Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 31

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 31
sftpuagsmal i FJÁRHELD GIRÐING UM HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bjöm Ámason, bœjarverkfr. í fjölmörg ár hafa áhugamenn um gróðurvemd og ræktun bent á að nauðsynlegt væri að koma upp fjárheldri girðingu umhverfis þéttbyli á höfuðborgarsvæðinu. Girðingarleysið hefur valdið því, að hvar sem land hefur verið tekið til skógræktar eða annarra nota, hefur þurft að girða það af til að verjast ágangi búfjár, sem gengið hefur laust. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sem stofnuð voru á árinu 1976, ákváðu fyrir nokkr- um árum að hrinda þessu verki í framkvæmd og eftir allmikinn undirbúning á Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins hófust framkvæmdir sumarið 1984. Á fjómm sumrum vom reistir 36 kílómetrar af vönduðum girð- ingum, fyrri girðingar endur- bættar og fjölmörg ný hlið og prflur sett upp. Verkið hefur verið unnið af Skógrækt ríkisins undir verkstjórn Kristins Skær- ingssonar, skógarvarðar, en yfirumsjón hefur haft sérstök girðingamefnd á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu^ undir formennsku Björns Árnasonar, bæjarverk- fræðings í Hafnarfirði. Aðrir nefndarmenn voru Hjörleifur Kvaran, skrifstofustjóri borgar- verkfræðings og Bjarni Þor- varðarson, bóndi á Bakka, Kjalamesi. Nefndin hefur haft fastan fundarstað á Skipu- lagsstofunni og hafa starfsmenn hennar undirbúið fundi nefnd- arinnar, séð um innheimtu framlaga sveitarfélaganna og fleira, sem gera þurfti vegna framkvæmdarinnar. Þegar á fyrstu fundum nefnd- arinnar var mótuð sú stefna, að gera mannvirkið sem vandaðast á allan hátt og m.a. þess vegna var Skógræktinni falin framkvæmd- in. Alkunna er, að girðingar gerðar á hennar vegum em með því vandaðasta sem gerist í þeim efnum. Eftirfarandi eru helstu tölur um girðinguna: Eldri girðingar sem nú em hluti af girðingu um höfuðborgarsvæðið: á Kjalamesi 13.0 km íMosfellsbæ 5.5 " í Reykjavík (Heiðmerkurgirðing) 7.5 " í Hafnarfirði 6.0 " 32.0 km Nýjar girðingar verið: sem reistar hafa á Kjalamesi 7.8 km í Mosfellsbæ 18.3 " í Reykjavík 0.9 " í Kópavogi 4.9 " í Garðabæ 2.5 " í Hafnarfírði 1.6 " 36.0 km Samtals lengd fjárheldrar girðingar um höfuðborg- arsvæðið: 68.0 km Ny hlið I Vegrist + hlið (1,1 m) - 8 stk II Hlið (3,3 m) = 4 stk III Nethlið (1,5-3,0 m) = 9 stk 22 stk Nýjar prflur 22 stk Skilti * 44 stk Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er 15,4 millj. á

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.