Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 20

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 20
SKIPURIT UMHVERFISMATS SKIPULAG HÖNNUN FRAMKVÆMD umhverfismál. Svona setningar eiga ekki heima í umhverfis- mati einfaldlega vegna þess að þær ákvarðanir sem verið er að tæpa á eru ekki teknar þar heldur annars staðar. En hvernig er þá umhverfismat framkvæmt? Umhverfismat verður að fylgj a eftirfarandi grundvallaratriðum: Gerðarskyida: Það verður að gera þegar þess er þörf Þátttaka: Vera opið öllum hagsmunaaðilum Gæðastig: Innifela alla nauðsynlega fagvinnu Tímasetning: Vera lokið mánuðum á undan fram- kvæmdum Þessi grundvallaratriði innifela verulega erfiðleika fyrir framkvæmd umhverfismats. Gerðarskyldaneða skyldan til að gera umhverfismat innifelur hættu á að unnin sé heilmikil vinna sem engin ástæða var til að gera því viðkomandi framkvæmdir inniföldu enga hættu fyrir umhverfi sitt. Undanþáguleið er með öðrum orðum nauðsynleg og Califomiustjóm er með sérstaka skrifstofu (Environmental Clearinghouse) fyrir slík mál svo dæmi sé nefnt. Þátttakan þýðir að allir hagsmunaaðilar verða að komast að með öll gild sjónarmið. Hér er sú hætta að umhverfismat verði gert að orustuvelli fyrir alla atvinnuþrasara og umhverf- ispólitíska trúarofstækismenn. Þessi hætta er mjög raunveru- leg, dæmi eru til að slíku fólki hefur tekist að þvæla málum 40 - 50 sinnum í meðferð fyrir opinberum nefndum. Það er að sjálfsögðu ekki það sem menn hafa í huga með umhverfismati. Gæðastig er dálítið teygjanlegt. En það innifelur að öll fagvinna, svo sem upplýsingasöfnun, greining og ályktun þarf að vera með. Það er ekki nóg að gera lýsingar á lífríkinu og náttúrunni hversu góðar og ítarlegar sem þær annars eru. Það þarf að tilgreina væntanlegar breytingar á náttúrunni og lífríkinu og greina hver eru áhrif viðkomandi framkvæmda á þessar breytingar. Breytingarnar og greiningaþátturinn eru í raun þýðing'armesti þáttur málsins, jafnvel útsýni er ekki það sama árið um kring! Þeir sem ekki átta sig á breytingunum lenda svo í vandræðum þegar náttúran fer að breyta sér sjálf. T ímasetningin er hugsanlega þýðingarmesta atriðið. Umhverf- ismat er það tímafrek athugun að ef hún á öll að fara fram rétt áður en framkvæmdir hefjast, þá veldur hún töfum. Það er verulegt vandamál hvemig skal koma umhverfismati fyrir þannig að þau grundvallaratriði sem fjallað er um hér á undan séu í heiðri höfð án þess að umhverfismatið taki óheyrilega langan tíma og tefji nauðsynlegar framkvæmdir óhóflega. Af þessari umfjöllun er ljóst að þama eru margir pyttir að varast. Samkvæmt reynslu Californiumanna, þá er veruleg hætta á að umhverfismatið verði of mikið skrifstofubákn. Þar á bæ er umhverfismat flókið ferli. Það flóknasta og erfiðasta er sú staðreynd að auðvelt að hrekjast til baka á byrjunarreit svo tekin sé samlíking úr þekktum afþreyingarspilum. Þetta hefur mjög slæm áhrif á tímasetninguna, svo flestar þjóðir reyna að forðast þessa keldu, en með misjöfnum árangri. Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þess að einfalda þetta mál frekar. Nærtækasta leiðin til að ná fram einföldun virðist vera að binda umhverfismatið að einhverju leyti við skipulagið. Auðvelt virðist t.d. að binda forkönnun viðeigandi skipulags- stigi. Þá mundu strax á skipulagsstigi fást faglegar lýsingar á lífríki og náttúruverðmætum. Þar með væri kominn grunnur fyrir greiningu á óæskilegum breytingum ,svo sem men- gunarhættu, lífríkisröskun og öðrum náttúruspjöllum. Skilyrðið er auðvitað að viðkomandi forkönnun sé opinbert plagg, tengt viðkomandi skipulagi og liggi frammi með því. I sem allra grófustum dráttum mætti hugsa sér framkvæmdina líkt því sem myndin hér að ofan sýnir. Þar er gert ráð fyrir forkönnun tengda skipulaginu og þar á eftir umþóttunartíma sem samkvæmt núgildandi reglum yrði aldrei styttri en sá tími sem viðkomandi skipulag liggur frammi til kynningar. Síðan er gert ráð fyrir að þegar farið er að hanna eitthvað af þeim mannvirkjum sem gert er ráð fyrir innan ramma skipulagsins þá .verði gert umhverfismat. Á þeim tíma sem liðinn er hefur gefist rúm til umþóttunar, bæði hvað varðar fagleg atriði forkönnunar og hvaða kröfur á að gera til umhverfismats. Því ætti umhverfismatið ekki að þurfa að tefja framkvæmdina. Yfirvöld virðast ekki vera á þessari braut. Til dæmis virðast umhverfisathuganir fyrir álver eiga að fara fram eftir að frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfið er runninn út. Að lokum verður að leggja áherslu á að íslendingar verða aðfylgja fordæmi annarra þjóða í þessum málum. Skrúð- mælgin getur verið ágæt í pólitískri umræðu, en hún bjargar ekki umhverfinu, ein út af fyrir sig skapar hún einungis austur-evrópskt ástand í umhverfismálum. Við verðum að finna okkar eigin leið til að halda á umhverfismálum með þeim hætti að umhverfisvemdin sé virk. Við verðum að taka upp starfsaðferðir annarra þjóða, en beina þeim að okkar eigin vandamálum og sníða þeim stakk eftir vexti. ■ 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.