Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 35

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1987, Blaðsíða 35
sRipJagsmál 33 AÐALFUNDUR SSH 1987 Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu héldu aðalfund sinn þann 14. nóvember sl. Var fundurinn haldinn í húsi Raf- magnsveitu Reykjavíkur að Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru ýmis mál til umræðu á fundinum. Um svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins fjölluðu m. a. starfs- menn Skipulagsstofunnar, þeir Gestur Olafsson og Þorsteinn Þorsteinsson, en skipulagið hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Um afgreiðslu þess vísast til sam- þykktar sem kemur hér á eftir. Framsögumenn um samstarf ríkis og sveitarfélaga höfðu þeir Húnbogi Þorsteinsson og Einar I. Halldórsson. Ræddar vom niður- stöður nefnda um samskipti ríkis og sveitarfélaga,sem skilað höfðu áliti í apríl sl. Hefur mál þetta verið í mikilli umræðu undan- farið. Samgöngumálum svæðisins voru gerð ítarleg, skil í framsögu Matthíasar Á. Mathiesen sam- gönguráðherra og Þorsteins Þorsteinssonar verkfræðings. Erindi Matthíasar birtist á öðrum stað þessu blaði. A fundinum var kosin ný stjórn en hana skipa nú: Aðalmenn: Magnús Sigsteinsson, Mosfellsbæ Hilmar Guðlaugsson, Reykjavík Guðni Stefánsson, Kópavogi Lilja Hallgrímsdóttir, Garðabæ Sólveig Ágústsdóttir, Hafnarfirði Guðrún K. Þorbergsdóttir, Seltjamamesi Einar Guðbjartsson, Kjalamesi Guðrún Ágústsdóttir, Reykjavík Valgerður Guðmundsdóttir, Hafnarfirði Valþór Hlöðversson, Kópavogi Guðbrandur Hannesson, Kjósarhreppi Ásgeir Sigurgestsson, Bessastaðahreppi Varamenn: Oddur Gústafsson, Mosfellsbæ Jóna Gróa Sigurðardóttir, Reykjavík Bragi Michaelsson, Kópavogi Benedikt Sveinsson, Garðabæ Hjördís Guðbjömsdóttir, Hafnarfirði Björg Sigurðardóttir, Seltjamamesi Jón Ólafsson, Kjalamesi Hulda Finnbogadóttir, Kópavogi Magnús Jón Amason, Hafnarfirði Bjami P. Magnússon, Reykjavík Kristján Oddsson, Kjósarhreppi Sigurður G. Thoroddsen, Bessastaðahreppi Stjómin hefur haldið fyrsta fund sinn og skipt með sér verkum á eftirfarandi hátt: Magnús Sigsteinsson, formaður Hilmar Guðlaugsson, varaform. Valþór Hlöðversson, ritari Lilja Hallgrímsdóttir, gjaldkeri Eftirfarandi em tillögur þær sem aðalfundurinn samþykkti: "Aðalfundur Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgar- svæðinu, haldinn laugar- daginn 14. nóvember 1987, samþykkir framlagt "Svæð- isskipulag höfuðborgar- svæðisins 1985-2005", sem viðmiðun við áframhaldandi skipulag þessa svæðis, og að það verði sent hlutað- eigandi aðilum." "Aðalfundur SSH, haldinn í Reykjavík 14. nóv. 1987, samþykkir að aðildar- sveitarfélögin hætti rekstri "Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins" í byrjun næsta árs. í fjárhagsáætlun samtakanna verði því ekki gert ráð fyrir sérstakri fjár- veitingu frá sveitarfélög- unum til stofunnar árið 1988. Fundurinn felur við- takandi stjórn að annast nauðsynlegar breytingar á rekstri samtakanna." "Aðalfundur SSH, haldinn í Reykjavík 14. nóv. 1987, samþykkir að stofna "Ferðamálasamtök höfuð- borgarsvæðisins". Jafnframt tilnefnir fundur- inn 3 aðila í undirbúnings- nefnd, sem starfi ásamt þeim 6 aðilum, sem kosnir voru á undirbúningsfundi þann 12. nóv. sl., til að vinna að undirbúningi stofnfundar Ferðamálasam- takanna." Eftirtaldir aðilar vom kosnir í undirbúningsnefnd að stofnun Ferðamálasamtakanna:

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.