Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 24

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 24
stustarfsemi og ennfremur gerð grein fyrir þeim möguleikum að setja þak yfir götuna._Samþykkt borgarstjómar hefur ekki komið til framkvæmda, nema hvað varðar austurhluta Aust- urstrætis (100 metrar að lengd.) Á þessum tæpum tveimur áratugum hefur, eftir því sem ég best veit, aldrei komið fram tillaga um að framfylgja samþykkt borgarstjórnar um að gera alla götuna að göngugötu. Hvers vegna ? Margar tilraunir hafa verið gerðar með að koma fyrir í göngugötunni bekkjum, trjám, blómum, borðum og listaverkum svo og útimarkaði. Þessar tilraunir hafa ekki gefist vel m.a. vegna slæmrar umgengni og skemmdarverka. I göngugötunni eru í dag 4 verslanir þar af aðeins ein norðanverðu í götunni. Eigendur þriggja verslana íhuga að loka verslunum sínum í Aus- turstræti verði ekki gerð breyting á götunni. Færi svo yrði aðeins ein verslun í austurhluta Austurstrætis. HVER ER REYNSLAN? Líta verður á Kvosina sem eina heild. Svæðið er mjög lítið aðeins, 8 hektarar að stærð. Frá því Austurstræti var lokað hefur orðið mikil breyting á öllu viðskipta- og mannlífi í Kvosinni. Starfsfólki og fyrirtækjum hefur fækkað verulega, svo og þeim sem þangað leita eftir verslun og þjónustu. Síðustu 15 ár hafa um 40 verslanir flutt úr Kvosinni. Mikil breyting hefur orðið á verslun á höfuðborgarsvæðinu síðustu tvoáratugi með tilkomufjölmargra verslunarmiðstöðva svoogásjálfuumferðarkerfiborgarinnar. Athyglisvert er að bera saman þróunina í Kvosinni annars vegar og hins vegar á Laugavegi. í Kvosinni voru flest stöndugustu verslun- arfyrirtæki landsins og fasteignaverð langhæst á Islandi. Laugavegurinn hefur staðist þessar breytingar en Kvosin ekki. Markmið að auka verslun og þjónustu í Austurstræti hefur ekkináðst. Verslunhefurstórlegadregistsaman. Húsaleiga lækkað verulega umfram það sem orðið hefur á almennum markaði svo og fasteignaverð. Sólar gætir mjög takmarkað í götunni, verslanir eru fáar og við stærsta hluta götunnar eru opinberar stofnanir s.s. pósthús, dómhús og bankar. í “meðalári” má segja að Austurstræti virki sem göngugata hluta úr degi í 3-4 klukkustundir 20-30 daga á ári. Það markmið að minnka umferð um Kvosina hefur aftur á móti tekist. Hins vegar má leiða að því ltkur að mikil takmörkun á umferð hafi haft neikvæð áhrif á verslun og þjónustu í Kvosinni í heild. Lokun Austurstrætis hefur bitnað verst á Aðalstræti og Grófinni. Mun verr en á Austurstræti. Aðeins ein akstursleið er að Aðalstræti í gegnum Skólabrú. Ekki er rétt að halda því fram að lokun Austurstrætis hafi ráðið öllu um hvernig mál hafa þróast í Kvosinni síðustu tvo áratugi. Þar spila saman margir samvirkandi þættir. Kaupmenn og forsvarsmenn fyrirtækja ogfasteignaeigenduríKvosinniteljareynslunaafAusturstræti afar slæma og hafa eindregið óskað eftir opnun götunnar að nýju. Framhjá þessari staðreynd verður ekki litið. Lokun götunnar var framkvæmd í samstarfi við Kaupmannasamtök ísland sem óskað hafa eftir að gatan verði opnuð aftur. Fleiri aðilar hafa óskað eftir opnun götunnar: Miðbæjarfélagið, samtök um eflingu miðbæjarins, Laugavegssamtökin, Skrifst- ofa viðskiptalífsins ogSamstarfsráð verslunar, auk fjölmargra einstaklinga og forsvarsmanna fyrirtækja í miðborginni. GÖNGUGÖTUR - SVÆÐI OG - GÖNGUSTÍGAR í Kvosarskipulagi 1986 er gert ráð fyrir að Austurstræti allt verði gert að göngugötu. Aðalstræti verði göngugata með strætisvagnaumferð og Pósthússtræti göngugata með takmarkaðri umferð. Fyrir þessum breytingum verða að vera veðurfars- og skipulagslegar forsendur og ekki síður vilj i þeirra sem þar eiga fasteignir og fyrirtæki. Göngugata verður að virka þannig að hún örfi viðskipti og mannlíf hvers konar en ekki þver öfugt. I og við göngugötu þarf að vera fjölþætt þjónusta verslanir og veitingastaðir með langan opnunartíma, góða og aðlaðandi aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur. Austurstræti getur því aðeins orðið göngugata að byggt verði yfir götuna eða byggð glerbygging er tengist húsunum við norðurhlið Austurstrætis líkt og tillöga Guðna Pálssonar arkitekts gerir ráð fyrir og kynnt hefur verið í þessu ágæta riti. Hafa verður í huga að við alla norðurhlið Austurstrætis eru aðeins fjórar verslanir(þar af ein í núverandi göngugötu). Eg tel að leggja eigi áherslu á göngustíga og göngusvæði í Kvosinni. Göngustíga fránorðritilsuðursfráReykjavíkurhöfn að Tjörninni. Með göngustígum og svæðum má búa gan- gandi vegfarendum öruggt og skjólbetra griðland og áningarstaði í Kvosinni. Ef vel er séð fyrir göngustígum og svæðum er göngugata ekkert töframeðal fyrir Kvosina. Sá ágreiningur sem uppi er varðandi opnun eða lokun Aus- turstrætis má ekki verða til þess að fólk missi sjónar á aðalatriði málsins sem er uppbygging Kvosarinnar í heild. Það er þýðingarmikið verk sem þolir ekki bið. UPPBYGGING KVOSARINNAR í nýrri skýrslu Þróunarfélags Reykjavíkur um Kvosina eru settir fram tillögur til úrbóta í 11 málaflokkum: 1. Stofnun þróunar og framkvæmdasjóðs. 2. Viðskipta-, verslunar- og samgöngumiðstöð í Tryggvagötu. 3. Stöðumæla- og bifreiðastæðamál. 4- Fasteigna-, lóða- og bílastæðagjöld. 5. Söfn, kvikmyndahús - aukið aðdráttarafl. 6. Skrifstofu- og þjónustubyggingu. 7. Stækkun Hótel Borgar við Pósthús- stræti. 8. Bættar upplýsingar og merking húsa og sögulegra minja. 9. Götuskreytingar - vetur, sumarogjól. 10. Verslun og þjónusta við ferðafólk. 11. Framkvæmdaáætlun til 5 ára. Allar þessar hugmyndir miða að því að styrkja stöðu Kvosar- innarsem hinnareinu sönnu miðborgarReykjavíkur. Ekkert hverfi getur keppt við miðborgina með T j ömina annars vegar og Reykj avíkurhöfn hins vegar sé rétt að málum staðið.Lykil- atriði í þeirri endurskipulagningu er fjölþætt þjónusta, vers- lun og viðskipti, opinber stjómsýsla og ekki síst menning- arstarfsemi hvers konar. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.