Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 13

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 13
umhverfi sínu í heild. Aðeins á þann máta getum við á sem bestan hátt skilið hvers konar áhrif athafnir og gerðir mannsins hafa á umhverfið. I dag gaetir aukins skilnings á því hversu mikilvægt vort daglega umhverfi er fyrir almenna vellíðan, þroska og lífsgleði. Menn eru smám saman að gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er fyrir okkur að hið manngerða umhverfi taki tillit til mismunandi þarfa einstaklingsins ásamt því að það komi til móts við hinar mismunandi stofnanir samfélagsins. Hér á eftir vil ég skoða aðallega hverskonar áhrif hið manngerða umhverfi hefur á líðan mannsins, m.a. á heimilinu, ískólanum og öðrum vinnustöðum. heimilið Heimilið sem stofnun jafngömul og raun ber vitni, varð ekki til fyrir einhverja tilviljun, heldur er þetta hreiðurgerð mannsins, til að sjá um og ala önn fyrir ungunum þar til þeir verða fleygir. Heimilið hefur breyst mikið í gegnum árin og aukin velferð hefur haft mikil áhrif þar á og þá alveg sérstaklega hér á landi vegna þéttbýlismyndunar. Yfir 90% íbúa íslands búa nú í borgum í manngerðu umhverfi sem við höfum sjálf skipulagt. En hefur okkur tekist að skapa umhverfi, sem tekur tillit til hinna mismunandi þarfa einstaklinganna og bætir lífsskilyrðin ? Höfum við staðið nægilega á verði og gert okkur grein fyrir að þegar ákvarðanir eru teknar um manngert umhverfi, svo sem vegarlagningu og skipulag nýrra íbúðasvæða, þá er ekki svo auðveldlega um breytingar að ræða á næstum áratugum. Er það t.d. nauðsynlegt hér, þar sem landrými er nægilegt, að hafa svo þétta byggð, að segja má að háhýsi eða svokallað blokkarhúsnæði sé einna helsta úrræði sem smábarna- fjölskyldan á völ á.? Hversu mikla áhættu taka ekki foreldrar er þeir hleypa börnunum út fyrir dymar þar sem umferðin er geigvænleg og slysahættan mikil, svo ekki sé talað um mengunarskaðvaldinn ? Hvemig lítur umhverfi bamanna út, hvaða tækifæri bjóðast þeim til skapandi athafna? í hinni þéttu byggð eru það alltaf einhverjir sem ekki taka tillit til krafna náungans hvað þetta snertir. Á hinn bóginn má vera ljóst, að með aukinni velferð og nýrri tækni hafa heimilin gjörbreyst og þau eru bæði vistleg og glæsileg og víða er ekkert til sparað, hvað varðar nýtítsku tæki og búnað. Samt sem áður er oftog tíðum skortur á rými fyrir frjálsan leik barna og aðra athafnasemi. Barnaher' bergin eru lítil í samanburði við hinar stóm og glæstu dag- stofur. SKÓLINN Fallegt og notalegt umhverfi hefur mikil áhrif á hegðun barna, áhuga þeirra og námsvilj a. N ámsumhverfi þarf að örva notkun allra skilningarvita, vekja forvitni og stuðla að ánægju og gleði. Skólinn þarf að stuðla að bættri vellíðan bama á öllum sviðum. I skólann koma böm með mismunandi þarfir og þess vegna þurfa viðfangsefnin að vera mismunandi. Börnunum þurfa að standa til boða raunhæf verkefni og kennslan þarf að taka mið af þroska, reynslu og umhverfi bama. Nemendur þurfa að eiga þess kost að rannsaka og skilgreina næsta umhverfi sitt, svo að þeir skynj i og fái tilfinningu fyrir því umhverfi sem þeir eru í tengslum við. Á þann hátt munu þeir einnig læra að umgangast umhverfið með virðingu og ánægju. Hefur skólinn möguleika á að uppfylla hina margþættu starfsemi sem honum er ætlað að gera í dag? Enda þótt reistar hafi verið stórglæsilegar skólabyggingar og oft og tíðum án þess að spara, þá er spumingin samt, hvort menn hafi skipulagt nægilega vel. Er það t.d. nauðsynlegt nú í dag þegar upplýsingatæknin er gengin í garð, að allar skólastofurséujafnstórarfyriru.þ..b. 25 nemendur?Ættu ekki arkitektar og hönnuðir skólabygginga að vinna með skólafólki og þeim sem starfa í skólunum, því að það þarf vissulega að reikna með mörgum hlutum strax á teikniborðinu ? Hvað með leiksvæði og leikrými skólanna? Mörg böm dvelja þar drjúgar stundir og þar skapast önnur samskipti en þau sem eru í kennslustofunni, en þau eru engu síður mikilvæg fyrir börn og unglinga. Leiksvæði skóla þurfa því að vera vel skipulögð og Nemendur þurfa að eiga kost á að rannsaka og skilgreina næsta umhverfi sitt. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.