Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Síða 32
30
sftpJagsmál
verðlagi í september 1987.
Skipting kostnaðar milli sveitar-
félaga hefur verið þannig að
lengd nyrrar girðingar innan
viðkomandi sveitarfélags var látin
ráða hálfri hlutdeild en fbúafjöldi
látinn ráða hinum helmingnum.
Fjárheld girðing um höfuð-
borgarsvæðið hefur ymsa kosti í
för með sér. í fyrsta lagi er
svæðið innan girðingar nú
verndað fyrir ágangi búfjár og er
þar með skapaður grundvöllur
fyrir aukna ræktun og gróður-
vernd innan girðingarinnar. í
öðru lagi er nú hægt að setja sam-
ræmdar reglur um lausagöngu
búfjár innan þessa svæðis.
A vegum SSH hafa verið gerð
drög að samþykkt um lausa-
göngu búfjár innan girðingar.
Nokkur aðildarsveitarfélaganna
hafa þegar staðfest slíkar sam-
þykktir en munu öll ljúka því á
komandi vetri. í þriðja lagi má
nú fjarlægja tugi kílómetra, ef
ekki hundruð, af gömlum girð-
ingum, sem eru innan þessarar
girðingar.
Föstudaginn 6. nóvember sl. var
haldin dálítil samkoma við eitt
hlið girðingarinnar ofan Lækjar-
botna. Eftir stutta kynningu for-
manns nefndarinnar "lokaði"
formaður SSH, Magnús Sig-
steinsson, girðingunni á tákn-
rænan hátt með því að loka
gönguhliði á girðingunni.
Þótt girðingin sé þannig orðin
endanlega lokuð, er fram-
kvæmdinni ekki að fullu lokið.
Eftir er að setja upp og ganga frá
nokkrum hliðum, prílum og
merkingum. Einnig er eftir að
girða að nyju nokkra kílómetra
við Kaldársel og Búrfell og
verður þá m.a. Búrfell og
Búrfellsgjá innan girðingarinnar.
Tengist nýja girðingin þar í efra
horn Heiðmerkurgirðingarinnar
og bætist þar stórt svæði, aðal-
lega í Garðabæ, við friðunar-
svæðið.
Áhrifa þessarar framkvæmdar er
þegar farin að gæta og standa
vonir til að góður friður verði um
þetta mál fljótlega. Flestir þeir,
sem nefndin hefur heyrt frá, eru
ánægðir með þessa breytingu og
á það bæði við eigendur búsmala
og þá sem hugsa gott til aukinnar
ræktunar.