á ofangreindu tímabili. Samstarfshópur Norræna vegtæknisambands- >ns byggði niðurstöður sínar að verulegu leyti á þessum rannsóknum frá Finnlandi. Sambandið milli leyfilegs hámarkshraða og meðal- hraða er best skýrt með hug- takinu “fartgrensens streng- het“ (strangleiki hámarks- hraða) og bera saman við mældan hraða. “Fartsgrens- ens strenghet" er skil- greindur, sem hundraðshluti þeirra sem aka hraðar en hinn nýi hámarkshraði, áður en hann tekur gildi, m.ö.o. sýnir hve stór hluti vegfar- enda verður að draga úr hrað- anum til að halda sig innan nýju hraðamarkanna. Þetta er sýnt á mynd 3. Áhrif hraðatakmarkana á meðalhraðann má lesa úr mynd 4. Línan á myndinni er fengin með línulegri “regres- sion“ talna úr athugunum sem áður getur. Benda má á að þegar “Fartsgrensens strenghet" er 15%, þ. e. 85% aka hægar en væntanlegur hámarkshraði þá verður eng- in breyting á meðalhraðan- um. Ef farið er yfir 85% mörkin hækkar meðalhrað- inn en lækkar ef farið er undir 85%. Það er út af fyrir sig ekki markmiðið að lækka meðal-

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.