Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 19

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 19
stöpJagsmál 17 Við getum litið til Oslóarbúa í þessum efnum. Þeir gerðu ein- faldlega áætlun um að fækka slysum á fimm árum um 30% og veita fé í rannsóknir og ymsar framkvæmdir og náðu settu marki. Þetta er í raun og veru spurning um að marka stefnu og halda henni til streitu. Ef vilji og framkvæmdagleði er fyrir hendi getum við í raun og veru hafið hér framfaratímabil í að fækka þessum slysum. En almenn- ingsálitið og þá um leið fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í slíku spori. Það sem menn þurfa að gera sér grein fyrir er að það er gífurlega góð ávöxtun fjár í gatnafram- kvæmdum og endurbótum á þeim. Það er alveg ljóst að ákveðnar gatnaframkvæmdir geta borgað sig í beinhörðum pen- ingum á nokkrum árum vegna fækkunar dauðaslysa og meiðsla ymis konar og minna eignatjóns. Það eru svona staðreyndir sem menn verða að taka tillit til.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.