Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 44

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 44
Ástandiö á götum Reykjavíkur var ekki mjög skipulegt fyrir u þ.b. 40 árum þegar þessi mynd var tekin. Myndin er frá gatnamótum Tryggvagötu og Grófarinnar; heldur hefur ástandið lagast á þessum fjórum áratugum en á sama tíma hefur bílafjöldinn margfaldast. má að slysatíðni í umferðinni í nýjum hverfum sé ekki nema um helmingur af því sem er í gömlum hverfum og er þá miðað við umferðarmagn. Ef svo er ekki hefur mistekist með gatnaskipulagið. Annað, sem fólk telur augljóslega til beinna áhrifa á umhverfið af völdum umferðarinnar, er hávaðinn. Samkvæmt erlendum rannsóknum kvarta íbúar í borgum verulega undan háyaða í umferðinni. Sænsk rannsókn sýndi að u.þ.bl0% urðu fyrir verulegum óþægindum vegna hávaða frá umferð og 25% urðu fyrir nokkrum óþægindum. Áhrifin af þessum óþægindum á fólk eru svo með ýmsu móti, þunglyndi, svefnleysi o.s.frv., en það heyrir undir geðlæknisfræði og verður ekki nánar út í þá sálma farið. Hávaðinn veldur því aftur á móti að íbúðarhús við miklar umferðargötur falla í verði og afleiðingin af því er sú að fasteignimar drabbast niður. Hverfisgata og að nokkru leyti Miklabraut í Reykjavík eru dæmi um þetta. Loftmengun er það þriðja, sem fólk telur almennt fylgja bílaumferð. Það eru ekki ýkjamörg ár síðan farið var að gefa þessum þætti umferðarinnar gaum. Fram að því litu menn svo á að verksmiðju- og kolareykur vegna húshitunar væru langtum stærri þáttur í loftmenguninni en nokkum tíma ökutækin. Meira að segja þótti mikil bót að vélknúnum ökutækjum í stað hesta og hestvagna þar sem hrossataðið hvarf af götunum. Á frægri mynd af borgarstjóranum í Reykjavík, Knud Zimsen, þar sem hann er að stjóma umferð á gatnamótum Austurstrætis og Pósthússtrætis er hrossataðshraukur á miðri mynd í forgrunni. Mörg eru þau efni, sem frá bílvélum koma, og sum þeirra stórhættulegheilsumanna. Kolmónoxíð (CO) eroftastnotað sem viðmiðun um loftmengun frá bílvélum og m.a. mæling sú, sem Bifreiðaskoðun Islands gerir á útblæstri, er hundraðs- hluti CO. Þeir sem hafa farið með bíl í skoðun þar hafa e.t.v. tekið eftir því. Það eru þó fleiri efni sem koma frá bílvélum og má til dæmis nefna nituroxíð svo og ýmis kolefnissambönd, sem hafa orðið til við ófullkominn bruna í bílvélinni. Þegar nituroxíð og kolefnissamböndin koma saman við sérstök veðurskilyrði verður til mjög áberandi og óþægileg mengun, sem þekktust er í Los Angeles en einnig í öðrum stórborgum þar sem bílaumferð er mikil. Hér á landi, þ.e. í Reykjavík, getur þetta gerst á köldum og kyrrum vetrardögum og má búast við slíku ástandi einu sinni til tvisvar á ári. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða niðri í dölum eða uppi á hálsum því hitahvörfin eru yfirleitt í meira en 100 metra hæð yfir sjó. Venjulega er vindur í Reykjavík nægur til þess að loftmeng- unin sé langt undir leyfilegum eða æskilegum efri mörkum, a.m.k. er lognið yfirleitt það skammvinnt að mengunin nær ekki að safnast upp yfir óleyfileg mörk. Þá eru einnig í útblæstri bíla nokkur aukaefni sem hættuleg teljast, ýmiss konar bensen-sambönd eru þar í en einnig þungmálmar og er blý helst þeirra. Þess vegna hefur á síðustu árum verið boðið upp á blýlaust bensín fyrir vélar, sem til þess eru gerðar. Gallinn er aftur á móti sá að bensen og annað, sem talið er geta valdið krabbameini, er sett í bensínið í staðinn og getur jafnvel orðið til meiri vandræða en blýið ef ekki fylgir sérstakur hreinsibúnaður. Slíkur búnaður verður gerður að skyldu í nýjum bílum á næstunni, en meðan bílar aka enn án 42 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.